Ekkert sumar á Sýrlandi - a podcast by RÚV

from 2020-03-10T09:12

:: ::

Fimm þátta röð um innflytjendur og flóttamenn á Íslandi og frá Íslandi. Fjórar fjölskyldur á flótta frá stríði í Sýrlandi komu til Akureyrar frá Líbanon 19. janúar 2016. Höfðu dvalið í Líbanon í 3-4 ár. Fólkið kom frá mismunandi stöðum í Sýrlandi og þekktist ekki áður en því var boðið að koma til Íslands. Þetta voru 23 einstaklingar á öllum aldri. Síðan hafa tvö börn fæðst í fjölskyldunum. Nú í janúar var ákveðið að taka á móti einni fimm manna fjölskyldu til viðbótar vegna fjölskyldutengsla við eina fjölskylduna sem kom árið 2016. Í þessum þætti og þeim næsta í þáttaröðinni, er fjallað um þetta verkefni Akureyrarbæjar; rætt við fjölmarga sem komu að verkefninu frá ýmsum hliðum - og ekki síst nokkra af sýrlensku flóttamönnunum. Umsjón: Viðar Eggertsson. (Frá 2017)

Further episodes of Fríhöfnin

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV