Gunnþór bönkari - Green Day og Marc Bolan - a podcast by RÚV

from 2019-02-01T19:23

:: ::

Gestur þáttarins að þessu sinni er Gunnþór Sigurðsson bassaleikari Q4U og safnlimur á íslenska pönksafninu í Bankastræti. Gunnþór féll ungur fyrir Slade en mætir með uppáhalds ROKKplötuna sína um kl. 21.00. Hún er ekki með Slade. Plata þáttarins er Dookie með Green Day sem kom út ákkúrat fyrir 25 árum upp á dag. Dookie er þriðja plata bandarísku pönk-rokk-sveitarinnar Green Day og kom út 1. Febrúar 1994. Dookie er fyrsta platan sem sveitin gerði með upptökustjóranum Rob Cavalo og fyrsta platan sem var gefin út af stóru plötufyrirtæki. Reprise, dótturfyrirtæki Warner gaf plötuna út. Frank Sinatra stofnaði Reprise árið 1960. Dookie sló í gegn víða um heim og náði t.d. 2. Sæti Bandaríska vinsældalistans og í dag hafa selst meira en 10 milljónir eintaka í Bandaríkjunum einum. Með Dookie varð Green Day ein vinsælasta rokksveit heims og það má segja að í kjlfari hafi orðið til einskonar „önnur pönkbylgja“. Það eru nokkuð mörg lög á Dookie sem urðu vinsæl og hafa lifað, lög eins og Longview, When I Come Around, Basket Case, Welcome to Paradise og She. Green Day fékk Grammy verðlan fyrir plötuna í flokknum Best Alternative Music Album 1995 og þegar Rolling Stones gerði lista yfir 500 bestu plötur sögunnar fyrir nokkrum árum lenti Dookie í sæti 193. Dookie er mest selda plata Green Day og hefur selst í meira en 20 milljónum eintaka um allan heim. Óskalagasíminn verður opnaður (5687-123) um kl. 20 og A+B er svo að þessu sinni með Marc Bolan. Hér er lagalistinn: Q4U - Stúlkan í skóginum Slade - Mama we´re all crazy now The Clash - Complete control Weezer - Buddy Holly The Beatles - I want to hold your hand Blur - Beetlebum Oasis - Supersonic Manic Street Preachers - Everything must go AC/DC - Rock the blues away SÍMATÍMI Vintage Caravan - Reflections Volcanova - Super duper van Rush - What are you doing (óskalag) Black Sabbath - Sabbath bloody sabbath (óskalag) Green Day - Basket cage (Plata þáttarins) Sex Pistols - EMI Shane McGowan & The Popes - Cracklin Rosie (óskalag) Kansas - Carry on my wayward son (óskalag) Humble Pie - I don´t need no doctor (óskalag) GUNNÞÓR SIGURÐSSON GESTUR ÞÁTTARINS MEÐ UPPÁHALDS ROKKPLÖTUNA SÍNA Q4U - Böring Gunnþór II Joy Division - 24 hours Gunnþór III Joy Division - Heart and soul Green Day - When i come around (Plata þáttarins) Joe Cocker - With a little help from my friends (óskalag) The Cult - Sweet soul sister Deep Purple - Woman from Tokyo Kiss - Shock me Tom Petty & The Heartbreakers - American girl Neil Young - Alabama

Further episodes of Füzz

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV