Jón Bjarki Bentsson - Tool og Radiohead - a podcast by RÚV

from 2020-03-13T19:23

:: ::

Gestur þáttarins að þessu sinni er Jón Bjarki Bentsson aðal hagfræðingur Íslandsbanka. Hann mætir með uppáhalds ROKKplötuna kl. 21.00 Við fáum lag frá vini þáttarins kl. 19.45 og plata þáttarins sem við heyrum amk. þrjú lög af er önnur plata Radiohead, The Bends, sem kom út fyrir nákvæmlega 25 árum. Þessi tímamótaplata kom semssagt út 13. Mars árið 1995 á vegum Parlaphone í Bretlandi og Capitol Records í Ameríku. Upptökustjóri var John Leckie og upptökumaður var Nigel Goodrich sem hefur unnið sem upptökustjóri með Radiohead að öllum þeirra plötum síðan. Og umslagið hannaði maður sem heitir Stanley Donwood sem hefur gert öll umslög Radiohead síðan ásamt söngvaranum Thom Yorke. Það er annar stíll og stefna á The Bends en á fyrstu Radiohead plötunni, Pablo Honey sem kom út 1993. Það er minna Grugg í gangi og annað sánd. Meiri hljómborð og skrýtnari og sérkennilegri gítarar. Það er fullt af lögum á The Bends sem heyrast enn reglulega í útvarpi um allan heim, og fimm laga plötunnar voru gefin út á smáskífum sem náðu inn á vinsældalista, lögin My Iron Lung, High and Dry, Fake Plastic Trees, Just, og Street Spirit (Fade Out) sem er fyrsta lag Radiohead sem náði inn á topp 5 á breska vinsældalistanum. Platan fór hæst í fjórða sæti breska plötulistans en náði ekki þá að fylgja eftir vinsældum lagsins Creep sem er á P Pablo Honey og er enn sungið á söngkeppnum ungs fólks um allan heim. Platan fór t.d. aldrei hærra en í sæti 88 á Bandaríska vinsældalistanum, en hefur síðan selst jafnt og þétt um allan heim og er gríðarlega hátt skrifuð plata almennt. Platan er frábær, fékk frábæra dóma á sínum tíma og Rolling Stone setti hana í 110 sæti yfir bestu plötur allra tíma í lista sem var settur saman árið 2003.

Further episodes of Füzz

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV