43 | #FreeBritney, sýn Repúblikana og sjálfsvíg á Grænlandi - a podcast by RÚV

from 2020-08-28T14:03

:: ::

Í þriðja þætti haustsins er fjallað um sjálfsvíg ungs fólks á Grænlandi, sýn Repúblikana á Donald Trump og um hreyfinguna FreeBritney, sem er mönnuð stuðningsfólki tónlistarkonunnar Britney Spears. Er Britney Spears fangi föður síns? Þessu trúa þau sem fylgja #FreeBritney-hreyfingunni. Í tólf ár hefur þessi heimsfræga tónlistarkona, sem er oft kölluð prinsessa poppsins, ekki haft yfirráð yfir fjármálum sínum né öðrum hlutum í sínu lífi. Faðir hennar hefur verið lögráðamaður Britney og nýjustu fregnir herma að hún vilji binda endi á það fyrirkomulag. Ólöf Ragnarsdóttir kafaði ofan í málið og ræddi við Lauru Newberry, blaðakonu hjá Los Angeles Times og Frey Gígju Gunnarsson, fréttamann RÚV. Donald Trump var formlega útnefndur forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins í kosningunum í nóvember á flokksþingi Repúblikana í Charlotte. Óhætt er að segja að flokksþingið hafi verið með óhefðbundnu sniði. Guðmundur Björn Þorbjörnsson ræðir við repúblikanann Michael Johns, sem er fyrrum ræðuhöfundur George W. Bush og einn af stofnendum Teboðshreyfingarinnar, um landsþingið og sigurmöguleika Trumps í haust. Hvergi í heiminum eru sjálfsvíg tíðari en á Grænlandi, og hvergi á Grænlandi algengari en á austurströndinni. Ólíkt öðrum löndum þar sem tíðni sjálfsmorða hækkar með aldrinum er hlutfall ungs fólks mjög hátt á Grænlandi. Tilraunir til að bæta úr hafa aðeins borið lítinn árangur. Bogi Ágústsson fjallar um málið. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.

Further episodes of Heimskviður

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV