DÆGRASTYTTING: vinnandi fólk - a podcast by RÚV

from 2020-04-17T16:05

:: ::

Athugið að fjallað er um uppstoppun dýra í Glans í dag og umfjöllunarefnið ekki allra. Viðkvæmir eru því sérstaklega varaðir við. Við ræðum við Kristján Hrein Stefánsson, betur þekkur sem Kristján frá Gilhaga í þessum síðasta þætti Glans um áhugamál. Kristján er sannkallaður þúsundþjalasmiður og hefur unnið hin ýmsu störf í gegnum tíðina ásamt því að sinna fjöldanum allum af áhugamálum, allt frá ritstörfum og skemmtanastjórnun í uppstoppun hinna ýmsu dýrategunda. Má þar meðal annars nefna fugla, sauðfé, nautgripi, hunda og seli. Þeirra á meðal er kind með tvö höfuð og hefur Kristján hefur stoppað upp rúmlega 370 kindahausa. Hvernig lærir maður að stoppa upp dýr? Hvernig er það gert? Hvers vegna vill fólk hafa hjá sér uppstoppuð dýr? Er fólk gagnrýnið á iðnina? Breytist eitthvað þegar áhugamál verður að atvinnu? Við tökum svo fyrir spánýtt umfjöllunarefni í Glans í næstu viku.

Further episodes of Glans

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV