Mozart: Misskilinn snillingur 7/11 - a podcast by RÚV

from 2020-03-16T09:11

:: ::

Wolfgang Amadeus Mozart er einn kunnasti tónsnillingur sögunnar. Tónlist hans er flutt um allan heim á degi hverjum og sögur um snilligáfu hins barnunga Mozarts eru flestum kunnar. Sumir telja að hann sé eitt mesta tónskáld sem heimurinn hefur eignast, öðrum þykir tónlist hans klisjukennd og yfirborðsleg. Árni Heimir Ingólfsson leiðir hlustendur í allan sannleikann um undrabarnið Mozart en einnig um hinn fullþroskaða listamann, um vonbrigði hans og sigra. Fjallað er um stormasamt og flókið samband Mozarts við föður sinn, en einnig um samskipti hans við samtímamanninn Antonio Salieri sem lengi hafa verið mönnum hugleikin. Lesarar með Árna Heimi eru Þorvaldur Davíð Kristjánsson og Halla Oddný Magnúsdóttir. Í sjöunda þætti er fjallað um tónleikahald Mozarts í Vínarborg á árunum 1785 og 1786, píanókonsertana sem hann samdi þessi ár og um fiðlusónötu sem hann samdi á einum degi. Einnig er fjallað um frímúrarann Mozart og um vinnuaðferðir tónskáldsins.

Further episodes of Fríhöfnin

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV