3 | Sýrland, Brexit og heimilisofbeldi í Rússlandi - a podcast by RÚV

from 2019-08-30T14:03

:: ::

Í þriðja þætti Heimskviðna fjallar Ólöf Ragnarsdóttir um borgarastyrjöldina í Sýrlandi, sem hefur staðið yfir í tæpan áratug. Hundruð þúsunda hafa þurft að yfirgefa heimili sín og enginn veit hvað átökin hafa kostað mörg mannslíf. Birta Björnsdóttir fjallar um heimilisofbeldi í Rússlandi. Mál þriggja systra sem myrtu föður sinn hefur vakið heimsathygli og beint kastljósinu að heimilisofbeldi í landinu. Elísabet Bretadrottning féllst í vikunni á beiðni forsætisráðherra landsins, Boris Johnson, um að gera hlé á þingstörfum í landinu. Allt leikur á reiðiskjálfi í breskum stjórnmálum, tveimur mánuðum fyrir fyrirhugaða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. En af hverju vilja Bretar út, og hvað gerist ef ekki nást útgöngusamningar við Evrópusambandið? Guðmundur Björn Þorbjörnsson ræðir við Julie Smith, fulltrúa í lávarðadeild breska þingsins og lektor við Cambridge-háskóla í evrópskum stjórnmálum. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.

Further episodes of Heimskviður

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV