Margrét Danadrottning áttræð - a podcast by RÚV

from 2020-04-16T11:00

:: ::

Bogi Ágústsson og Björn Þór Sigbjörnsson ræddu um Margréti Þórhildi Danadrottningu sem er áttræð í dag 16. apríl. Hún fæddist nokkrum dögum eftir að Þjóðverjar hernámu Danmörku í síðari heimsstyrjöldinni. Foreldrar hennar, Friðrik krónprins og Ingiríður krónprinsessa, höfðu skömmu fyrir heimsstyrjöldina heimsótt Ísland, sem þá var enn í konungssambandi við Danmörku. Margrét var því líka íslensk prinsessa og var skírð íslenska nafninu Þórhildur. Í spjalli Björns Þórs og Boga er leikinn hluti úr viðtali við Margréti sem tekið var 1986 þar sem hún ræðir um þetta íslenska nafn sitt. Hátíðahöldin vegna afmælis drottningar verða með öðrum hætti en fyrirhugað var þar sem samkomubann er í Danmörku vegna kórónuveirufaraldursins. Engu að síður er hátíð í Danaveldi en drottningin og konungsfjölskyldan njóta mikillar hylli og stuðnings yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar.

Further episodes of Heimsglugginn

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV