Hver vegur að heiman...: Rauði krossinn - a podcast by RÚV

from 2020-03-10T09:15

:: ::

Í þessum þætti heimsækjum við Rauða krossinn í Reykjavík. Rauði krossinn er hluti af stærstu mannúðar- og hjálparsamtökum heims. Allt starf Rauða krossins miðar að því að bregðast við og aðstoða þar sem neyðin er mest. Rauði krossinn á Íslandi hlúir að Íslendingum sem minna mega sín og standa höllum fæti í lífinu. En í þessari heimsókn okkar hugum við að starfseminni eins og hún snýr gagnvart þeim sem hingað leita, innflytjendur, hælisleitendur og flóttafólk. Það er sá hópur fólks hér á landi sem líklegast á engan annan að til að leita til. Viðmælendur í þættinum: Anna Lára Steindal, verkefniastjóri í málefnum flóttafólks hjá Rauða krossinum í Reykjavík, Þórir Guðmundsson, forstöðumaður Rauða krossins í Reykjavík og Davor Purusic, lögfræðingur málefna hælisleitenda á Hjálpar- og mannúðarsviði Rauða krossins. Umsjón: Viðar Eggertsson. (Frá 2017)

Further episodes of Fríhöfnin

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV