Þjóðarlíkaminn - a podcast by RÚV

from 2020-04-06T11:01

:: ::

Hvað eiga Jesú Kristur, íslenska fullveldið og Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðins í knattspyrnu sameiginlegt? Þeirri spurningu verður ekki svarað í stuttu máli, en segja má að hún hverfist um hugmyndina um þjóðarlíkamann og sé viðfangsefni í fyrsta þætti af tíu um hugmyndasögu fullveldisins. Í þættinum ræðir Marteinn Sindri Jónsson við Arnfríði Guðmundsdóttur guðfræðing, Guðmund Hálfdánarson sagnfræðing, Nönnu Hlín Halldórsdóttur heimspeking og Melissu Lane, prófessor í stjórnmálafræði við Stanford háskóla. Fyrsti þáttur af tíu þar sem fjallað er um fyrstu öld fullveldis Íslendinga í ljósi hugmyndasögunnar. Í hverjum þætti eru tilteknir hugmyndastraumar fullveldissögunnar raktir til fortíðar og framtíðar með hliðsjón af einum ákveðnum viðburði sem telja má til marks um þær hugmyndir sem um ræðir. Á mælistiku slíkrar hugmyndasögu eru hundrað ár örstuttur tími. Leitað er fanga hjá viðmælendum, í safni útvarps, hugmyndasögu, heimspeki, fræðum, bókmenntum og listum til að varpa ljósi á víðara samhengi þeirra atburða sem áttu sér stað á síðustu hundrað árum - atburðum sem eru langt í frá fjarlæg fortíð, heldur nýliðinn samtími sem á brýnt erindi við framtíðina.

Further episodes of Fríhöfnin

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV