Strengir: Passía Krists - a podcast by RÚV

from 2020-03-11T01:18

:: ::

Sagan af passíu Krists, píslargangan frá skírdagskvöldi til myrkvunar himnanna eftir dauða hans á krossinum á föstudaginn langa, hefur verið listamönnum af öllum toga óþrjótandi uppspretta í margar aldir og þau hafa klædd þessa skelfingargöngu í búning fagurra og magnþrunginna tóna orða og lita. Hér verður þessi saga fyrst og fremst sögð í tónum, en sagan var í upphafi sögð með orðum og því er samspil tónlistar og hinnar orðuðu sögu efni þáttarins. Orðið strengur er margfalt í roðinu og hér verða ýmsir strengir raktir. Strengur tónsmíða, allt frá barokki til 20a, strengir djúpra og erfiðra tilfinninga verða slegnir og strengur orða-hinna sjö síðustu orða Krists á krossinum-verður eins og leiðarhnoða í gegnum þáttinn. (Frá 2015)

Further episodes of Fríhöfnin

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV