DÆGRASTYTTING: sögur - a podcast by RÚV

from 2020-03-27T16:05

:: ::

„Afar vitur Austurlandabúi bað hið Guðdómlega um að hlífa sér við því að lifa merkilega tíma. Þar sem við erum ekki vitur hefur hið Guðdómlega ákveðið að hlífa okkur ekki og við lifum áhugaverða tíma. Og þetta sögulega tímabil þvingar okkur til þess að veita sér athygli.“ Nú, þegar við sætum öll samkomubanni, í fyrsta sinn síðan árið 1918, og mörg okkar eyða tíma sínum að mestu eða alfarið innan fjögurra veggja og í litlu samneyti við aðra menn - hvað ætlum við þá að hafa fyrir stafni? Við ætlum sem sagt að skoða dægrastyttingu í þessari nýju stuttþáttarröð Glans. Hvað gerum við okkur til dægrastyttingar? Hvað gerðum við hér áður fyrr? Voru dægrastyttingar og áhugamál frábrugðin því sem nú viðgengst? Höfðum við tíma fyrir slíkt? Hafa sögur sérstakt mikilvægi fyrir íslensku þjóðina? Geta allir sagt sögur?

Further episodes of Glans

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV