Allt á suðupunkti í breskum og bandarískum stjórnmálum - a podcast by RÚV

from 2019-09-26T11:00

:: ::

Harkan í stjórnmálum í Bandaríkjunum og Bretlandi er slík að margir telja litla sem enga von um að andstæðar fylkingar geti sameinast um eitt eða neitt. Í Bandaríkjunum hefur fulltrúadeild þingsins hafið formlega rannsókn á embættisfærslu Donalds Trumps forseta með það að markmiði að ákæra hann fyrir brot í starfi. Í Bretlandi er þjóðin klofin í tvær fylkingar í afstöðunni til Brexit og andstæðurnar þar magnast. Orðræðan var svo harkaleg í þinginu í Westminster á fyrsta þingfundi eftir að hæstiréttur Bretlands dæmdi þinghlé ólöglegt, að reyndur pólitískur ritstjóri BBC segist aldrei hafa upplifað annan eins þingfund. Þetta var umræðuefnið þegar við Jóhann Hlíðar Harðarson sátum við heimsgluggann á Morgunvakt Rásar-1. Mynd af forsíðu Guardian.

Further episodes of Heimsglugginn

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV