Bönnuð jól - a podcast by RÚV

from 2020-12-24T08:03

:: ::

Una Margrét Jónsdóttir fjallar um nokkur tímabil þegar jól hafa verið bönnuð í tilteknum löndum. Á valdatíma púrítana í Englandi 1644-1660 var bannað að halda jól þar sem púrítanar töldu að þau væru ekki kristileg. Í Sovétríkjunum og á Kúbu á 20. öld voru jólin bönnuð af því að þau þóttu ekki samrýmast kommúnískum lífsskoðunum, auk þess sem þessi frídagur minnkaði vinnuframlag borgaranna. Lesið verður úr dagbók Johns Evelyn sem var uppi á valdatíma púrítana í Englandi á 17. öld, en hann var handtekinn fyrir að vera viðstaddur ólöglega jólamessu. Einnig verður lesin frásögn Raisu Trushevsku um upplifun hennar af jólabanninu í Sovétríkjunum, en Raisa fæddist í Úsbekistan 1948. Þá verður rætt við Tamilu Gamez Garcell, en hún er fædd á Kúbu 1974 og kynntist ekki jólum fyrr en hún fluttist til Íslands. Umsjón með þættinum hefur Una Margrét Jónsdóttir og lesarar eru Baldur Trausti Hreinsson, Jórunn Sigurðardóttir og Bozhena Zemova.

Further episodes of Fríhöfnin

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV