Harmonikka og Led Zeppelin - a podcast by RÚV

from 2018-12-14T19:23

:: ::

Gestur þáttarins að þessu sinni er tónlistarkonan Margrét Árnadóttir sem spilar meðal annars á harmonikku með jólabandi Prins Póló. Margrét var líka og og er í kvennahljómsveit Bubba Morthens, hljómsveitinni sem gerði með honum plötuna 18 konur. Margrét mætir með uppáhalds ROKKplötuna um klukkan 21.00 Plata þáttarins er fjórða breiðskífa Led Zeppelin sem ýmist er kölluð IV, fjórða platan, ónefnda platan eða þá Four symbols. IV er platan sem hefur að geyma meistaraverkið Stairway to heaven og lög eins og Rock´n Roll, When the levee breaks og Going to California. Platan kom út í nóvember 1971 og rokksagan segir að hún sé ein sú allra besta, ein besta plata sögunnar. Hún fær yfirleitt allstaðar þar sem hún er dæmd fullt hús stiga og toppeinkun. Þriðja plata Zeppelin, sem heitir einfaldlega III, fékk ekkert sérstaka dóma yfirhöfuð og þess vegna var ákveðið að næsta plata héti ekki neitt, það átti ekkert að standa á henni, ekkert hljómsveitarnafn og ekkert plötuheiti heldur, en þess í stað væru hún kynnt með fjórum mismunandi táknum sem hver og einn liðsmaður myndi velja fyrir sig. Það var gítarleikarinn Jimmy Page sem kom með þessa hugmynd. Tímaritið Classic Rock útnefndi plötuna bestu plötu allra tíma árið 2001 og aftur 2006. Platan náði í sínum tíma toppsæti breska vinsældalistans og öðru sæti í Bandaríkjunum en hefur í dag selst í 23 milljónum eintaka bara í Bandaríkjunum. Við heyrum 3 og jafnvel 4 lög af plötunni í þættinum. Óskalagasíminn verður opnaður (5687-123) um kl. 20; GARG-fréttir eru á sínum stað og A+B er svo að þessu sinni með Fræbblunum.

Further episodes of Füzz

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV