Litið yfir feril Trumps - a podcast by RÚV

from 2021-01-21T08:30

:: ::

Daginn eftir að Donald Trump lét af embætti Bandaríkjaforseta ræddu Þórunn Elísabet Bogadóttir og Bogi Ágústsson skrautlegan feril hans. Áheyrendur fengu að heyra nokkur valin hljóðdæmi frá forsetatíð Trumps. Hann var afar umdeildur maður þegar hann tók við embætti fyrir fjórum árum. Ósannindaflaumur hans í embætti hófst strax þegar hann lýsti yfir að fleiri hefðu sótt embættistöku hans en forvera hans, Baracks Obama, átta árum fyrr. Myndir frá vettvangi sýndu glögglega að mun færri voru viðstödd embættistöku Trumps og aðstoðarkona forsetans, Kellyanne Conway, reyndi að segja að stuðst hefði verið við ,,annars konar staðreyndir" eða „alternative facts“. Trump og liði hans var afar uppsigað við fjölmiðla og forsetinn sagði þá verða lygamerði og óvini þjóðarinnar. Fjölmörg önnur dæmi um axarsköft og vitleysur Trumps voru nefnd og vitnað í Dan Rather, fyrrverandi fréttastjóra CBS í Bandaríkjunum, sem segir að Trump hafi þegar fengið skelfileg eftirmæli, sagan eigi eftir að dæma hann enn harðar.

Further episodes of Heimsglugginn

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV