Þræðir: Mannsröddin - heillandi fyrirbæri - a podcast by RÚV

from 2020-03-11T06:41

:: ::

Röddin er og hefur verið bráðnauðsynlegt tæki til að hvetja, hafa áhrif og fullvissa - vopn til að sannfæra fjöldann. ,,Hver einstaklingur hefur sína einstöku rödd sem eyrað greinir auðveldlega eins og augað greinir andlitsdrætti." (Quintilian) Hvað getum við lesið í mannsröddina? ,,Því að öll hughrif hafa í eðli sínu sérstakan . . . blæ . . . og tilbrigði raddarinnar . . . hljóma eins og strengir á hljóðfæri, rétt eins og þau hrífist af hlýju hugans" (Cicero) Í þættinum verður farið yfir þetta magnaða fyrirbæri sem mannsröddin er út frá hinum ýmsu kenningum. Þórey Sigþórsdóttir leikkona og raddþjálfari ræðir við okkur um fjölbreytileika raddarinnar og hvernig hún getur verið notuð til að ná völdum. Umsjón: Sigyn Blöndal.

Further episodes of Fríhöfnin

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV