Páll Rósinkranz - AC/DC og Neil Young & Crazy Horse - a podcast by RÚV

from 2020-01-31T19:23

:: ::

Gestur þáttarins að þessu sinni er Páll Rósinkranz söngvari úr Jet Black Joe m.a. Hann mætir með uppáhalds ROKKplötuna kl. 21.00 Plata þáttarins sem við heyrum amk. þrjú lög af er Ragged Glory með Neil Young & Crazy Horse sem kom út fyrir 30 árum síðan. Platan sem er átjanda plata Neil Young og sjötta platan hans með Crazy Horse kom út 9. september 1990. Upptökur fóru fram í apríl 1990 á búgarði Neil?s; Broken Arrow ranch, í Kaliforníu og upptökurnar fóru þanig fram að Neil og bandið spiluðu lagarunu tvisvar á dag í tvær vikur, spiluðu aldrei sömu lögin tvisvar í hverju rennsli og síðan voru bestu tökurnar valdar - allt tekið upp „læv“. Með þessari aðferð sagði Neil að hann hafi tekið alla hugsun frá hljómsveitinni og tilfinningin látin ráða för. Platan minnir sándlega á fyrri plötur Neil með Crazy Horse, sér í lagi Everybody Knows This Is Nowhere frá 1969 og Zuma frá 1975. Fyrstu tvö lög plötunar, Country Home og White Line voru gömul lög sem sveitin hafði spilað á tónleikum uppúr 1970 og eitt laganna, Farmer John, er lag frá sjöunda áratugnum sem R&B dúóið Don and Dewey gerðu frægt á sínum tíma, en bresku Searchers gáfu líka út, sem og garage-rokkbandið The premiers. Lagið Days that used to be sem er að finna á Ragged Glory sagði Neil að væri undir áhrifum frá Dylan-laginu My back pages. Hann flutti það lag á tónleikunum í Laugardalshöll sumarið 2015 og tvö önnur lög af plötunni, Love and only love og Love to burn. Að margra mati er Ragged Glory ein besta plata Neil Young frá upphafi, kraftmikil rokk og gítarplata. Óskalagasíminn verður opnaður (5687-123) um kl. 20 Lagalistinn: Jet Black Joe - Take me away Neil Young & Crazy Horse - Country home (plata þáttarins) RUSH - Tom Sawyer Fontaines D.C. - Sha sha sha Corrosion of Confirmity - Albatross Metallica - Until it sleeps (S&M) Sólstafir - Hvít sæng (std. 12 fyrr í dag) VINUR ÞÁTTARINS The Hunter Ronson Band - Women?s intuition SÍMATÍMI Metallica og sinfó - Until it sleeps Small Faces - Song of baker (óskalag) David Bowie - Running gun blues (óskalag) Peter Gabriel - Family snapshot (óskalag) Krónika - Glóð (óskalag) Neil Young & Crazy Horse - Love and only love (plata þáttarins) PÁLL RÓSINKRANZ GESTUR FUZZ Jet Black Joe - Fuzz PÁLL II AC/DC - Riff raff PÁLL III AC/DC - Whole lotta Rosie The 1975 - Give yourself a try Gary Clarke Jr. - This land Blacktop Mojo - Lay it on me (óskalag) Neil Young & Crazy Horse - Love to burn (plata þáttarins)

Further episodes of Füzz

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV