Davíð Þór, Stranglers og Kiss - a podcast by RÚV

from 2019-12-20T19:23

:: ::

Gestur þáttarins að þessu sinni er séra Davíð Þór Jónsson sem margir þekkja betur sem Radíusbróður en prest. Hann mætir með uppáhalds ROKKplötuna sína klukkan 21.00 Plata þáttarins er sjötta hljóðversplata hljómsveitarinnar Kiss, Love Gun, sem kom út 30. Júní 1977. Þessi plata hefur alltaf minnt umsjónarmann á jólin einhverra hluta vegna og þess vegna, ohg vegna þess að trommarinn Peter Criss á afmæli í dag, 73 ára gamall í dag, var Love Gun valin sem plata þáttarins. Love Gun er fyrsta plata Kiss þar sem gítarleikarinn Ace Frehley syngur lag, en hann sem og syngur á plötunni lagið Shock Me. Hin lögin eru flest eftir gítarleikarann Paul Stanley, eða bassaleikarann Gene Simmons, en eitt lag er líka eftir Peter Criss trommara, og Love Gun er fyrsta plata Kiss þar sem allir liðsmenn eiga lög og syngja sín eigin lög. Love Gun er jafnframt síðasta plata Kiss þar sem Peter Criss spilaði í öllum lögum, en á næstu plötu, Dynasty, sem kom út 1979 trommar Criss bara í einu lagi, en Anton nokkur Fig trommar öll hin. Áður en platan kom út gerði Gallup könnun í Bandaríkjunum á því hvaða hljómsveit væri vinsælasta hljómsveit Bandaríkjanna, og þar lenti Kiss í fyrsta sæti á undan böndum eins og Aerosmith, Led Zeppelin og Eagles svo dæmi séu tekin. 26. - 28. ágúst ?77 þegar Kiss var að fylgja plötunni eftir hljóðritaði sveitin þrenna tónleika í LA Forum og þær upptökur voru gefnar út á tónleikaplötunni Alive II fyrir jólin ?77. Umslag plötunmar teiknaði Ken Kelly sem teiknaði líka umslag plötunnar Destroyer árið 1976. Þetta var svo spilað í kvöld: Austurvígstöðvarnar - Útvarp Satan The Kinks - Father christmas R.E.M - Mine smell like honey Kiss - I stole your love (plata þáttarins) Smashing Pumpkins - Christmastime VINUR ÞÁTTARINS James Gang - Walk away Skálmöld - Niðavellir Dúkkulísur og Stebbi Jak - Hátíð fer að höndum ein SÍMATÍMI Ellertson - Þorláksmessa Nightwish - Walking in the air (the snowman) (óskalag) Bob Dylan - Must be Santa (óskalag) Iron Maiden - Seventh son of a seventh son Kiss - Shock me (plata þáttarins) Laddi - Rokkað út jólin (óskalag) Chcuk Berry - Run Rudolph run Ian Gillan & Jon Lord - If this ain?t the blues (óskalag) Bruce Springsteen - Santa claus is coming to town DAVÍÐ ÞÓR JÓNSSON - GESTUR FUZZ Austurvígstöðvarnar - Arnþrúður er full DAVÍÐ ÞÓR II Stranglers - London lady DAVÍÐ ÞÓR II Stranglers - Hangin around The Ramones - Merry christmas (i don?t wanna fight) Twisted Sister - I saw mommy kissing santa claus (óskalag) Deep Purple - Speed king (óskalag)

Further episodes of Füzz

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV