„Hér með sendast hinu háa ráðuneyti, kvensokkar úr nælon“ - a podcast by RÚV

from 2020-04-06T11:07

:: ::

Árið 1951 gerðu Íslendingar varnarsamninga við Bandaríkin og hófst þar með einn af veigameiri köflum íslenskrar fullveldissögu. Gjarnan er rætt um þrífót fullveldis, sem tilgreinir þá þætti sem mynda undirstöðu fullvalda ríkis, varnarlegt fullveldi, efnahagslegt fullveldi og menningarlegt fullveldi. Allir þurfa þessir þættir að vera fyrir hendi með einum eða öðrum hætti svo að ríki geti talist fullvalda og allir koma þeir við í sögu þeirra viðburða sem gert er skil í þessum sjöunda þætti hugmyndasögu fullveldisins, "Hundrað ár, dagur ei meir". Marteinn Sindri Jónsson ræðir við Friþór Eydal sem hóf störf árið 1983 sem upplýsingafulltrúi Varnarliðsins, Hauk Ingvarsson bókmenntafræðing og Kristínu Svövu Tómasdóttur sagnfræðingur.

Further episodes of Fríhöfnin

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV