ZZ Top - Tres Hombres - a podcast by RÚV

from 2020-04-03T19:23

:: ::

Það er enginn gestur í kvöld en við fáum lag frá vini þáttarins kl. 19.45, óskalagasíminn opnar kl. 20.00 og plata þáttarins sem við heyrum amk. þrjú lög af er Tres Hombres, þriðja plata ZZ Top sem kom út 1973. Og svo klukkan 21.10 skiptum við yfir í Hörpu á tónleika með Skítamóral, en þeir eru að hita sig upp fyrir 30 ára afmælistónleika sem fara fram í Eldbog 16. Júní nk. Í kvöld eru þeir að máta sviðið og öllum íslendingum er boðið. Tónleikarnir eru í beinni á Rás 2 og á Rúv2. En Tres Hombres er skemmtileg plata. Bandið fékk upptökumanninn Terry Manning til að vinna hana með sér en upptökustjóri var skráður umboðsmaður sveitarinnar, Bill Ham. Tres Hombres er spænska og þýðir; Þrír menn. Í ZZ Top voru og hafa alltaf verið þrír menn, sömu þrír; Billy F. Gibbons (gítar), Frank Beard (trommur) og Dusty Hill (bassi). Tres Hombres er platan sem vakti athygli á ZZ Top um allan heim. Hún kom út í júlí 1973 og náði 8. Sæti Billborad listans, og lagið La Grange fór hæst í 41. sæti smáskífulista Billboard. Billy Gibbons hefur sagt að þessi plata hafi breytt öllu fyrir hljómsveitina - þarna hafi þeim opnast ótal dyr sem hafi staðið þeim opnar allar götur síðan. Þeyr - Life transmission Vintage Caravan - Reflections Led Zeppelin - Rock?n roll Nirvana - You know you?re right Iron Maiden - The Evil that men do Stone the Crows - Big Jim Salter Primal Scream - It?s alright - it?s ok SÍMATÍMI The Undertones - Teenage kicks ZZ Top - Master of sparks Rush - Tom Sawyer (óskalag) Tommy Bolin - People people (óskalag) Wolfmother - Woman (óskalag) Elvis Presley - Burning love (óskalag) ZZ Top - Jesus just left Chicago Bruce Springsteen - Badlands Pond - Eleganst design (óskalag) Rookie - Hold on tight Neil Young & Crazy Horse - Over and over SKÍTAMÓRALL Í ELDBORG Heima Aldrei ein Myndir Drakúla Sælan Ennþá (Birgitta Haukdal) Tell me (Birgitta Haukdal) Hún Silicon Þú ert ein af þeim Æði Þú veist hvað ég meina mær Skjóttu mig í nótt Þegar ykkur langar (Viktor) Fljúgum áfram Farin Aldrei ein

Further episodes of Füzz

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV