52 | Q-Anon, uppnám í Póllandi og efnahagsáhrif Covid-19 - a podcast by RÚV

from 2020-10-30T14:03

:: ::

Í Heimskviðum í dag er fjallaðum mótmæli í Póllandi, samsæriskenningasmiði í Bandaríkjunum og framtíðarhorfur í efnahagsmálum heimsins á tímum heimsfaraldurs. Pólskt samfélag er í uppnámi. Ekki aðeins eru sett met í fjölda kórónuveirusmita og dauðsfalla dag hvern heldur hefur úrskurður stjórnarskrárdómstóls þar í landi um þungunarrof valdið misklíð. Þúsundir hafa virt samkomutakmarkanir að vettugi og mótmælt á hverjum einasta degi síðustu vikuna. Þórunn Elísabet Bogadóttir segir frá. Enginn endi virðist í sjónmáli kórónuveirufaraldrinum og þar með efnahagskreppunni sem fylgdi farsóttinni. Hagfræðingar töldu að efnahagslífið rétti hratt úr kútnum þegar faraldurinn hefði gengið yfir, nú eru tvær grímur farnar að renna á þá og margir spá mun langvinnari kreppu. Bogi Ágústsson fjallar um farsóttarkreppuna og ræðir meðal annars við Jón Daníelsson, prófessor við London School of Economics. Samsæriskenningar lifa góðu lífi á samfélagsmiðlum. Ein þeirra hin svokallaða QAnon sem gengur út á það að Bandaríkjunum - jafnvel heiminum öllum - sé að mestu stjórnað af djöfladýrkandi barnaníðingum - og Donald Trump forseti sé bjargvætturinn. Talið er að milljónir séu hallar undir þennan boðskap og fólk úr þeirra röðum nái jafnvel inn á þing í kosningunum vestanhafs á þriðjudaginn. Ólöf Ragnarsdóttir fjallar um málið. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.

Further episodes of Heimskviður

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV