Frásögn Anthony Trollope af ferð til Íslands - a podcast by RÚV

from 2020-12-13T23:10

:: ::

Anthony Trollope (1815-1882) var einn frægasti rithöfundur Breta á 19. öld og slagaði hátt upp í Charles Dickens að vinsældum. Hann er ekki ýkja mikið lesinn í dag, en bækur hans dúkka reglulega upp sem sjónvarpsseríur (The Barchester Chronicles, t.d.). Sumarið 1878 kom hann til Íslands á smáskipinu Mastiff ásamt vinum sínum og ferðaðist nokkuð um. Hann gaf út um haustið lítið kver um ferðir sínar og kynni sín af fólki eins og Hilmari Finsen landshöfðingja, Þóru (biskups) Pétursdóttur o.fl. Einnig sagði hann frá merkilegu mannlífi á skosku eyjunni St. Kildu þar sem Mastiff hafði viðdvöl.

Further episodes of Frjálsar hendur

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV