TÍMAFLAKK: III - a podcast by RÚV

from 2020-05-08T16:05

:: ::

Í nýrri stuttþáttaröð Glans er farið með hlustendur á eins konar tímaflakk. Af handahófi gröfum við upp gömul hljóðbrot úr safni RÚV og hlustum á þau með eyrum ársins 2020. Rætt er við samtímafólk og þegar kostur gefst, einhvern sem tengist umræddri upptöku. Í þætti dagsins er meðal annars hugað að myrkri, nóttu, og þeim sem starfa er aðrir sofa. Við rifjum upp viðtal við Geir Guðmundsson, næturvörð Landsbankans frá 1959. Rætt var um draugagang, myrkrið, og að sjálfsögðu næturgöltrið í kringum Austurstræti um helgar. Við heyrum í starfandi öryggisverði í bankanum, Stefáni Elinbergssyni og athugum hvort hann tengi við frásögn og reynslu Geirs af starfinu. Við heyrum einnig viðtal við Gísla (heitinn) Jónsson, bónda á Hofi í Svarfaðardal. Gísli fæddist árið 1869. Hann rifjar upp fyrstu minningu sína en hún er frá afar merkilegum atburði í Íslandssögunni; Þjóðhátíð 1874. Hann er einnig spurður út í þær gríðarmiklu samfélags-, samgöngu-, og tæknibreytingar sem hann varð vitni að frá síðari hluta 19. aldar og fram á miðja 20. öld. Hann nefndi þá lýsingu með lýsislömpum, fyrir tilkomu steinlampa og rafmagns. Við bregðum á það ráð að hringja í Þjóðminjasafnið og fræðumst nánar um lýsislampa. Rætt er við Ágúst Ólaf Georgsson, sérfræðing hjá Þjóðháttasafni Þjóðminjasafns Íslands. Umsjónarmaður: Anna Gyða Sigurgísladóttir

Further episodes of Glans

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV