89 | Havana-heilkennið og tyrkneska lýran í frjálsu falli - a podcast by RÚV

from 2021-12-11T12:45

:: ::

Havana heilkennið eru veikindi sem fyrst varð vart árið 2016. Ólikt flestum öðrum sjúkdómum virðast veikindin fara í manngreiningarálit. Um 200 tilkynningar um veikindin hafa borist bandarískum yfirvöldum. Um helmingur þess hóps eru starfsmenn leyniþjónustu Bandarikjanna og fjölskyldur þeirra, hinn helmingurinn dreifist jafnt á milli starfsmanna varnarmálaráðuneytis og utanríkisráðnuneytis Bandaríkjanna. Þrátt fyrir ítarlegar rannsóknir hefur enn ekki tekist að rekja orsakir veikindanna, sem bandarískir diplómatar hafa fundið fyrir víða um heim. Þó að hagvöxtur í Tyrklandi hafi verið sjö og hálft prósent á þriðja ársfjórðungi í ár hafa kjör almennings orðið lakari. Ástæðan er mikið gengisfall tyrkneska gjaldmiðilsins og mikil verðbólga. Almenningur á í sífellt meiri vandræðum með að ná endum saman. Bogi Ágústsson fjallar um Erdogan Tyrklandsforseta og þær efnahagsþrengingar sem landið stendur nú frammi fyrir. Heimskviður er fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi. Ritstjórar þáttarins eru Guðmundur Björn Þorbjörnsson og Birta Björnsdóttir.

Further episodes of Heimskviður

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV