Kolbrún - Nina Hagen, Black Sabbath og Beatles - a podcast by RÚV

from 2019-11-29T19:23

:: ::

Gestur þáttarins að þessu sinni Kolbrún Halldórsdóttir leikstjóri, fyrrverandi þingmaður og ráðherra með meiru. Hún mætir með uppáhalds ROKKplötuna sína klukkan 21.00 Plata þáttarins er Master of Reality, þriðja plata Black Sabbath í tilefni af Black Friday - svörtum föstudegi. Platan kom út 21. Júlí 1971 og er talin ein af hornsteinum Doom metal, stoner rokksins og Sludge metalsins. Hún var tekin upp í Island studios frá febrúar til apríl 1971. Upptökustjóri var Rodger Bain sem hafði líka stjórnað upptökum á fyrri plötunum tveimur, en þetta var síðasta platan sem hann gerði með þeim þar sem gítarleikarinn Tony Iommi tók yfir upptökustjórnina á næstu plötum. Platan hefur í dag selst í rúmum tveimur milljónum eintaka í Bandaríkjunum einum og hún var fyrsta og eina plata Sabbath sem náði inn á topp 10 á bandaríska vinsældalistanum í 42 ár, eða þar til platan 13 kom út 2013. 13 er nítjánda plata Black Sabbath. Platan náði fimmta sæti í Bretlandi og því áttunda í Bandaríkjunum, en þrátt fyrir að seljast vel fékk hún ekki allstaðar góða dóma á sínum tíma. Robert Christgau gaf plötunni vonda einkunn í Village Voice og Lester Bangs skrifaði í Rolling Stone að platan væri mónótónísk og síðri en platan á undan, en textarnir væru reyndar aðeins skárri og opinberuðu betur en áður hvað þessi hljómsveit stæði fyrir. Óskalagasíminn verður opnaður (5687-123) um kl. 20 og A+B er svo að þessu sinni með The Beatles. Þetta var svo spilað: Vintage Caravan - On the run Pink Street Boys - Út á dansgólf (Skórnir eru alelda) Smasming Pumpkins - Today Dimma - Þögn Rolling Stones - Monkey man Kula Shaker - Grateful when you?re dead (Jerry was there) Supergrass - Pumping on your stereo VINUR ÞÁTTARINS Fleetwood Mac - Oh well (part one) SÍMATÍMI AC/DC - Let there be rock Sálin Hans Jóns Míns - Óður (óskalag) Black Sabbath - Sweet leaf (plata þáttarins) Ham - Haf trú (óskalag) Big Thief - Not Humble Pie - As safe as yesterday is (óskalag) Él - Ekkert plan Black Sabbath - Children of the grave (plata þáttarins) GESTUR FÜZZ - KOLBRÚN HALLDÓRSDÓTTIR Smithereens - Blood and roses KOLLA II Nina Hagen - Wie leben KOLLA III Nina Hagen - Wir leben immer Black Sabbath - Solitude (plata þáttarins) A+B The Beatles - Something (A) The Beatles - Come together (A) Steve Winwood - Dear mr. fantasy (óskalag)

Further episodes of Füzz

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV