Margrét Gústavs - Rokk í Reykjavík og AC/DC - a podcast by RÚV

from 2018-10-26T19:23

:: ::

Gestur Füzz í kvöld er Margrét Hugrún Gústavsdóttir fjölmiðlakona. Margrét hefur lengi skrifað fyrir hina og þessa miðla auk þess að hafa verið með þætti á Rás 2 í eina tíð og plötusnúður á Tuttuguogtveimur. Margrét lék líka aðal kvenhlutverkið í Sódómu Reykjavík á sínum tíma. Hún mætir með uppáhalds ROKKplötuna sína um kl. 21. Hún heitir Rokk í Reykjavík. Plata þáttarins er plata AC/DC; Black ice, sem var í fyrsta sæti á breska vinsældalistanum í þessari viku fyrir áratug. Black Ice er 15ánda stúdíóplata AC/DC, en 14ánda platan sem gefin var út um allan heim. Hún kom út 17. Október 2008 og fór beina leið í toppsæti breska listans. Black Ice er í öðru sæti yfir mest seldu plöturnar í heiminum árið 2008 á eftir Coldplay plötunni Viva la vida or Death and all his friends. Í september 2008 höfðu selst rúmar 6 milljónir eintaka. Platan var tilnefnd til allskyns verðlauna, Brit, Juno og Grammy-verðlauna og lagið War Machine vann til Grammy verðlauna í flokknum Best Hard rock performance. Plötunni var fylgt eftir með tónleikaferð um allan heim sem stóð til ársins 2010. Upptökustjóri plötunnar er Brendan O´Brien og þeta var fyrsta plata AC/DC síðan árið 2000 og þetta er síðasta plata AC/DC sem skartar gullaldarliði sveitarinnar sem gerði t.d. Back in Black 1980, en ryþmagítarleikarinn og hljómsveitarstjórinn Malcolm Young hætti í hljómsveitinni í september eftir að hafa verið greindur með heilabilun sem dró hann svo til dauða árið 2017. Síðla árs 2016 var Angus Young orðinn einn eftir af þessari útgáfu hljómsveitarinnar en nú eru allir eftirlifandi liðsmenn sveitarinnar búnir að vera í hljóðveri að taka upp plötu segir sagan. Og plötuna er verið að vinna uppúr upptökum sem Malcolm Young spilaði inná fyrir næstum 15 árum síðan. Óskalagasíminn verður opnaður (5687-123) um kl. 20; GARG-fréttir eru á sínum stað og A+B er svo að þessu sinni með Kiss.

Further episodes of Füzz

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV