Guð-spjall, 23. þáttur: Barnamorðin og blessaður þjóðsöngurinn - a podcast by Steinunn A Björnsdóttir

from 2020-12-30T21:25:58

:: ::

Af fjölmörgum textum jóla veljum við tvo. Samræður fara vítt um svið og við sögu koma Heródes, Kleópatra og samtímafólk þeirra en einnig Matthías Jochumsson og sálmurinn Lofsöngur sem varð að þjóðsöng - líka vers tvö, sem er aldrei sungið. Áramót eru tími til að rifja upp tímamótaviðburði.


Guðspjall Barnadagsins,  Matt 2.13-18

Þegar vitringarnir voru farnir þá vitrast engill Drottins Jósef í draumi og segir: „Rís upp, tak barnið og móður þess og flý til Egyptalands. Þar skaltu vera uns ég segi þér því að Heródes mun leita barnsins til að fyrirfara því.“

Jósef vaknaði, tók barnið og móður þess um nóttina og fór til Egyptalands. Þar dvöldust þau þangað til Heródes var allur. Það átti að rætast sem Drottinn lét spámanninn segja: „Frá Egyptalandi kallaði ég son minn.“

Þá sá Heródes að vitringarnir höfðu gabbað hann og varð afar reiður, sendi menn og lét myrða öll sveinbörn í Betlehem og nágrenni hennar, tvævetur og yngri en það svaraði þeim tíma er hann hafði komist að hjá vitringunum.

Nú rættist það sem Jeremía spámaður hafði sagt fyrir um:

Rödd heyrist í Rama,

harmakvein, beiskur grátur.

Rakel grætur börnin sín,

hún vill ekki huggast láta,

því að þau eru ekki framar lífs.




Lexía á Gamlársdag: Slm 90.1b-4, 12

Drottinn, þú hefur verið oss athvarf

frá kyni til kyns.

Áður en fjöllin fæddust

og jörðin og heimurinn urðu til,

frá eilífð til eilífðar ert þú, ó Guð.

Þú lætur manninn hverfa aftur til duftsins

og segir: „Hverfið aftur, þér mannanna börn.“

Því að þúsund ár eru í þínum augum

sem dagurinn í gær, þegar hann er liðinn,

já, eins og næturvaka.



Kenn oss að telja daga vora,

að vér megum öðlast viturt hjarta.

Further episodes of Guð-spjall

Further podcasts by Steinunn A Björnsdóttir

Website of Steinunn A Björnsdóttir