Þorleifur Gaukur - AC/DC og Kiss - a podcast by RÚV

from 2019-05-24T19:23

:: ::

Gestur þáttarins að þessu sinni er Tónlistarmaðurinn og munnhörpu-séníið Þorleifur Gaukur Davíðsson. Gaukur er nýútskrifaður úr Berklee College of Music auk þess sem hann hefur verið að túra heilmikið með Kaleo undanfarin ár. Hann mætir með uppáhalds ROKKplötuna sína klukkan 21.00 Plata þáttarins er Dynasty með Kiss sem var 40 ára í gær, kom út 23. Maí 1979 en á henni er eitt al-þekktasta lag Kiss, diskó-rokkarinn I was made for lovin´ you sem gítarleikarinn og söngvarinn Paul Stanley samdi. Stanley vildi að sveitin dýfði sér örlítið í diskóið sem var í algleymingi á þessum tíma og upphaflega átti diskó kóngurinn Giorgio Moroder að stjórna upptökum á plötunni en af því varð ekki. Dynasty er sjöunda breiðskífa Kiss, tekin upp í Electric Lady Studions og Record Plant Studios í New York. Upptökustjóri v ar Vini nokkur Poncia sem hafði gert það nokkuð gott sem lagasmiður og samið lög fyrir fólk eins og Jackie DeShannon, Mörthu Reeves og Tommy James auk þess sem hann var hægri hönd Ringo Starr músíklega á þessum tíma. Dynasty þykir ekki fullkomin plata og er langt í frá ein af bestu plötum Kiss, en hún er hugsanlega sú plata sem fjölgaði ungum aðdáendum mest. Hún er t.d. fyrsta platan sem umsjónarmaður Füzz keypti sjálfur fyrir sína eigin peninga (fékk þá reyndar lánaða hjá föðurbróður sínum) þegar hann var 11 ára gamall. Dynasty er fyrsta plata Kiss þar sem liðsmenn hljómsveitarinnar spila ekki allir saman í öllum lögunum. Trommarinn Pete Criss spilar t.d. bara í einu lagi á plötunni, laginu Dirty livin sem hann syngur líka. Criss lenti í bílslysi árið áður g það hafði áhrif á getu hans til að spila á trommurnar. Liðsmenn Kiss hafa sagt í viðtölum á síðari árum að þarna hafi þeir hlustað of mikið á utanaðkomandi aðila í stað þess að snúa bökum saman og vera Kiss. Gene Simmons hefur oft sagt að hann þoli t.d. ekki I was made for lovin´ you, en það er samt eitt af lögunum sem er spilað á öllum tónleikum Kiss enn þann dag í dag. Dynasty var fyrsta plata Kiss í tvö ár, en Love Gun var næsta plata á undan (1977). Í millitíðinni kom reyndar út tónleikaplatan Alive II auk þess sem allir liðsmenn Kiss sendu frá sér uppstrílaðar sólóplötur 18. September 1978. Vini Poncia stjórnaði upptökum á plötu Peter´s Criss og tromarinn Anton Fig sem trommar í raun á Dynasty trommaði á plötu gítarleikarans Ace Frehley. Óskalagasíminn verður opnaður (5687-123) um kl. 20 og A+B er svo að þessu sinni með Joyous Wolf frá Kaliforníu. Þetta var spilað í kvöld: 200.000 Naglbítar - Sól gleypir sær Rolling Stones - She´s so cold U2 - Elevati

Further episodes of Füzz

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV