Innrásin í Grjótaþorp: Frakkar á faraldsfæti 1/3 - a podcast by RÚV

from 2020-03-11T06:59

:: ::

„...En byltingin? Það verður aldrei bylting í þorpi. Uppreisnarmennirnir hrökkluðust suður“. (“Verkfallið“ úr “Þorpinu“ eftir Jón úr Vör). Þriggja þátta röð. Í kjölfar stúdentauppreisnarinnar í París árið 1968 fengu nokkrir Frakkar þá flugu í höfuðið að fljúga með farfuglunum til Íslands. Grjótaþorpið var í niðurníðslu og Reykjavík með það á prjónunum að valta yfir þorpið, leggja hraðbraut í gegn og byggja fleiri Moggahallir. Ungir Fransmenn settust þarna að tóku þátt í þeirri húsverndarstefnu sem spratt upp á þessum árum, sem varð til þess að gömlum húsum var bjargað. Í þessari þáttaröð heyrum við raddir sem spretta fram úr veggjum húsanna, sumar hafa sest hér að, aðrar eru horfnar á braut, en lifa enn í okkar hjörtum. Umsjón: Sverrir Guðjónsson.

Further episodes of Fríhöfnin

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV