Guð-spjall, 14. þáttur: Skapa fötin manninn? Vondir tímar, víndrykkja og vonin - a podcast by Steinunn A Björnsdóttir

from 2020-10-22T20:00:43

:: ::

Spjall um texta sunnudagsins 25. október. Þar er boð í brúðkaupsveislu, brenna og morð, "þetta eru  vondir tímar" segir postullinn, en samt er megináherslan á boð í veislu þar sem allt er ókeypis - og á veisluklæðin. Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir og sr. Sveinn Valgeirsson spjalla um textana á léttum nótum.


Textarnir sem eru til umræðu: 


Lexía: Jes 55.1-5

Komið, öll sem þyrst eruð, komið til vatnsins

og þér sem ekkert fé eigið, komið,

komið, kaupið korn og etið,

komið, þiggið korn án silfurs

og endurgjaldslaust, bæði vín og mjólk.

Hvers vegna reiðið þér fram silfur fyrir það sem ekki er brauð

og laun erfiðis yðar fyrir það sem ekki seður?

Hlýðið á mig, þá fáið þér hina bestu fæðu

og endurnærist af feitmeti.

Leggið við hlustir og komið til mín,

hlustið, þá munuð þér lifa.

Ég ætla að gera við yður ævarandi sáttmála

og miskunn mín við Davíð mun stöðug standa.

Ég gerði hann að vitni fyrir þjóðirnar,

að höfðingja og stjórnanda þjóðanna.

Sjá, þú munt kveðja til þjóðir sem þú þekkir ekki

og þjóðir, sem ekki þekkja þig, munu skunda til þín

vegna Drottins, Guðs þíns, Hins heilaga Ísraels,

því að hann hefur gert þig vegsamlegan.



Pistill: Ef 5.15-21

Hafið því nákvæma gát á hvernig þið breytið, ekki sem fávís heldur sem vís. Notið hverja stund því að dagarnir eru vondir. Verið því ekki óskynsöm heldur reynið að skilja hver sé vilji Drottins. Drekkið ykkur ekki drukkin af víni, það leiðir aðeins til spillingar. Fyllist heldur andanum og ávarpið hvert annað með sálmum, lofsöngvum og andlegum ljóðum. Syngið og lofið Drottin af öllu hjarta og þakkið jafnan Guði, föðurnum, fyrir alla hluti í nafni Drottins vors Jesú Krists.



Sýnið Kristi lotningu og hvert öðru auðsveipni:



Guðspjall: Matt 22.1-14

Þá tók Jesús enn að segja þeim dæmisögu: „Líkt er um himnaríki og konung einn sem gerði brúðkaup sonar síns. Hann sendi þjóna sína að kalla boðsgestina til brúðkaupsins en þeir vildu ekki koma. Aftur sendi hann aðra þjóna og mælti: Segið boðsgestunum: Veislu mína hef ég búið, uxum mínum og alifé er slátrað og allt er tilbúið, komið í brúðkaupið. En boðsgestirnir skeyttu því ekki. Einn fór á akur sinn, annar til kaupskapar síns en hinir tóku þjóna hans, misþyrmdu þeim og drápu.

Konungur reiddist, sendi út her sinn og lét tortíma morðingjum þessum og brenna borg þeirra. Síðan segir hann við þjóna sína: Brúðkaupsveislan er tilbúin en boðsgestirnir voru ekki verðugir. Farið því út á stræti og torg og bjóðið í brúðkaupið hverjum þeim sem þið finnið. Þjónarnir fóru út á vegina og söfnuðu öllum, sem þeir fundu, vondum og góðum, svo að brúðkaupssalurinn varð alskipaður gestum.

Konungur gekk þá inn að sjá gestina og leit þar mann sem var ekki búinn brúðkaupsklæðum. Hann segir við hann: Vinur, hvernig ert þú hingað kominn og ert ekki í brúðkaupsklæðum? Maðurinn gat engu svarað. Konungur sagði þá við þjóna sína: Bindið hann á höndum og fótum og varpið honum í ystu myrkur. Þar verður grátur og gnístran tanna. Því að margir eru kallaðir en fáir útvaldir.“

Further episodes of Guð-spjall

Further podcasts by Steinunn A Björnsdóttir

Website of Steinunn A Björnsdóttir