Grænland, hersýning í Moskvu - a podcast by RÚV

from 2020-06-25T08:30

:: ::

Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson ræddu aðallega um sjálfstæðismál Grænlendinga en í vikunni var sýnd í bæði í Danmörku og Grænlandi ný mynd eftir danskan leikstjóra, Kenneth Sorrento, sem fjallar um ungt fólk á Grænlandi og viðhorf þeirra til samfélagsins og ekki síst til sjálfstæðis Grænlands. Einnig var rætt um mikla hersýningu í Moskvu í tilefni af því að 75 ár eru frá því að Þýskaland gafst upp í seinni heimsstyrjöldinni. Hátíðahöldin áttu að vera í maí en var frestað vegna kórónuveirunnar. Þó að farsóttin geisi enn í Rússlandi var hersýningin haldin í gær. Flestir telja að Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, hafi vilja glæða þjóðernisvitundina rétt áður en Rússar ganga að kjörborðinu í þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskrá. Ef breytingarnar verða samþykktar getur Pútín setið áfram sem forseti til ársins 2036.

Further episodes of Heimsglugginn

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV