AC/DC - Power Up - a podcast by RÚV

from 2020-11-20T19:23

:: ::

Gestur þáttarins að þessu sinni er enginn, en vinur þáttarins sendir pistil og lag og óskalagasíminn opnar kl. 20.00 - 5687123. Plata þáttarins sem við heyrum amk. þrjú lög af er nýja AC/DC platan; Power Up sem kom út í síðustu viku. það er ekkert band í heiminum sem hljómar eins og AC/DC og AC/DC er ekki að rembast við að vera eitthvað annað en AC/DC. Þeir gerðu það ekki 1980 og gera það ekki heldur í dag 40 árum síðar. það er fátt nýtt þarna sem kemur á óvart en stundum vill maður bara ekki láta koma sér á óvart. En það er langt í frá sjálfgefið að þessi plata kæmi út, það hefur margt og mikið gengið á hjá þessum köllum undanfarin ár. Fyrir það fyrsta er hljómsveitarstjórinn, eldri Young bróðirinn, ryþmagítarleikarinn Malcolm Young látinn. Hann fékk heilabilun og lést fyrir þremur árum aðeins 64 ára að aldri, en hann var þá búinn að vera að berjast við sjúkdóminn í nokkur ár og því var haldið leyndu í lengstu lög. Söngvarinn Brian Johnson sem er orðinn 73 ára gat ekki klárað síðustu tónleikaferð - Rock or Bust túrinn sem farinn var til að fylgja eftir síðustu plötu, vegna þess að læknirinn hans sagði honum að hann yrði alveg heyrnarlaus ef hann myndi halda áfram á sömu braut, og AXL Rose úr Guns?n Roses kom inn í hans stað. Bassaleikarinn Cliff Williams sem er búinn að vera í bandinu frá 1978 var hættur, búinn að leggja bassanum - hann er sjötugur. Og trommarinn Phil Rudd sem var búin að tromma með AC/DC meira og minna síðan 1977 var rekinn eftir að hann lenti upp á kant við lögin á Nýja sjálandi þar sem hann býr. Hann var ákærður fyrir að leggja á ráðin um morð eins fáránlega og það hljómar. Hann er 66 ára. Þannig að áður en þessi nýja plata var gerð var enginn eftir í AC/DC nema gítarleikarinn í skólabúningnum - Angus Young (65 ára), og frændi hans sem tók við ryþmagítarleikarastöðunni af Malcolm, Stevie Young sem er 63 ára. Hann var ekki alveg ókunnugur AC/DC vegna þess að hann leysti Malcolm af um tíma í bandinu árið 1988. En einhvernvegin tókst þeim að sópa bandinu saman og gera þessa nýju plötu; Power up! Og ég tek ofan fyrir þeim fyrir það. Þeir eru allir með; Angus, Cliff, Phil, Brian og Stevie Young. Við heyrum amk. þrjú lög af Power Up í Füzz í kvöld. Bootlegs - Fullur á Facebook AC/DC - Realize The War on Drugs - Red eyes 200 - Anus reins Viagra Boys - Reasearch Chemicals King Gizzard and the Lizard Wizard - Automation VINUR ÞÁTTARINS The Guess Who - American woman Tom Morello & Gary Clarke jr. - Can?t stop the bleeding SÍMATÍMI Sólstafir - Drýsill Dimma - Ég brenn Babe Ruth - Black d

Further episodes of Füzz

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV