Berghain opnar á ný, The Low End Theory, álfar Kópavogs - a podcast by RÚV

from 2021-09-30T17:03

:: ::

Í nágrenni við Ostbahnhof lestarstöðina í Berlín, í gömlu orkuveri er starfræktur þekktasti og líklega goðsagnakenndasti næturklúbbur dagsins í dag, Berghain. Staðurinn er mekka teknótónlistar í heiminum en einnig sveipaður mikilli dúlúð, það líklega auðveldara fyrir úlfalda að komast í gegnum nálarauga en aðkomumann að komast framhjá ógnvænlegum dyravörðunum. Eins og aðrir skemmtistaðir hefur Berghain ekki farið varhluta af heimsfaraldrinum, en nú um helgina opnar hann dyr sínar aftur eftir eins og hálfs árs lokun. Við ræðum við Kristinn Kerr Wilson, plötusnúð um það hvernig klúbbasenan í berlín hefur lifað af heimsfaraldurinn. 24. September 1991, fyrri þrjátíu árum síðan kom út í Bandaríkjunum plata sem hafði ómetanleg áhrif á sinn geira tónlistarinnar. Nei, ég er ekki að tala um Nevermind með gruggrokksveitinni Nirvana heldur The Low End Theory með rappsveitinni A Tribe Called Quest. Davíð Roach Gunnarsson rifjar upp snilldina. Magnús Thorlacius notaði sumarið í að rannsaka sjálfsmynd Kópavogs. Hann skoðaði atburði í sögu bæjarfélagsins og kennileiti þess út frá óvæntum sjónarhornum og hefur sagt frá niðurstöðum sínum í pistlaröð hér í lestinni í haust. Nú fjallar hann um íbúa bæjarins af álfakyni

Further episodes of Lestin

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV