Guð-spjall, 28. þáttur: Vá, það eru konur í Biblíunni! - a podcast by Steinunn A Björnsdóttir

from 2021-02-05T11:51:33

:: ::

Vissir þú að fyrsti Evrópubúi sem tók kristni var kona? Veistu hvað hún hét? Biblían, konurnar og köllunin er þema þessa þáttar sem skoðar texta 2. su. í níuviknaföstu sem jafnframt er Biblíudagurinn.


Textar dagsins: 


Lexía: Jes 48.16-19

Komið til mín og heyrið þetta:

Frá upphafi hef ég aldrei talað í leyndum

og frá því þetta varð hef ég verið hér.

Nú hefur Drottinn Guð sent mig og anda sinn.

Svo segir Drottinn, lausnari þinn,

Hinn heilagi Ísraels:

Ég er Drottinn, Guð þinn,

sem kenni þér það sem gagnlegt er,

leiði þig þann veg sem þú skalt ganga.

Aðeins ef þú hefðir gefið gaum að boðum mínum

væri hamingja þín sem fljót

og réttlæti þitt eins og öldur hafsins,

niðjar þínir væru sem sandur

og börn þín eins og sandkorn.

Nafn þeirra væri hvorki afmáð

né því eytt fyrir augliti mínu.



Pistill: Post 16.9-15

Um nóttina birtist Páli sýn: Maður nokkur makedónskur stóð hjá honum og bað hann: „Kom yfir til Makedóníu og hjálpa okkur!“ En jafnskjótt og hann hafði séð þessa sýn leituðum við færis að komast til Makedóníu þar sem við skildum að Guð hafði kallað okkur til þess að flytja þeim fagnaðarerindið.



Nú lögðum við út frá Tróas, sigldum beint til Samóþrake en daginn eftir til Neapólis og þaðan til Filippí. Hún er helsta borg í þessum hluta Makedóníu, rómversk nýlenda. Í þeirri borg dvöldumst við nokkra daga.Hvíldardaginn gengum við út fyrir hliðið að á einni en þar hugðum við vera bænastað. Settumst við niður og töluðum við konurnar sem voru þar saman komnar. Kona nokkur úr Þýatíruborg, sem sótti samkundu Gyðinga, Lýdía að nafni, er verslaði með purpura, hlýddi á. Opnaði Drottinn hjarta hennar og hún tók við því sem Páll sagði. Hún var skírð og heimili hennar og hún bað okkur: „Gangið inn í hús mitt og dveljist þar fyrst þið teljið mig trúa á Drottin.“ Þessu fylgdi hún fast fram.



Guðpjall: Jóh 4.27-30, 39-43

Í sama bili komu lærisveinar hans og furðuðu sig á því að hann var að tala við konu. Þó sagði enginn: „Hvað viltu?“ eða: „Hvað ertu að tala við hana?“

Nú skildi konan eftir skjólu sína, fór inn í borgina og sagði við menn: „Komið og sjáið mann er sagði mér allt sem ég hef gert. Skyldi hann vera Kristur?“ Þeir fóru úr borginni og komu til hans.

Margir Samverjar úr þessari borg trúðu á hann vegna orða konunnar sem vitnaði um það að hann hefði sagt henni allt sem hún hafði gert.Þegar því Samverjarnir komu til hans báðu þeir hann að staldra við hjá sér. Var hann þar um kyrrt tvo daga.

Og miklu fleiri tóku trú þegar þeir heyrðu hann sjálfan. Þeir sögðu við konuna: „Það er ekki lengur sakir orða þinna að við trúum því að við höfum sjálfir heyrt hann og vitum að hann er sannarlega frelsari heimsins.“



Further episodes of Guð-spjall

Further podcasts by Steinunn A Björnsdóttir

Website of Steinunn A Björnsdóttir