Mr. Big - Slash - Uriah Heep og Snorri Barón - a podcast by RÚV

from 2018-08-24T19:23

:: ::

Umsjón Hlynur Ben Gestur þáttarins er hinn eini sanni Snorri Barón Jónson, umboðsmaður íþróttamanna, auglýsingamaður og rokkunnandi. Hann mætir að sjálfsögðu með uppáhalds rokkplötuna sína og það er engin smá perla. Við fræðumst um Mr. Big sem er stórkostlegt band með dyggan aðdáendahóp en er þó líka eitt af fórnarlömbum eins-smellungs-örlaganna hörmulegu. Þrátt fyrir flottan katalók af músík þá eiga þeir eitt lag sem allir þekkja og í flestum tilfellum þekkir almenningur lagið en veit ekkert um flytjandann. Í fyrra gáfu þeir út lag sem fjallaði um gullárið mikla er Mr. Big sló í gegn og allt það sem fylgdi í kjölfarið. Plata þáttarins í þetta skiptið er Demons and Wizards, fjórða plata Uriah Heep sem kom út á því herrans ári 1972. Snillingurinn Ken Hensley fagnar 73 ára afmælinu í dag og hann stóran þátt í gerð Demons and Wizards sem inniheldur meðal annars eitt vinsælasta lag sveitarinnar, Easy Livin'. Ég ætla að fjalla aðeins um Ken sjálfan og að sjálfsögðu um plötuna líka. Við heyrum glænýtt efni frá Íslandsvinunum Slash, Myles Kennedy og The Conspirators sem eiga A+B - smáskífu þáttarins. Léttar fréttir úr rokkheimum í bland við gamlar góðar sögur úr gullkistunni, óskalögin ykkar og auðvitað heill hellingur af eðal tónlist sem keyrir okkur inn í helgina á réttum nótum. Þetta getur ekki klikkað! LAGALISTINN: Hungur - Skepna Cold as ice - Foreigner One way or another - Blondie 1992 - Mr. Big To be with you - Mr. Big Easy livin' - Uriah Heep (plata þáttarins) Einmanna - SSSól Dr. Feelgood - Mötley Crüe Hush - Kula Shaker 200.000 naglbítar - 200.000 naglbítar Rosalie (Cowgirl's song) - Thin Lizzy - A+B A. Mind your manners - Slash feat. Myles Kennedy&The Conspirators B. Driving rain - Slash feat. Myles Kennedy&The Conspirators - Jón pönkari - Utangarðsmenn Bergmál - Dimma Machinery - Wulfgang (óskalag) All my life - Uriah Heep (plata þáttarins) Into the void - Black Sabbath (óskalag) My Iron lung - Radiohead (óskalag) Blodstone - Judas Priest (óskalag) - Sun king - The Cult Sweet soul sister - The Cult - Tush - ZZ Top The Wizard - Uriah Heep (plata þáttarins) Got the life - Korn Hey bulldog - The Beatles Hardwired - Metallica Youth gone wild - Skid Row Square hammer - Ghost Wanted dead or alive - Bon Jovi

Further episodes of Füzz

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV