Neil Young & Crazy Horse, Steppenwolf ofl. - a podcast by RÚV

from 2019-07-05T19:23

:: ::

Það er enginn gestur í Fuzz í kvöld - en þeim mun meira af músík - meiri músík -minna mas! Plata þáttarins er plata Neil Young sem kom út fyrir 40 árum síðan og heitir Rust never sleeps. Platan kom út 22. Júní 1979 á vegum Reprise útgáfunnar og þykir ein af hans bestu. Þetta er að mörgu leiti merkileg plata sem er að hluta tekin upp á tónleikum í Borading House í San Fransisco í tónleikaferð Neil og Crazy Horse síðla árs 1978 en svo er einu og öðru bætt inn eftirá. Helmingur plötunnar er órafmagnaður en hinn mjög rafmagnaður. Við ætlum bara að heyra lög af rafmögnuðu - B-hliðinni í Füzz í kvöld. Sama lagið opnar og lokar plötunni. My My, Hey Hey (out of the blue - órafmagnað) og Hey Hey, My My (into the black - rafmagnað). B-hliðin var tekin upp á ýmsum tónleikum haustið 1978. Neil notaði þennan frasa; „Rust never sleeps“ sem konsept fyrir tónleikaferðina sem hann fór ásamt Crazy Horse 1978 og var einskonar leikhúskryddaður túr með proppsi og stælum. Rust never sleeps kemur upphaflega frá Rust-Oleum málningu en Neil heyrði Mark Mothersbaugh úr hljómsveitini Devo nota þetta þegar Neil var að vinna með Devo nokkru fyrr. Neil gerði tónleikakvikmynd á þessum sama tíma sem hann leikstýrði sjálfur og heitir líka Rust Never Sleeps. Og síðla árs 1979 kom út tónleikaplatan Live Rust sem hefur að geyma upptökur af nýjum og eldri lögum Neil eins og hann spilaði þau með Crazy Horse 1978. Við heyrum nokkur lög af Rust Never Sleeps í kvöld og A+B með Steppenwolf. Þar fyrir utan heyrist Deep Purple, Gar Clarke Jr. Sólstafir, Dimma, Bootlegs, Rory Gallagher, Jack White, U2, Ramones, Dropkick Murphys, Brian Fallon, ZZ Top, Joyous Wolf, King Gizzard and the Lizard Wizard, Wolfmother, Jerry Lee Lewis, Robert Plant ofl.

Further episodes of Füzz

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV