Podcasts by Hátalarinn

Hátalarinn

Umsjón: Pétur Grétarsson.

Further podcasts by RÚV

Podcast on the topic Kunst

All episodes

Hátalarinn
Blásýra og Jói á hakanum from 2020-11-23T16:05

Sigurður Flosason segir frá nýrri plötu sinnia - Blásýra, sem var að koma út með lögum og textum eftir Sigurð í flutningi nokkurra okkar fremstu söngvara. Einnig talar Arnljótur Sigurðsson við Gunn...

Listen
Hátalarinn
Sverrir Guðjónsson from 2020-11-16T16:05

Sverrir Guðjónsson söngvari og raddlistamaður er gestur þáttarins. Hann segir frá ferlinum, söngferlinum sem hófst þegar hann var barn og hvernig hann fann kontratenórröddina. Einnig spjallar hann...

Listen
Hátalarinn
Agnar Már Magnússon from 2020-11-09T16:05

Agnar Már Magnússon píanóleikari er gestur þáttarins og segir frá nýrri plötu sinni sem geymir íslensk þjóðlög í nýjum útsetningum Agnars fyrir píanótríó og brasssveit. Hann segir frá aðferðum sínu...

Listen
Hátalarinn
Nóvemberlög og Hjörtur Ingvi Jóhannsson from 2020-11-02T16:05

Hörtur Ingvi Jóhannsson píanóleikari er í óða önn að safna saman eigin tónsmíðum fyrir píanó, sem saman ná yfir allar tóntegundirnar. Einnig hljóma í þættinum nokkur nóvemberlög úr ýmsum áttum. Í l...

Listen
Hátalarinn
Ný tónlist, Arnljótur og Keith Jarrett from 2020-10-26T16:05

Í þættinum er leikin nýútkomin tónlist úr ýmsum áttum. Píanóleikarinn Daniil Trifonov spilar tónlist eftir Sergei Prokofiev en systurnar Katia og Marielle Labeque spila tónlist eftir Philip Glass. ...

Listen
Hátalarinn
Móses Hightower from 2020-10-19T16:05

Gestir þáttarins eru þeir Andri Ólafsson, Magnús Trygvason Elíassen og Steingrímur Teague, en þeir mynda kjarnann í hljómsveitinni Móses Hightower, sem var að senda frá sér nýja plötu sem þegar er ...

Listen
Hátalarinn
Bára Gísladóttir...og haustið from 2020-10-12T16:05

Kontrabassaleikarinn og tónsmiðurinn Bára Gísladóttir var að gefa út plötuna Hiber, þar sem hún spilar sjálf nýja tónlist sína fyrir bassa. Bára er gestur Hátalarans og spjallar um tónlistina vítt ...

Listen
Hátalarinn
Tónlistarperlufesti og Arnljótur Sigurðsson from 2020-10-05T16:05

Arnljótur Sigurðsson er gestur þáttarins og bregður á fóninn nokkrum tóndæmum sem tengjast ljóst og leynt auglýsingum í fjölmiðlum og/eða vínartónlist. Einnig er fléttuð saman tónlistarleg perlufes...

Listen
Hátalarinn
Ásgeir Ásgeirsson from 2020-09-28T16:05

Gestur þáttarins er Ásgeir Ásgeirsson gítarleikari sem hefur nýlokið tíu ára verkefni þar sem hann tileinkar sér tónlist fjarlægra slóða- frá Búlgaríu til Tyrklands og Grikklands og alla leið til Í...

Listen
Hátalarinn
Gyða Valtýsdóttir from 2020-09-21T16:05

Gestur þáttarins er Gyða Valtýsdóttir sem segir frá nýrri plötu sinni, Epicycle II, væntanlegu og langþráðu tónleikahaldi og enduruppröðun tilverunnar. Ýmislegt fleira ber á góma eins og vegan trít...

Listen
Hátalarinn
Malí, Brasilía og Íran ... og Arnljótur from 2020-09-14T16:05

Malí, Brasilía og Íran eru áfangastastaðir í hugarflugi þáttarins. Gestur dagsins er Arnljótur Sigurðsson, sem bregður á fóninn tónlist sem tengist upptökustjóranum og bassaleikaranum Bill Laswell ...

Listen
Hátalarinn
Nýtt undir nálinni from 2020-09-07T16:05

Hátalarinn tekur kúfinn af splunkunýjum plötubúnkanum og bregður á fóninn tónlist úr ýmsum áttum. Meðal listafólks er Gregory Porter, Gyða Valtýsdóttir, Jonas Kaufmann, Ásgeir Ásgeirsson, Bill Fris...

Listen
Hátalarinn
Hafdís Bjarnadóttir from 2020-08-31T16:05

Gestur þáttarins er Hafdís Bjarnadóttir gítarleikari og tónskáld. Hún segir frá nýrri plötu sinni - Lighthouse, sem unnin er í samvinnu við Parallex tríóið frá Noregi. Einnig ræðir Hafdís tónlistar...

Listen
Hátalarinn
Jazzhátíð Reykjavíkur from 2020-08-24T16:05

Í þættinum er rætt við Sigurð Flosason og Hauk Gröndal um ólík verkefni þeirra á Jazzhátíð Reykjavíkur sem hefst nk laugardag. Tónlistin í þættinum er tengd verkefnum þeirra auk þess sem fleiri dæm...

Listen
Hátalarinn
Bunita og Morton. Undir yfirborði tónlistarinnar. from 2020-08-17T16:05

Tónlist píanóleikarans og tónskáldsins Bunitu Marcus hljómar í þættinum og gluggað er í nýlegt viðtal við hana þar sem hún lýsir sambandi sínu við Morton Feldman, sem var leiðbeinandi hennar á níun...

Listen
Hátalarinn
Leyndarmálin frá ýmsum sjónarhornum from 2020-08-10T16:05

Þau eru mörg leyndarmálin sem hafa verið gerð skil í tónlist. Í þessum þætti hljóma nokkur þeirra. Kunnugleg rússnesk píanóhugleiðing og laumuleg kvikmyndatónlist í kapp við plöntulíf og mismunandi...

Listen
Hátalarinn
Hátalarinn spyr...og svarar from 2020-08-03T16:10

Gömul og ný lög úr ýmsum áttum mynda syrpur sem vekja spurningar um uppruna, ártöl, fólkið á bak við tónlistina og ýmislegt fleira. Hátalarinn á frídegi verslunarmanna gefur hlustendum vísbendingar...

Listen
Hátalarinn
Sean Shibe og Thomas Adés from 2020-07-27T16:05

Skoski gítarleikarinn Sean Shibe (frbr: Sjon Sjíbe) hefur vakið mikla athygli fyrir túlkun sína á lútu- og sembaltónlist eftir Jóhann Sebastían Bæjarfógeta. En hann er jafnvígur á rafgítarana og sp...

Listen
Hátalarinn
Halldór Smárason - Stara from 2020-07-20T16:05

Halldór Smárason tónsmiður og píanóleikari heimsækir þáttinn og segir frá tónlistinni sem hann var að gefa út á plötunni STARA, en ameríska útgáfan Sono Luminus gekk í það verk með Halldóri. Meðal ...

Listen
Hátalarinn
Kúreggí ...og öfund from 2020-07-13T16:05

Arnljótur Sigurðsson bregður á fóninn nokkrum tóndæmum reggítónlistarmanna frá Jamaica, sem allir eiga það sameiginlegt að vera miklir áhugamenn um kúrekamyndir og persónur og leikendur þeirra. Öfu...

Listen
Hátalarinn
Djass úr nokkrum áttum from 2020-07-06T16:05

Nokkur sýnishorn úr Djasslandi hljóma í þættinum. Gamalt og nýtt í bland. Hlustendur verða settir í hið óþægilega hlutverk boðflennunnar tveimur afmælisveislum. Ambrose Akinmusire, Jimmy Green og L...

Listen
Hátalarinn
Nýtt íslenskt og allt í plati með Arnljóti from 2020-06-22T16:05

Í þetta sinn hljóma sýnishorn úr portúgölskum plötubunka sem Hátalaranum barst óvænt með pósti. Hugað er að sinfónískum þætti Guðmundar Steins Gunnarssonar og einnig leikin tónlist eftir Þorkel Sig...

Listen
Hátalarinn
Góður félagsskapur sjöunda og áttunda áratugar from 2020-06-15T16:05

Að raða plötusafninu samkvæmt eftirnafni móður aðalgítarleikara er býsna langt gengið, hversu mikinn tíma sem þarf að drepa. Í þessum þætti heyrist tónlist listafólks sem kom fram á sjónarsviðið á ...

Listen
Hátalarinn
Frelsissöngvar from 2020-06-08T16:05

Mannréttindabarátta svartra ameríkana hefur alla tíð verið háð við undirleik magnaðrar tónlistar. Í þessum þætti er brugðið á fóninn nokkrum tóndæmum frá ýmsum tímum þessarar baráttu sem engan enda...

Listen
Hátalarinn
Nokkrir hundraðkallar from 2020-05-25T16:05

Leitað er tónlist nokkurra tónlistarmanna sem fæddir voru árið 1920 og hugað að mismunandi framlagi jafnaldra í listinni. ítalskir og amerískir kórar, fiðluleikari af úkraínskum ættum og íslenskur ...

Listen
Hátalarinn
Sitt af hvoru Thai-i með Arnljóti from 2020-05-18T16:05

Arnljótur Sigurðsson heimsækir Hátalarann með skemmtilegt tónlitarsafn. Belgískt rafpopp og japönsk skemmtaratónlist auk umhugsunarverðrar þýskrar tónlistar að ógleymdri tælenskri hversdagsmúsík.

Listen
Hátalarinn
Hal Willner (3-3) from 2020-05-11T16:05

Í þriðja þætti Hátalarans um Hal Willner hljómar tónlist af einu sólóplötunni sem hann gerði. Einnig eru leikin dæmi um hvernig hann vann með tónlist og talað orð. Ljóðlist Edgars Allan Poe og Will...

Listen
Hátalarinn
Hal Willner (2-3) from 2020-05-04T16:05

Hátalarinn heldur áfram að rifja upp verk bandaríska upptökustjórans Hal Willner. Í þessum þætti hljómar tónlist eftir Kurt Weil og Charles Mingus auk dæma um skemmtilegar útgáfur á tónlist úr þekk...

Listen
Hátalarinn
Hal Willner (1-3) from 2020-04-27T16:05

Hal Willner fæddist í Fíladelfíu 1956 og lést í New York í byrjun apríl 2020. Hann vakti fyrst athygli fyrir nýstárleg vinnubrögð þegar hann safnaði saman fjölmörgu tónlistarfólki úr ólíkum áttum t...

Listen
Hátalarinn
Magga Stína from 2020-04-20T16:05

Söngkonan ræðir um allt milli himins og jarðar. Þar á meðal er glíman við tónlist Megasar, hvernig maður notar Mozart sem svipu, stress og fleiri fylgifiskar tónleikahaldsins, mikilvægi snertingari...

Listen
Hátalarinn
Penderecki og merkisberar arfleifða from 2020-04-06T16:05

Pólski tónsmiðurinn Krzysztof Penderecki er allur. Hátalarinn rifjar upp örfá dæmi um verk hans frá fyrri hluta ferilsins. Í tengslum við þá tónlist er síðan haldið á sporbaug um ártalið 1970 áður ...

Listen
Hátalarinn
Galopinn plötuspilari hámar í sig íslenskuna from 2020-03-30T16:05

Hátalarinn hugar að gömlum og nýjum b hliðum stórra og lítilla hljómplatna. Skimað fyrir íslenskri tónlist úti um víðan völl. Alfreð Clausen eða Sykurmolarnir. Óbó eða Kaldalóns. Árni Heiðar eða Mi...

Listen
Hátalarinn
Davíð Þór Jónsson. Stórfenglegar hamfarir. from 2020-03-23T16:05

Sounds and Music of Photograpy's Last Century heitir ný píanómúsík eftir Davíð Þór Jónsson, sem hann samdi og spilaði sem einskonar hljóðleiðsögn um ljósmyndasýningu í Metropolitan safninu í NY. Í ...

Listen
Hátalarinn
Ishmael Reed. Fyrirboðar og seiðskrattar. from 2020-03-16T16:05

Brugðið er á fóninn nokkrum dæmum um músík við texta ameríska ljóskáldsins Ishmael Reed. Hann er ríflega áttræður og hefur verið i fararbroddi afrísk amerískra ljóðskálda í sextíu ár.

Listen
Hátalarinn
McCoy Tyner from 2020-03-09T16:05

Djasspíanóleikarinn McCoy Tyner lést á dögunum 81s árs að aldri. Ferill hans er samofinn sögu djasstónlistarinnar síðastliðin 60 ár og í þættinum eru leikin nokkur dæmi um list þessa merka tónlista...

Listen
Hátalarinn
Bannáratónlist og arabískt vor. Arnljótur og Raggi auðvitað. from 2020-03-02T16:05

Nokkur tóndæmi um hvernig tónlist var leikin í skúmaskotum bannáranna bæði austan hafs og vestan. Marika Papagika og King Oliver koma þar við sögu. Einnig er hugað að arabískum söngstjörnum fyrr o...

Listen
Hátalarinn
Píanómúsík fyrr, en meira nú. Og Magga Stína auðvitað. from 2020-02-24T16:05

Brugðið er á fóninn nokkrum nýlegum hljóðritunum af píanómúsík úr ýmsum áttum. Silvestrov, Debussy, Rameu og Thomas Ades eru á meðal höfunda. Þá er minnst þeirra Jon Christensen og Lyle Mays sem hö...

Listen
Hátalarinn
Djassnetinu kastað í New York. Bílasyrpa með Arnljóti. from 2020-02-17T16:05

Hugað er að nýrri tónlist frá saxófónmeisturum spunans, þeim Steve Lehman og Henry Threadgill. Úr sama mengi er gítarleikarinn Liberty Ellmann. Arnljótur Sigurðsson heimsækir Hátalarann og deilir m...

Listen
Hátalarinn
Samtímaslammpóesía....og Hildur auðvitað! from 2020-02-10T16:05

Í þættinum er hugað að nokkrum nýlegum tóndæmum baráttulistafólks meðal svartra Bandaríkjamanna. Moor Mother, Saul Williams og Noname eru þar á meðal. Einnig hljóma tóndæmi úr blíðari tónlistaráttu...

Listen
Hátalarinn
Einmanaleikinn og Arnljótur from 2020-02-03T16:05

Nokkur lög tengd fjölbreyttum myndum einmanaleikans hljóma í þættinum. Gerard Souzay og Damon Albarn koma þar við sögu meðal annarra. Arnljótur Sigurðsson heimsækir þáttinn með þráðlaust tónlistar...

Listen
Hátalarinn
Haukur Gröndal from 2020-01-27T16:05

Haukur Gröndal saxófón- og klariettuleikari er gestur þáttarins og kynnir nýja plötu sína - Balkan Impressions, sem er unnin í samvinnu við góðvin Hauks, harmonikuleikarann Borislav Zurgovski, en v...

Listen
Hátalarinn
Þögnin...og rússarnir from 2020-01-20T16:05

Hátalarinn leitar núllstillingar með tónlist sem hugar að þögninni. Einnig er fjallað um tónleika sinfóníuhljómsveitar Íslands þar sem teflt er saman tónlist rússnesku tónskáldanna Rachmaninov og G...

Listen
Hátalarinn
Saxófónar kynslóðanna from 2020-01-13T16:05

Í þættinum renna saman nokkrar svalar lindir úr sönglúðrum djassins,. Fulltrúar ólíkra kynslóða tónlistarinnar koma við sögu. Parker, Potter, Coltrane, LaPorta, Macero, Garbarek og Kolbeinsson eru ...

Listen
Hátalarinn
Beethoven fyrr og nú. Trítlaskaup ársins sem leið from 2020-01-06T16:05

Gestur þáttarins er Arnljótur Sigurðsson sem ræðir við Pétur Grétarsson um allskonar tónlist. Þar á meðal tónlist afmælisbarns ársins 2020 - Ludwigs van Beethoven, og hvernig hún myndi hljóma ef ha...

Listen
Hátalarinn
Jólin og tónlistin. Einmanaleiki laganna from 2019-12-30T16:05

Arnljótur Sigurðsson heimsækir þáttinn í síðasta skiptið á árinu og ræðir við umsjónarmann um allskonar jólatónlist, einmanaleika og margt fleira.

Listen
Hátalarinn
Plötubúðir miðbæjarins um jólin from 2019-12-16T16:05

Hátalarinn heimsækir þrjár plötubúðir í miðbæ Reykjavíkur og ræðir við starfsmenn þar um hvað þeir hlusta á um jólin og hvernig þeir ráðleggja viðskiptavinum sínum í tónlistarvalinu. Tumi Árnason v...

Listen
Hátalarinn
Arnljótur og munnholstónbreytirinn. Kristján Tryggvi í Amsterdam. from 2019-12-09T16:05

Arnljótur Sigurðsson segir frá sérkennilegum tónbreytum í ólíkri tónlist frá vestri til Víetnam. Einn er rætt við Kristján Tryggva Martinsson píanóleikara í Amsterdam, sem ræðir um innblástur og mi...

Listen
Hátalarinn
Polina og Söngfjelagið. Kristófer Rodriguez Svönuson from 2019-12-02T16:05

Gestir þáttarins eru Polina Shepherd, Hjörtur Bergþór Hjartarson og Jón Björnsson, sem undirbúa tónleika Söngfélagsins sem fara fram í Langholtskirku um næstu helgi og eru helgaðir klezmer tónlist....

Listen
Hátalarinn
Hjálmar H Ragnarsson from 2019-11-25T16:05

Hjálmar H Ragnarsson tónskáld hefur samið nýja kantötu sem frumflutt er í Kristskirkju í kvöld - Laudem Domini, fyrir kór, einsöngvara og litla strengjasveit við biblíutexta á íslensku og forna lat...

Listen
Hátalarinn
Björn Thoroddsen, Agora spjall í LHÍ og No Tounges á 12 Points from 2019-11-18T16:05

Gítarleikarinn Björn Thoroddsen leit inn í Hátalarahljóðverið og spjallaði aðeins um það sem er á döfinni í hans tónlistarlífi. Hátalarinn tók þátt í Agora spjalli með meistaranemendum í LHÍ á dögu...

Listen
Hátalarinn
Happaplötur - Lucky Records from 2019-11-11T16:05

Hátalarinn kemur sér fyrir í leðursófanum í Lucky Records og spjallar við tónlistarfólk og innanbúðarmannskap þar á bæ. Viðmælendur eru Ingvar Geirsson, Jóhannes Birgir Pálmason, Áskell Másson, Tóm...

Listen
Hátalarinn
Elektra Ensemble. Gyða Valtýsdóttir from 2019-11-04T16:05

Hátalarinn spjallar við Emilíu Rós Sigfúsdóttur og Helgu Björg Arnardóttur úr Elektra Ensemble um nýja plötu þess tíu ára gamla tónlistarhóps. Þar er að finna spennandi tónlist íslenskra tónsmiða, ...

Listen
Hátalarinn
Guðmundur Pétursson from 2019-10-28T16:05

Guðmundur Pétursson gítarleikari og tónsmiður var að senda frá sér á plötu konsert sinn fyrir rafgítar og hljómsveit. Hann segir frá aðdraganda verksins og frágangi þess, en Guðmundur samdi ekki að...

Listen
Hátalarinn
Apolló og Díónísus á 12 Points. Arnljótur Sigurðsson í geimnum. from 2019-10-21T16:05

Tóndæmi halda áfram að berast frá 12 Points hátíðinni írsku sem fór fram í Amsterdam á dögunum. Tríó Heinz Herbert frá Sviss og Katu Kaiku frá Finnlandi koma þar við sögu. Einnig er hugað að erindi...

Listen
Hátalarinn
Philip Jeck og aðrir framherjar hljóðsins. Family Band á 12 Points from 2019-10-14T16:05

Skyggnst aðeins í hljóðheim raftónlistarmannsins Philip Jeck, sem heimsækir Sequences hátíðina í vikunni. Einnig hljómar lag af nýrri plötu Halldórs Eldjárn sem kemur út í vikunni. Einnig heyrist s...

Listen
Hátalarinn
Hist og ... from 2019-10-07T16:05

Eiríkur Orri Ólafsson og Magnús Trygvason Elíasen eru gestur þáttarins og fylgja úr hlaði nýrri plötu tríósins sem þeir skipa með Róberti Reynissyni gítarleikara. Plata tríósins Hist og... heitir D...

Listen
Hátalarinn
Arnljótur - Melankólía og meditasjónir from 2019-09-30T16:05

Arnljótur Sigurðsson heimsækir Hátalarann með spennandi tónlist í farteskinu. Einnig hljóma ýmsar hugleiðingar um íhugula og melankólíska tónlist.

Listen
Hátalarinn
Sölvi Kolbeinsson from 2019-09-23T16:05

Sölvi Kolbeinsson saxófónleikari er gestur þáttarins, en hann býr og starfar í Berlín. Sölvi segir frá því hvernig hann hóf sinn saxófónleik í klassískri tónlist og leiddist út í jazz á unglingsáru...

Listen
Hátalarinn
Paradox from 2019-09-16T16:05

Andrés Þór Gunnlaugsson gítarleikari og tónsmiður er gestur þáttarins, en hann hljóðritaði kvartettplötu sína Paradox í Brooklyn í New York í mars 2018. Hann segir frá tónlistinni á plötunni og mót...

Listen
Hátalarinn
Tenging -ný plata Inga Bjarna Skúlasonar. Alþjóðlegir tónleikar í Frík from 2019-08-26T23:05

Ingi Bjarni Skúlason píanóleikari er gestur þáttarins á afmælisdegi sínum, en ný plata með tónlist hans er komin út. Tenging heitir hún og Ingi Bjarni segir frá gerð hennar og tónlistarfólkinu sem ...

Listen
Hátalarinn
Reykjavíkur-og Íslandsdjass með Vernharði Linnet from 2019-08-19T23:05

Vernharður Linnet segir frá íslenskri jazzsögu, sem hann hefur skrifað fyrir nýja bók sem nýkomin er út alþjóðlega og geymir frásagnir af jazzlífi Evrópu og hvernig það hefur þróast í hverju landi ...

Listen
Hátalarinn
Manngangur í músík. Lapplandsdiskó og fleira finnskt. from 2019-08-19T16:05

Arnljótur Sigurðsson teflir fram tónlist sem tengist skáklistinni í þessum þætti. Mekaníski tyrkinn og Guðmundur Helgmundur Alexandersson eru meðal þeirra sem þar koma við sögu. Einnig er hugað að ...

Listen
Hátalarinn
Spuni, kemistría og inspírasjón. Eðvarð Lárusson. from 2019-08-12T23:05

Eðvarð Lárusson gítarleikari spjallar um uppvaxtarár sín á Akranesi, fyrstu skrefin í tónlistinni og músíkina sem hafði áhrif á hann. Eðvarð var bæjarlistamaður Akraness síðastliðið ár og hélt tónl...

Listen
Hátalarinn
Brúnn from 2019-08-12T16:05

Uppáhaldslitur Hátalarans er brúnn. Brúnaljós og baráttusöngvar. Mismunandi tónar þessa jarðarlitar koma fyrir í lagaheitum þáttarins. Flytjendur eru fjölmargir og ólíkir. Clausen, Ellington, Basie...

Listen
Hátalarinn
Jelena Ciric og serbneska tónlistin. Þráðlaus Arnljótur. from 2019-07-29T16:05

Jelena Ciric tónlistarkona frá Serbíu segir frá tónlist heimahaganna og tónleikum sem hún mun halda í Mengi nk fimmtudag. Hún syngur tóndæmi fyrir þáttinn og nýtur fulltingis Margrétar Arnardóttur ...

Listen
Hátalarinn
Heyrandi í holti. Skálholti og Reykholti from 2019-07-22T16:05

Í þættinum er rætt við listræna stjórnendur Sumartónleika í Skálholti, þau Pál Ragnar Pálsson og Tui Hirv, sem spjalla um arfleifð Helgu Ingólfsdóttur og tónlistarstarfið í Skálholti. Einnig er ræt...

Listen
Hátalarinn
Einvaldsóður Guðmundar Steins from 2019-07-15T16:05

Guðmundur Steinn Gunnarsson tónskáld segir frá óperu sinni ,,Einvaldsóður“ og ræðir við Hátalarann um eitt og annað sem tengist tónsköpun, eins og muninn á tjáningu og sköpun. Einnig er rætt um Wag...

Listen
Hátalarinn
Kira Kira from 2019-07-08T16:05

Gestur þáttarins er Kristín Björk Kristjánsdóttir - Kira Kira. Þrjár nýjar plötur með tónlist hennar eru nýkomnar út. Sumarbörn, Una og Motions Like These. Hún ræðir við Hátalarann um sköpunarferli...

Listen
Hátalarinn
Spennufall hátíðleikans. Háspenna ólíkindanna. from 2019-07-01T16:05

Halldór Eldjárn segir frá tónverki sínu Tímaeining, sem flutt var í Ásmundarsal með viðkomu í Hallgrímskirkju í gegnum Efstaleiti á dögunum, en Halldór byggir verk sitt á hljóðlist Finnboga Péturss...

Listen
Hátalarinn
Megir þú lifa á áhugaverðum tímum from 2019-06-24T16:05

Brugðið er upp hljóðmynd af ferðalagi til Ítalíu. Þar kemur meðal annars við sögu japanski raftónlistarmaðurinn Ryoji Ikeda og innsetning hans á Feneyjatvíæringnum. Óskar Guðjónsson ræðir við umsj...

Listen
Hátalarinn
Mikael Máni Ásmundsson og Bobby from 2019-06-03T16:05

Mikael Máni Ásmundsson gítarleikari og tónsmiður fagnar nýrri plötu sinni “Bobby“ með útgáfutónleikum í Kaldalóni Hörpu nk sunnudag. Hann ræðir við umsjónarmann um tónlistina á plötunni, skákina í...

Listen
Hátalarinn
Siggi! Strokkvartett! from 2019-05-27T16:05

Mánudagur 27.maí 2019 - 68 Gestur þáttarins er Strokkvartettinn Siggi, en hann skipa fiðluleikararnir Una Sveinbjarnardóttir og Helga Þóra Björgvinsdóttir, Þórunn Ósk Marinósdóttir víóluleikari og ...

Listen
Hátalarinn
Arngunnur og ADHD from 2019-05-20T16:05

Rætt er við Arngunni Árnadóttur klarinettuleikara um Johannes Brahms og tónleika hennar með Ben Kim nk sunnudag. Einnig hittir Hátalarinn meðlimi hljómsveitarinnar ADHD - hvern í sínu lagi - og ræð...

Listen
Hátalarinn
Taktar og textar í bland við hljómsveitarmúsík að úr fjarska from 2019-05-13T16:05

Arnljótur Sigurðsson heimsækir þáttinn með sýnishorn af tónlist ólíkra hljómsveita. Einnig hljóma brot úr taktföstum lögum frá ýmsum tímum. Stjarfaklofi búlemíubítsins kemur við sögu og lag um skrí...

Listen
Hátalarinn
Bjarni Frímann Bjarnason from 2019-05-06T16:05

Gestur þáttarins er Bjarni Frímann Bjarnason tónlistarmaður sem ræðir við umsjónarmann um tónlistina sem er að gefa út á sinni fyrstu sólóplötu - Chateau. Þar kennir margra grasa í tónlist sem varð...

Listen
Hátalarinn
Við verkalok. Atli Heimir. from 2019-04-29T16:05

Gestir þáttarins eru þau Anna Guðný Guðmundsdóttir, Sigurður Ingvi Snorrason og Snorri Sigfús Birgisson, sem öll koma að tónlistinni sem var að koma út á plötunni ,,Við verkalok", en hún geymir tón...

Listen
Hátalarinn
Úrelt framtíð? from 2019-04-15T16:05

Gestur þáttarins er Arnljótur Sigurðsson sem kynnir fyrir hlustendum tónlist úr fortíðinni sem fjallaði þá um framtíð sem er jafnvel orðin fortíð í dag. Einnig heyrist í þættinum í söngfuglinum Ano...

Listen
Hátalarinn
Guðmundur Sigurðsson og orgelin í Hafnarfjarðarkirkju. from 2019-04-08T16:05

Hátalarinn heimsækir Hafnarfjarðarkirkju og ræðir við Guðmund Sigurðsson organista og kórstjóra. Hann hefur nýverið spilað inn íslensk og erlend verk á plötuna Haf, en á henni hljóma tvö orgel kirk...

Listen
Hátalarinn
Quadrantes. from 2019-04-01T16:05

Gestir: Óttar Sæmundsen og President Bongo (Stephan Stephensen) heimsækja þáttinn og segja frá plötu sinni Quadrantes, sem geymir samstarfsverkefni þeirra í fjórum hlutum. Þeir ræða eitt og annað s...

Listen
Hátalarinn
Töfrabörn. from 2019-03-25T16:05

Ragnheiður Gröndal er gestur þáttarins. Hún segir frá nýrri plötu sinni - Töfrabörn, og ræðir við umsjónarmann um eitt og annað sem tengist tónlistarsköpuninni. Samstarf við aðra listamenn og það a...

Listen
Hátalarinn
Rakarastofusöngvarar og verðlaunaður stórsveitardjass. from 2019-03-18T16:05

Arnljótur Sigurðsson tók saman tóndæmi um nokkra tónlistarhópa sem stundum hafa verið kenndir vð rakarastofusöng. Hann deilir þeim dæmum með hlustendum í þessum þætti. EInnig hljómar í þættinumGram...

Listen
Hátalarinn
Hringflæði rafboðanna. from 2019-03-11T16:05

Ríkharður H Friðriksson og Þórólfur Eiríksson, raftónlistarmenn - eru gestir þáttarins. Þeir fluttu ólík verk á nýliðnum Myrkum músíkdögum og ræða við umsjónarmann um tilurð verkanna og eitt og an...

Listen
Hátalarinn
Hér og nú! from 2019-03-04T16:05

Gestur þáttarins er Sigurður Flosason saxófónleikari, sem segir frá nýrri plötu sem var að koma út með tónlist unninni í samstarfi við listamenn frá Luxemburg. Einnig ræðir Sigurður um altósaxófónt...

Listen
Hátalarinn
Gömul plata og ný! from 2019-02-25T16:05

Tryggvi Hübner gítarleikari og Lárus H Grímsson hljómborðsleikari ræða um hljómsveitina Eik sem hefur starfað síðan í við byrjun áttunda áratugarins og spilar á næstunni, í fyrsta sinn opinberlega,...

Listen
Hátalarinn
Nýtt frá Laurie Anderson og Kronos. Exótíkur Arnljóts. from 2019-02-18T16:05

Arnljótur Sigurðsson heimsækir Hátalarann og deilir með hlustendum exótískri tónlist úr safni sínu. Þar á meðal er listafólk eins og Roland Boucqet, Adelardo Carbone, Umike Ando og Quincy Jones. Ka...

Listen
Hátalarinn
Dagur í lífi tónlistarskóla. Hljóð frá Róm. from 2019-02-11T16:05

Í þættinum er rætt við Maríu Magnúsdóttur söngkonu og Snorra Sigurðarson trompetleikara um starfið í Tónlistarskóla FÍH, en þar var dagur tónlistarskólanna haldinn hátíðlegur eins og svo víða um li...

Listen
Hátalarinn
Quo Vadis? from 2019-02-04T16:05

Gestur þáttarins er Selma Guðmundsdóttir píanóleikari sem var að senda frá sér safn hljóðrita frá ferli sínum, sem spannar 40 ár. Selma ræðir við Pétur Grétarsson um tónlistina og ferilinn í þættin...

Listen
Hátalarinn
Göngutúr með Arnljóti from 2019-01-28T16:05

Hlustendum Hátalarans er boðið í óvenjulega gönguferð með Arnljóti Sigurðssyn, sem velur tónlistina í hverju skrefi. Önnur skref sem stigin eru í þættinum eru í boði John Coltrane, Victor Feldman o...

Listen
Hátalarinn
Myrk músíköskur from 2019-01-21T16:05

Hátalarinn veltir fyrir sér dagskrá Myrkra Músíkdaga sem hefjast í vikunni. Í þættinum er leikin tónlist ýmissa höfunda sem þar koma við sögu. Á meðal þess sem heyrist er tónlist Bergrúnar Snæbjörn...

Listen
Hátalarinn
Ógjörningar og önnur ókjör af nýrri músík from 2019-01-14T16:05

Hátalarinn flettir í gegnum útgefið tónlistarefni síðasta árs.Sjálfspilandi píanó og dósir. Rými hljóðsins og gullgerðarlist tónlistarinnar. Meðal þeirra sem koma við sögu í þessum þætti eru Þórari...

Listen
Hátalarinn
Venjulegt fólk og hversdagsleg músík from 2019-01-07T16:05

Vanligt folk heitir sænskt tríó sem er ekkert sérstaklega venjulegt. Don the Tiger er katalóníumaður sem syngur um hið hverfandi Aral vatn. Inn á milli þessarra listamanna hljómar bæði elektrónísk ...

Listen
Hátalarinn
Arnljótur, Gjurdjeff, Jodorowski, Gyða og Víkingur. from 2018-12-17T16:05

Arnljótur Sigurðsson heimsækir síðasta Hátalaraþátt ársins og segir frá tónlist - og stærra samhengi hennar - í verkum eftir Georg Ivanovitsj Gjurdjeff og Alexandro Jodorowski. Tónlist þeirra Gyðu...

Listen
Hátalarinn
Fullveldistónlist, seinni hluti from 2018-12-10T16:05

Eitt og annað úr tónlistarsögu fullveldisins ratar á grammófóninn í þessum þætti. Sönglög við ljóð Halldórs Laxness eru meðal þess sem tónsmiðir seinni hluta síðustu aldar bjuggu til. Nokkur þeirra...

Listen
Hátalarinn
Fullveldistónlist, fyrri hluti from 2018-12-03T16:05

Í þættinum hljómar músík nokkurra lykilskálda og flytjenda íslenskrar tónlistar fullveldistímans. Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Sigfús Einarsson, Emil Thoroddsen, Páll Ísólfsson og Jón Leifs eru á með...

Listen
Hátalarinn
Kraftgalli from 2018-11-26T16:05

Arnljótur Sigurðsson heimsækir þáttinn einu sinni sem oftar, en í þetta sinn talar hann um tónlist sem hann býr sjálfur til undir nafninu Kraftgalli. Einnig er hugað að nýrri tónlist eftir Jim O'Ro...

Listen
Hátalarinn
Kristján Jóhannsson from 2018-11-19T16:05

Stórsöngvarinn Kristján Jóhannsson er gestur þáttarins og segir frá ýmsu frá fyrri hluta ferils síns, meðal annars sambandi við góða söngkennara og félaga í listinni.

Listen
Hátalarinn
Hátalarinn í Berlín from 2018-11-12T16:05

Hátalarinn rifjar upp stutta heimsókn sína til Berlínar á dögunum. Brugðið er upp nokkrum tóndæmum sem tengjast fjölskrúðugri tónlistarsögu borgarinnar. Einnig er slegið á þráðinn til Kristins Smár...

Listen
Hátalarinn
Fúsintes, furðufiskar og þúsaldarþulur from 2018-10-29T16:05

Arnljótur Sigurðsson heimsækir Hátalarann með óvenjulega tónlist í farteskinu. Fúsintes er aðeins eitt af sérkennilegum nöfnum sem heyrast í þessum þætti. Þúsöldin og þulur henni tengdar hljóma lík...

Listen
Hátalarinn
Mitt bláa hjarta from 2018-10-22T16:05

Gestur þáttarins er Karl Olgeirsson píanóleikari og söngvasmiður. Hann gefur út í dag nýja plötu með fjórtán nýjum söngdönsum sem einnig koma út prentaðir á bók. Karl segir frá því hvað drífur hann...

Listen
Hátalarinn
Ásgeir Ásgeirsson og þjóðlögin from 2018-10-15T16:05

Ásgeir Ásgeirsson gítarleikari sem hefur gefið út annað bindi hljóðritana sinna á íslenskum þjóðlögum í útsetningum fyrir hljóðfæri frá Tyrklandi, Búlgaríu og víðar. Ásgeir lýsir því í þættinum hve...

Listen
Hátalarinn
Þjarkaraddir og einyrkjar tölvunnar. from 2018-10-08T16:05

Arnljótur Sigurðsson heimsækir þáttinn og segir frá radd- og tónlistarþjörkum. Skemmtileg tóndæmi fylgja spjallinu við Arnljót að venju. Einnig er leikin í þættinum tónlist nokkurra notenda nútíma ...

Listen
Hátalarinn
Víkingur og Bach from 2018-10-01T16:05

Víkingur Ólafsson er gestur þáttarins og ræðir við umsjónarmann um nýja plötu sína með tónlist eftir Jóhann Sebastian Bach, hvernig verkin eru valin og hvaða aðferðum er beitt til að gera hvert hlj...

Listen
Hátalarinn
Tríó, sextett eða hvað from 2018-09-24T16:05

Íslenskir sextettar af ýmsum gerðum. Einnig er rætt við Ívar Ragnarsson og Óskar Guðjónsson um nýja plötu Nor tríósins, sem gæti eins verið kvartett eða sextett. Þá er brugðið upp dæmi um tríó sem ...

Listen
Hátalarinn
Mal Waldron og mínimalistar. from 2018-09-17T16:05

Jazzpíanistar eru sjaldan kallaðir mínimalistar, en þó eru á því undantekningar. Mal Waldron lék með Billie Holiday en eftir dauða hennar tók ferill hans aðra stefnu. Hátalarinn tengir Mal Waldron ...

Listen
Hátalarinn
Arnljótur Sigurðsson með ryþmíska nytjahluti, flaut og fleira. from 2018-09-10T16:05

Arnljótur Sigurðsson tínir til  tambórínur,  ókarínur og synkóperaðar klukkur. Svo verður líka flautað þegar Don Robertson setur stút á varir sínar. Í lok þáttar er leitað í tillögur alþjóðlegra he...

Listen
Hátalarinn
Ingi Bjarni Skúlason og Misha from 2018-09-03T16:05

Ingi Bjarni Skúlason píanóleikari segir frá nýrri plötu sinni - Fundur, sem er að koma út og verður fagnað með útgáfutónleikum á Jazzhátíð Reykjavikur 2018. Einnig segir Ingi Bjarni frá úkraínska t...

Listen
Hátalarinn
Battiato og Dusapin. Frönsk og ítölsk ólíkindi from 2018-08-20T16:05

Arnljótur Sigurðsson heimsækir Hátalarann og segir frá ítalska tónlistarmanninum Franco Battiato. Einnig er hugað að franska tónsmiðnum Pascal Dusapin, en hann er samtímamaður undir áhrifum af tónl...

Listen
Hátalarinn
Endamörk byrjana. Mínimalismi gamall og nýr. from 2018-08-13T16:05

Þeir Earl Grant og Marvin Gaye hylla Nat King Cole. Nokkrir fleiri gullerðarmenn tónlistarinnar koma við sögu, þám Kira Kira og Lahsa De Sola. Mínimalsimi fyrr og nú er til umræðu í þessum þætti. S...

Listen
Hátalarinn
Verslunarmannafrídagshátalari from 2018-08-06T16:07

Pétur Grétarsson spjallar við hlustendur og spilar fjölbreytta tónlist fyrir þá sem eru á ferðinni og líka þá sem eru heima við. Hann bregður sér líka af bæ og heimsækir listamann sem hefur komið s...

Listen
Hátalarinn
Músíkalskar regnskúrir og fjórðastraums trompetleikur from 2018-07-30T16:05

Í þættinum er hugað að tónlist bandaríska trompetleikarans Jon Hassell. Hann fæddist í Memphis, lærði á trompet í New York og varð fyrir miklum áhrifum af tónlist Karlheinz Stockhausen í Köln á sjö...

Listen
Hátalarinn
Eilíf tónlistarljós úr ólíkum áttum from 2018-07-23T16:05

Flamenkó, tangó og fleiri týrur úr myrkrinu. Franska tónskáldkonan Nadia Boulanger kemur við sögu þáttarins. Einnig hljómar tónlist flamenkósöngvarans El Camarón og tangóar nýir og gamlir.

Listen
Hátalarinn
Náttúra, náttúrubörn og "riddim" tónlist með Arnljóti from 2018-07-16T16:05

Náttúrubörn og annað hæfileikafólk leggur til tónlistina að vanda. Paul McCartney, Burt Bacharach, Aaron Copland, Marilyn Crispell, Arve Henriksen, John Coltrane og Björk gefa sig náttúruöflunum á ...

Listen
Hátalarinn
Vornætur, Neuwirth, næturgalar og slagverk from 2018-07-09T16:05

Í þættinum hljóma tveir þættir úr Að vornóttum eftir Þorkel Sigurbjörnsson, en þau sem flytja- Sigurbjörn Bernharðsson og Anna Guðný Guðmundsdóttir voru að senda frá sér plötu með verkum Þorkels fy...

Listen
Hátalarinn
Úr tré í tóna. Hippar í fimmtíu ár. from 2018-07-02T16:05

Rætt er við þau Unu Sveinbjarnardóttur fiðluleikara og Jón Marinó Jónsson hljóðfærasmið. Strokkvartettinn Siggi lék á hljóðfæri Jóns Marinós á tónleikum á nýliðinni Listahátíð í Reykjavík. Þau ræða...

Listen
Hátalarinn
Tímans tönn from 2018-06-25T16:05

Haukur Tómasson tónskáld, Þóra Einarsdóttir söngkona og Guðni Franzson Caputstjóri eru gestir þáttarins. Þau ræða um nýjan sönglagaflokk sem Haukur hefur samið við ljóð eftir Steinunni Sigurðardótt...

Listen
Hátalarinn
Kvæðamannafélagið Iðunn og Soul Makossa from 2018-06-18T16:05

Hátalarinn lítur inn í útgáfuhóf hjá kvæðamannafélaginu Iðunni 24.maí 2018. Þar heyrist í Rósu Þorsteinsdóttur, Báru Grímsdóttur, Pétri Húna Björnssyni, Steindóri Anderseon og Hilmari Erni Hilmarss...

Listen
Hátalarinn
Sósaður Birdland klúbbur. Heimsókn frá Salsakommúnu. from 2018-06-11T16:05

Hátalarinn rifjar upp heimsókn í Birdland klúbbinn í New York og pílagrímsför yfir Williamsburg brúnna á slóðir merks saxófónleikara. Gestir þáttarins eru Baldvins Snær Hlynsson og Símon Karl Sigur...

Listen
Hátalarinn
Heimsókn til Harlem. Arnljótur í Júróvisjón from 2018-06-04T16:05

Hátalarinn heimsótti Harlem á dögunum og hitti þar skemmtilegan mann. Í leiðinni rifjaði hann upp músík sem tengist þessum bæjarhluta á Manhattan. Arnljótur Sigurðsson er með hugann við tónlist sem...

Listen
Hátalarinn
Smámyndir Kjartans. Tilviljanir í tónlist from 2018-05-28T16:05

Gestur þáttarins er Kjartan Ólafsson tónsmiður. Hann hefur undanfarin ár þróað tónsmíðaforritið Calmus, sem tekur allskonar tónefni til kostanna og gerir tillögur um úrvinnslu á því. Kjartan segir ...

Listen
Hátalarinn
Hátalarinn í New York - Central Park from 2018-05-14T16:05

Í þættinum hljómar tónlist sem innblásin er af Miðgarði New York borgar. Einnig hljóma vettvangshljóðritanir þaðan. Charles Ives, Leonard Bernstein, John Coltrane, Thad Jones, Eddie Bobé, Nina Simo...

Listen
Hátalarinn
Borgarskipulög og goðsagnir úr suðri from 2018-05-07T16:05

Í þættinum hljómar söngur tvíburasystranna Juanitu og Valentínu Anjes. Einnig kemur argentínskt listafólk við sögu. En meginmál þáttarins eru hljóðmyndir borganna og borgarlögin sjálf. Arnljótur Si...

Listen
Hátalarinn
Djass þjóðanna. Þjóðardjassinn. from 2018-04-30T16:05

Gestir þáttarins á alþjóðlegum djassdegi eru Haukur Gröndal, Kristjana Stefánsdóttir og Vernharður Linnet. Þau hafa helgað djasstónlistinni stóran hluta lífs síns. Leitað er að ástæðum þess og hlus...

Listen
Hátalarinn
EftirBachPartí Brads Mehldaus. Sumarlegur Arnljótur. from 2018-04-23T16:05

Arnljótur Sigurðsson heimsækir Hátalarann með músík úr sínu fína plötusafni. Sumarleg erlend músík sem auðvelt væri að aðlaga íslenskum aðstæðum. Einnig er hugað að nýrri plötu píanóleikarans Brads...

Listen
Hátalarinn
Borðhörpur og blómastríð. Zimmermann og Höller. from 2018-04-16T16:05

Þýskir 20. aldar tónsmiðir í bland við tónlistarfólk frá Afríku og mið-austurlöndum. Bernd Alois Zimmermann og York Höller voru fulltrúr tveggja kynslóða þýskra tónhöfunda. Tónlist þeirra kemur til...

Listen
Hátalarinn
Árni Óskarsson og hugleiðingar Wadada. Strokkvartettinn Siggi. from 2018-04-09T16:05

Árni Óskarsson þýðandi segir frá kveri Wadada Leo Smith - Nótur (8verk), uppspretta ný: heimstónlist - frá 1973, en Árni hefur þýtt bókina og hún kemur út í tengslum við Creative tónlistarhátíðina ...

Listen
Hátalarinn
Sönglög Jóels. Kjallaramúsík Arnljóts. Vögguvísur Sibeliusar. from 2018-03-26T16:05

Hátalarinn er uppveðraður eftir tónleika Gautborgarsinfóníunnar á dögunum. Þess vegna er tónlist eftir Jean Sibelius ofarlega í hátalaraboxinu þessa dagana. Jóel Pálsson ræðir um nýja plötu sína - ...

Listen
Hátalarinn
Yifrvofandi vor from 2018-03-19T16:05

Nokkrir tónlistarlegir græðlingar í upphafi þáttar, þegar Hátalarinn storkar veðurguðunum. Árni Heimir Ingólfsson segir frá því hvernig er farið að því að búa til dagskrá Sinfóníuhljómsveitarinnar ...

Listen
Hátalarinn
Verðlaunaverk ársins! from 2018-03-12T16:05

Hátalarinn rifjar upp stefnumót við tónlistarfólk sem tilnefnt er til Íslensku tónlistarverðlaunanna í ár. Jófríður Ákadóttir, Sigtryggur Baldursson, Páll Ragnar Pálsson, Egill Ólafsson, Björk Guð...

Listen
Hátalarinn
Litháen, rómönsk söngvaskáld og nýjar Mónu Lísur á fóninum. from 2018-03-05T16:05

Rætt er við Linas Paulauskis um þjóðlega tónlist frá Litháen, en hann varð á vegi Hátalarans á Womex heimstónlistarráðstefnunni í Póllandi í október. Einnig er hugað að því hvort hægt sé að endurný...

Listen
Hátalarinn
Púlitzerar og óperupönk í tali og tónum from 2018-02-26T16:05

Óperan Angel's Bone eftir Du Yun kemur til tals í þessum þætti. Og efniviður hennar er nú ágætlega til þess fallinn að fara með hlustendur á vit depurðarinnar sem til dæmis kemur ítrekað fyrir í t...

Listen
Hátalarinn
Lagalisti fyrir Jóa from 2018-02-19T16:05

Það hljómar tónlist eftir Ryuichi Sakamoto í þættinum. Bæði frumgerðir hans og endurgerðir aðdáenda hans og kollega. Arca og Jóhann Jóhannsson þar á meðal. Það er vikið að framlagi Osmos Vänskä þeg...

Listen
Hátalarinn
Anthony Burr, Alaw á Womex, Armenía, Íran og fleira from 2018-02-12T16:05

Anthony Burr tónlistarmaður ræðir um hugmyndafræði tónlistarinnar og tónlist þeirra Skúla Sverrissonar. Einnig er rætt við liðsmann hljómsveitarinnar Alaw frá Wales - Oliver Wilson Dickon- um heims...

Listen
Hátalarinn
Sellóin, hafið, rigningin og heill heimur með Arnljóti. from 2018-02-05T16:05

Lífið er dásamlegt sagði einu sinni sögupersóna í bíómynd og fetti sig og bretti í takt við melódramatíska músík í hæsta gæðaflokki. Nokkrum áratugum fyrr samdi rússinn Nikolai Myaskovsky sellósónö...

Listen
Hátalarinn
Myrkrið, tónlistarkennslufræðin og hörpufín músík. from 2018-01-29T16:05

Rætt er við Dr Helgu Rut Guðmundsdóttur dósent í tónlistarkennslufræðum, en hún flutti erindi á vetrarþingi FÍH laugardaginn 27.jan. Hátalarinn fór á Myrka músíkdaga og hitti meðal annarra listræna...

Listen
Hátalarinn
Kira Kira, Myrkir Músíkdagar og Womex from 2018-01-22T16:05

Kristín Björk Kristjánsdóttir (Kira Kira) segir frá nýrri plötu sinni - Alchemy&Friends, og einu og öðru sem tengist tónlistarsköpuninni. Vikið er að Myrkum músíkdögum í þættinum og hugleitt um myr...

Listen
Hátalarinn
Ivan Fischer og Arnljótur Sigurðsson. Ekki saman þó. from 2018-01-15T16:05

Arnljótur Sigurðsson heimsækir þáttinn með tunglsjúkan tónlistarpakka. Einnig er hugað að Ivani Fischer og tónlist hans, en hann er þekktari sem stjórnandi Budapest Festival Orchestra, sem heimækir...

Listen
Hátalarinn
Nýtt ár - ný músík... og gömul from 2018-01-08T16:05

Víkingur Heiðar Ólafsson er gestur fyrsta Hátalara nýs árs. Músík eftir Claude Debussy, Yuri Shaporin, Chris Pitsiokos, Dario Maranelli og André Reichling.

Listen
Hátalarinn
Nýtt ár - ný músík... og gömul from 2018-01-08T16:05

Víkingur Heiðar Ólafsson er gestur fyrsta Hátalara nýs árs. Músík eftir Claude Debussy, Yuri Shaporin, Chris Pitsiokos, Dario Maranelli og André Reichling.

Listen
Hátalarinn
Nýtt ár - ný músík... og gömul from 2018-01-08T16:05

Víkingur Heiðar Ólafsson er gestur fyrsta Hátalara nýs árs. Músík eftir Claude Debussy, Yuri Shaporin, Chris Pitsiokos, Dario Maranelli og André Reichling.

Listen