Metallica - Kill Em All - a podcast by RÚV

from 2022-02-11T19:23

:: ::

Plata Þáttarins er Kill Em All ? fyrsta plata rokkrisanna í Metallica, en Cliff Burton upphaflegi bassaleikari Metallica hefði orðið sextugur í gær (10. febrúar) ef hann hefði lifað. Platan kom út 25. Júlí 1983 og mörgum gömlum aðdáendum Metallica þykir vænst um þessa fyrstu plötu sveitarinnar. Metallica kmeur upphaflega frá Los Angeles og þar voru fyrstu tónleikanrir spilaðir en svo færðu þeir sig til San Fransisco í þeim tilgangi fyrst og fremst að fá Cliff Burton í bandið, en hann bjó þar. Strákarnir tóku upp demó sem þeir kölluðu No life til leather árið 1982 sem komst í hendurnar á John Zazula forsprakka Megaforce útgáfunnar. Hann vildi gefa út með þeim plötu og strákarnir fóru til new York í Music America Studios ásamt upptökustjóranum Paul Curcio og tóku plötuna upp. Hún átti upphaflega að heita Metal up your ass og umslagið sýndi hendi sem hélt á hnífi ofan í klósettskál, en bæði umslaginu og nafninu var breytt í Kill Em All. Það þótti aðeins penna. Metallica fylgdi plötunni eftir með tveggja mánaða tónleikaferð ásamt ensku þungarokksveitinni Raven um Bandaríkin. Ári eftir útgáfu hafði platan selst í 60.000 eintökum um allan heim en hún náði ekki innbandaríska vinsældalistann fyrr en árið 1986 og fór hæst í 166. Sæti, en þá var þriðja platan - Master of Puppets komin út, og með henni má segja að Metallica hafi slegið fyrst í gegn. Kill Em All þykir í dag tímamótaplata og hefur selst í milljónum eintaka.

Further episodes of Füzz

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV