Rolling Stones - Tattoo You - a podcast by RÚV

from 2021-08-27T19:23

:: ::

Plata þáttarins sem við heyrum amk. þrjú lög af er Tatto You, átjánda hljóðversplata Rolling Stones, kom út 24. Ágúst 1981 ? fyrir 40 árum og þremur dögum. Gestur þáttarins að þessu sinni er enginn en vinur þáttarins sendir pistil og lag og óskalagasíminn opnar kl. 20.00 - 5687123. Já við tökum ofan fyrir Charlie Watts í Füzz í kvöld með því að velja plötu með Rolling Stones plötu þáttarins og spila af henni nokkur lög auk þess sem Birgir Baldursson trommuleikari flytur okkur pistil um Charlie og minnist hans. Tatto You er virkilega fín plata og það er svolítið merkilegt í ljósi þess að hún hefur að geyma hin og þessi lög sem hljómsveitin hafði tekið upp áratuginn á undan en ekki sett á plöturnar sínar. Þetta er hrærigrautur af afgöngum í rauninni. En á tatto You er líka að finna eitt þekktasta lag Rolling Stones, lagið Start me Up sem náði öðri sæti bandaríska vinsældalistans á sínum tíma. Rolling Stones spilaði mikið á þeim tíma þegar þessi plata var að fæðast og bæði það og ósamkomulag milli manna í hljómsveitinni olli því að það var erfitt að gera þessa plötu og ekki mikil stemning fyrir því að koma saman og semja ný lög. Þess vegna var farið í að skoða gamlar upptökur, demó og hálfkláruð lög frá fyrri upptökulotum undanfarins áratugar og ýmislegt tínt til. Svo mættu menn í hljóðver þegar þeir máttu vera að og eða voru í stuði til þess og gerðu sitt til að klára þessi mikið til gömlu lög. Þarna samanstóð bandið af Mick Jagger, Keith Richards, Bill Wyman, Charlie Wattas og Ron Wood, en Mick Taylor sem sagði skilið við bandið í desember 1974 spilar í tveimur lögum á plötunni og annað þeirra er hið frábæra Waiting on a friend. Hljómborðs og píanóleikararnir Nicky Hopkins, ian Stewart og Billy Preston spila líka á plötunni. Platan fékk frábæra dóma þegar hún kom út og seldist líka vel, fór á toppinn á bandaríska vinsældalistanum t.d. og var síðasta plata Rolling Stones til að komast á toppinn þar. Árið 1989 þegar níundi áratugurinn var gerður upp af Rolling Stone tímaritinu lenti Tatto You í 34. Sæti yfir bestu plötur áratugarins. Og 2003 setti Rolling Stone hana í 211. sæti yfir bestu plötur allra tíma. Platan fékk Grammy verðlaun á sínum tíma fyrir umslagið.

Further episodes of Füzz

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV