19 | Eftirmálar bresku þingkosninganna, íþróttakona sem ákvað að deyja - a podcast by RÚV

from 2019-12-20T14:03

:: ::

Í nítjánda þætti Heimskviðna er fjallað um eftirmála bresku þingkosningnanna. Breski Íhaldsflokkurinn, leiddur af Boris Johnsson forsætisráðherra, vann sögulegan sigur í þingkosningunum í síðustu viku. Helsti keppinauturinn, Jeremy Corbyn leiðtogi Verkamannaflokksins, beið afhroð. En hvað þýða þessi úrslit fyrir Breta? Sumir hafa áhyggjur af því að sameinaða konungsríkið Bretland liðist í sundur og jafnvel að það komi til átaka á Norður-Írlandi að nýju. Ólöf Ragnarsdóttir segir okkur frá. Þá verður dánaraðstoð í Belgíu og víðar til umfjöllunar. Aðeins fertug að aldri ákvað afreksíþróttakonan Marieke Vervoort nefnilega að yfirgefa þessa jarðvist og verða sér út um aðstoð við að binda enda á líf sitt. Það gat hún, vegna þess að hún er Belgi. Guðmundur Björn Þorbjörnsson fjallar um íþróttakonuna Vervoort og dánaraðstoð. Að síðustu eru samskitpi Rússa og Norðmanna til umfjöllunar. Rússar eru víða að færa sig upp á skaftið í vígbúnaði. Einn staðurinn er Kólaskagi, sem er skammt frá Norður-Noregi. Norðmenn, sem hingað til hafa lifað í góðri sátt við þessa granna sína, eru órólegir yfir þessari þróun. En uppbygging stafar af þáttum sem Norðmenn ráða illa við. Við skoðum ástæðurnar fyrir uppbyggingunni, stöðu Norðmanna hennar vegna og hvert framhaldið gæti orðið. Hallgrímur Indriðason segir frá.

Further episodes of Heimskviður

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV