Jöklar með augum skáldskaparins og með augum vísindanna - a podcast by RÚV

from 2018-01-06T16:05

:: ::

Í þessum fyrsta þætti þáttaraðarinnar Jöklar í bókmenntum, listum og lífinum sem byggir á fyrirlestrum sem haldnir voru á ráðstefnu um Jökla í bókmenntum á Höfn í Hornafirði síðustu helgina í apríl 2017 má heyra opnunarfyrirlestur ráðstefnunnar Jökullinn og tíminn eftir Steinunni Sigurðardóttur. Einnig heyrist fyrirlesturinn Þekking Íslendinga á jöklum og eðli þeirra, sem Oddur Sigurðsson flutti en Þorsteinn Þorsteinsson jarðeðlisfræðingur er meðhöfundur. Upptökur og umsjón með samsetningu hafði Jórunn Sigurðardóttir. Kynningarlag þáttarins er Jökullinn eftir Jóhann Moravek við texta Guðbjarts Össurarsonar í flutningi karlakórsins Jökuls undir stjórn Jóhanns Moravek. Upptaka þessa flutnings gerð af Þorvarði Árnasynivið setningu ráðstefnunnar Jöklar í bókmenntum, listum og lífinu 28. apríl 2017.

Further episodes of Jöklar í bókmenntum, listum og lífinu

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV