Guðmundur Sigurðsson og orgelin í Hafnarfjarðarkirkju. - a podcast by RÚV

from 2019-04-08T16:05

:: ::

Hátalarinn heimsækir Hafnarfjarðarkirkju og ræðir við Guðmund Sigurðsson organista og kórstjóra. Hann hefur nýverið spilað inn íslensk og erlend verk á plötuna Haf, en á henni hljóma tvö orgel kirkjunnar, sem eru hvort um sig fulltrúar mismunandi tíma tónlistarinnar. Meðal höfunda verkanna eru fyrsti organisti Hafnarfjarðarkirkju - Friðrik Bjarnason, Hugi Guðmundsson, Jóhann Johannsson og Smári Ólason. Ekki má heldur gleyma Jóhanni Pachelbel, Jóhanni Sebastían Bach og George Shearing, sem allir koma við sögu á umræddri plötu. Þá er líka skotið inn einu lagi með húskór Hafnarfjarðarkirkju - Barbörukórnum. Guðmundur ræðir líka starf organistans og hvernig það hefur breyst í tímans rás. Tónlist: Melodía í As dúr - Friðrik Bjarnason Toccata í d moll BWV 538 - J S Bach Prelúdía í e moll - Friðrik Bjarnason Haf - Hugi Guðmundsson Glíma - Jóhann Jóhannsson Ég byrja reisu mína-Hallgrímur Pétursson/Ísl þjóðlag- Barbörukórinn Was Gott tut, das ist wohlgetan-Johann Pachelbel Greinir Jesús um græna tréð - Smári Ólason

Further episodes of Hátalarinn

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV