Podcasts by Lestin

Lestin

Fjallað er fordómalaust um menningu samtímans í öllum sínum fjölbreytileika, samfélagsmiðla, dægurmenningu, allt sem mótar líf okkar hér og nú og speglar frá degi til dags.

Further podcasts by RÚV

Podcast on the topic Gesellschaft und Kultur

All episodes

Lestin
Besti veitingastaður í heimi lokar, The Last of Us from 2023-01-10T17:03

Það styttist í frumsýningu sjónvarpsþáttanna The Last of us sem framleiddir eru af HBO. Þeir byggja á vinsælum hrollvekjutölvuleik frá 2013 og mikil spenna ríkir meðal aðdáenda, sérstaklega yfir þv...

Listen
Lestin
Unglingar og stríðið á TikTok, Pam and Tommy, gervigreindarlist from 2022-03-02T17:03

Við heimsækjum tvo menntaskóla og heyrum hvað unglingum landsins finnst um stríðið í Úkraínu, hvernig stríðið birtist á samfélagsmiðlum og hvaða skilaboð þau hafa til Pútíns Rússlandsforseta Feðgar...

Listen
Lestin
Biðin, Tanja Björk, sjálfhverfir striðsfréttamenn? from 2022-02-28T17:03

Undanfarna daga hafa Ingólfur Bjarni Sigfússon fréttamaður og Ingvar Haukur Guðmundsson tökumaður flutt fréttir fyrir ríkisútvarpið frá Úkraínu. Fréttir þeirra hafa vakið mikla athygli, fyrst þegar...

Listen
Lestin
Daníel og Víkingur í LA, hýrir tónar frá Shamir og Anna Marsý hættir from 2022-02-24T17:03

Já, ég hef hætt ýmsu í gegnum tíðina. Hætt í samböndum, hætt að borða kjöt, hætt á pillunni og nú er ég að hætta í Lestinni. Ég hef svona eiginlega verið að reyna að hætta í Lestinni í mjög langan ...

Listen
Lestin
Hausar 10 ára, Harmur, bosnískt bíó og veðrið from 2022-02-23T17:03

Drum and Bass plötusnúðahópurinn Hausar fagnar 10 ára afmæli í ár, en þeir hafa verið óþreytandi í að standa fyrir reglyulegum danstónlistarviðburðum um alla borg. Danni Croax og Bjarni Ben setjast...

Listen
Lestin
Kanye-fréttir, markaðsvæðing reiðinnar, Berlinale og Berdreymi from 2022-02-22T17:03

Kvikmyndahátíðin í Berlín, Berlinale er ein stærsta og virtasta kvikmyndahátíð heims, en henni lauk nú um helgina. Nokkrar íslenskar myndir og þættir voru sýndar á hátíðinni og Lestin var með útsen...

Listen
Lestin
Lucky 3: Dýrfinna, Darren og Melanie from 2022-02-21T17:03

Gestir Lestarinnar mánudaginn 21. febrúar eru Dýrfinna Benita Basalan, Darren Mark og Melanie Ubaldo. Þau hafa vakið athygli í íslensku listalífi bæði sitt í hvoru lagi - í tónlist, myndlist og fat...

Listen
Lestin
Rússneskur poppkúltúr, Jane Campion, bíódómur from 2022-02-17T17:03

Við kynnum okkur nýsjálensku kvikmyndagerðarkonuna Jane Campion sem skrifaði nafn sitt enn einu sinni í kvikmyndasögubækurnar á dögunum þegar hún varð fyrsta konan til að hljóta tilnefningu í annað...

Listen
Lestin
Licorice Pizza, Ingibjörg Turchi, Frönsk kvikmyndahátíð from 2022-02-16T17:03

Ég efast um að nokkur bassaleikari hafi verið virkari undanfarinn áratug en Ingibjörg Elsa Turchi, hún hefur spilað með ótal hljómsveitum og tekið þátt í fjölbreyttum verkefnum, frá tilraunadjassi ...

Listen
Lestin
Megas, reiði og Betty Davis from 2022-02-15T17:03

Eftir að ásakanir um kynferðisofbeldi á hendur Megasi birtust í Stundinni undir lok síðasta árs hefur styr staðið um listamanninn. Rætt hefur um stöðu hans sem heiðurslaunahafa, einhverjir hafa hæt...

Listen
Lestin
Verbúðar-gagnrýni, ástartíst, Ægisbraut Records from 2022-02-14T17:03

Í gærkvöldi fór í loftið áttundi og síðasti þátturinn í Verbúðinni, sjónvarpsþáttum sem hafa sameinað þjóðina í nostalgíu fyrir níunda áratugnum og karpi um áhrif og gildi kvótakerfisins. Í Lestinn...

Listen
Lestin
Borgen snýr aftur, Cate Le Bon, Fréttir Stöðvar 2 from 2022-02-10T17:03

Tæpum áratug eftir að við sögðum skilið við fyrsta kvenforsætisráðherra Danmerkur Birgitte Nyborg snýr hún aftur í fjórðu þáttaröðinni af Borgen. Þetta stjórnmáladrama heltók dönsku þjóðina og síða...

Listen
Lestin
Harmur, míkródósaðir Bítlar, Sprettfiskur með breyttu sniði from 2022-02-09T17:03

Í næstu vikur verður frumsýnd fyrsta kvikmyndin í fullri lengd eftir tvo rétt rúmlega tvítuga kvikmyndagerðarmenn. Dramatíska spennumyndin Harmur eftir þá Anton Karl Kristenssen og Ásgeir Sigurðsso...

Listen
Lestin
Sjálfið, Óskarstilnefningar, Trúnó á sviði from 2022-02-08T17:03

Við röltum í kringum tjörnina í Reykjavík með Sigríði Eir Zophaníasdóttur, sviðslistakonu, og ræðum um berskjöldun á sviði og sviðssetningu hins persónulega. En um helgina sýnir hún í Tjarnarbíói v...

Listen
Lestin
Pam&Tommy, hinsegin þjóðhverfa, myndlistarjaðar í L.A. from 2022-02-07T17:03

Í öðrum þætti Pam and Tommy - sem segir söguna af einni frægustu heimaklámmynd sögunnar - stígur óvænt stjarna myndarinnar á svið, nefnilega typpið á Tommy Lee. Atriðið er afar óvenjulegt og sumir ...

Listen
Lestin
Ný mannkynssaga, ?eðlilegt? kynlíf, lúkkið á ólympíuleikum from 2022-02-03T17:03

Við kynnum okkur nýja róttæka og ögrandi mannkynssögu sem er umtöluð og umdeild þessa dagana. Þetta er bókin The Dawn of everything, Dögun heila klabbsins, Ný saga mannkyns eftir mannfræðinginn Dav...

Listen
Lestin
Svörtu sandar, Börn, Nightmare Alley from 2022-02-02T17:03

Um helgina var sýndur tvöfaldur lokaþáttur spennuþáttaraðarinnar Svörtu Sandar á stöð 2. Baldvin Z leikstýrir þáttunum sem hefjast á því að lík ungrar erlendrar konu finnst á svartri íslenskri sand...

Listen
Lestin
Alnæmisfaraldurinn, pistill að norðan, lyklavörður internetsins from 2022-02-01T17:03

Við heyrum í Íslendingi sem geymir einn af fjórtán lyklunum að internetinu. Nokkrum sinnum á ári þarf Ólafur Guðmundsson að mæta með lykilinn sinn í leikræna athöfn í hátæknilegu öryggisrými Virgin...

Listen
Lestin
Kyrkingar og kvenréttindi, kínversk list, rómantísk fjallahetja from 2022-01-31T17:03

Undanfarnar vikur hafa deilur um kyrkingar og kynfræðslu klofið feministarhreyfinguna á íslandi. Hlédís Maren Guðmundsdóttir fjallar um hugmyndfræðilegar deilur og kvenréttindi í Lest dagsins. Við ...

Listen
Lestin
Bonobo, Hawkeye og Venjulegt fólk from 2022-01-27T17:03

Þættirnir Venjulegt Fólk sem fjalla um leikara-vinkonurnar Völu og Júlíönu og allt venjulega fólkið í kringum þær hafa notið mikilla vinsælda. Þættirnir hófu göngu sína árið 2018 og nú er fjórða se...

Listen
Lestin
Handboltarokk, Sunneva Weisshappel, blóðugur Sunnudagur from 2022-01-26T17:03

Fyrr í dag lék karlalandslið Íslands í handknattleik við lið Svarfellinga, sigraði með 10 mörkum í síðasta leik sínum í milliriðli evrópumótsins. Þrátt fyrir fjölda kóvidsmita hefur hið unga og efn...

Listen
Lestin
Krepputíska, Spectral Assault Records, að besta og maxa from 2022-01-25T17:03

Breytist smekkur fólks í takt við sveiflur efnahagslífsins, sækir fólk í ákveðna tísku í efnahagskreppum. Birna Stefánsdóttir veltir þessum spurningum fyrir sér í innslagi í Lestinni í dag. Hún ræð...

Listen
Lestin
Sjokksíður, Haukur Hilmarsson, unglingamál from 2022-01-24T17:03

Hvaða hugsjónir eru það sem láta mann hlekkja sig við vinnuvél á hálendinu, hvað pólitík dregur hannn upp á þak alþingishússins vopnaðan bónusfána, hvaða sannfæring togar manneskju yfir hálfan hnöt...

Listen
Lestin
West Side Story, Villibráð, Hvað finnst vestfirðingum um Verbúð? from 2022-01-20T17:03

Sjónvarpsþáttaröðin Verbúðin hefur slegið í gegn undanfarnar vikur. Þættirnar fjalla um upphaf og áhrif kvótakerfisins á ónefnt sjávarþorp fyrir vestan. Eftir fyrsta þátt seríunnar steig þingmaður ...

Listen
Lestin
Lestin X Veröldin Hans Walts X Söngleikir samtímans from 2022-01-19T17:03

Þáttur dagsins er svokallaður víxlþáttur (e. crossover episode) þar sem stjórnandi annars þáttar, af annarri útvarpsstöð hoppar um borð. Það er Karl Pálsson, stjórnandi Söngleikja samtímans á Rás 2...

Listen
Lestin
Uppskriftin að Kanarí-gríni from 2022-01-18T17:03

Sketsahópurinn Kanarí frumsýnir á föstudag nýja seríu af gríni og glensi, einmitt því sem þjóðin þarf inn í grámyglulegan smitrekjanlegan hversdagsleikann. Guðmundur Felixson, Steiney Skúladóttir o...

Listen
Lestin
Betty White, algjör heimsendir, endurnýting og náttúruvernd from 2022-01-17T17:03

Leikkonan geðþekka Betty White lést á gamlársdag en hefði orðið hundrað ára í dag hefði hún lifað. Við lítum yfir feril White sem er að sögn heimsmetabókar guinnes sá lengsti í sögu bandarísks kven...

Listen
Lestin
Að byggja kofa, FM Dögun og Gasljós from 2022-01-13T17:03

Sagnorðið að gaslýsa hefur rutt sér til rúms í íslenskri umræðu síðastliðin misseri. Sá sem beitir gaslýsingu gegn öðrum grefur undan trúverðugleika og skynjun þess síðarnefnda á raunveruleikanum m...

Listen
Lestin
Edda Falak: fjölmiðlakona eða aktívisti? from 2022-01-12T17:03

Edda Falak var einn af mest gúggluðu íslendingum síðasta árs samkvæmt auglýsingastofunni Sahara. Nafn hennar var slegið inn að meðaltali 2.380 sinnum á mánuði og skyldi engan undra; á þessum tíma í...

Listen
Lestin
Hin raunverulega Svala - endurtekinn þáttur from 2022-01-11T17:03

Leið Lestarinnar er ekki eins greið og vanalega. Líkt og samfélagið allt finnur hún vel fyrir áhrifum veirunnar skæðu og þessa vikuna gengur einhvern veginn allt á afturfótunum. Við þurfum þó ekki ...

Listen
Lestin
Hamfaravæntingar, orðaforði #MeToo og neðanjarðarrapp from 2022-01-10T17:03

Tónlistarmaðurinn, myndlistarmaðurinn og fatahönnuðurinn Marcy Mane er áhrifamikill í neðanjarðarrappsenu Bandaríkjanna. Þórður Ingi Jónsson ræðir við Marcy um stafræna list í nútímanum en hann ber...

Listen
Lestin
Harmageddon í hjónabandsráðgjöf from 2022-01-06T17:03

Honum var lýst sem endalokum Harmageddon - síðasta útvarpsþætti þeirra Frosta Logasonar og Þorkells Mána Péturssonar á X-inu 977 þann 24. September 2021 og það þóttu mikill tímamót. Harmageddon haf...

Listen
Lestin
Dopesick, gervigreinarmyndlist og barist við vindmyllur from 2022-01-05T17:03

Á undanförnum árum og sérstaklega síðustu mánuðum hefur orðið gríðarlegt stökk í færni gervigreindar til að búa til myndir af nánast hverju sem er. Tæknin verður æ öflugri og aðgengilegri almennin...

Listen
Lestin
Áramótagleði, töfrar svepparíkisins og kynlaus tónlistarverðlaun from 2022-01-04T17:03

Aðstandendur Íslensku tónlistarverðlaunanna hafa tekið þá ákvörðun að fella út þá kyngreindu flokka sem eftir standa frá og með verðlaunahátíðinni 2022. Það verða því ekki sérverðlaun fyrir söngvar...

Listen
Lestin
Glæpatíðni, karlmennskuverðlaun og pólifónísk saga from 2022-01-03T17:03

Hvernig segir maður margradda sögu í gegnum tónlist. Þessu veltir tónlistar og myndlistarmaðurinn Bergur Anderson fyrir sér á hinni sérkennilegu hljómplötu Night Time Transmissions, plötu sem er me...

Listen
Lestin
Áramótapallborð Lestarinnar og Víðsjár from 2021-12-30T17:03

Systurþættirnir Lestin og Víðsjá gera upp árið. Í fyrri hluta þáttarins var fjallað um bestu og athyglisverðustu listaverk ársins, en í síðari hlutanum velt upp spurningum um miðlun og samfélagsumr...

Listen
Lestin
Íslensku TikTok-stjörnurnar 2021 from 2021-12-29T17:03

Þessa vikuna höfum við gert upp árið með því að rifja upp tónlistina sem stóð upp úr á árinu og svo stærstu menningarfréttir ársins eða kannski fremur menningarlega vinkilinn á stærstu fréttum ársi...

Listen
Lestin
Fréttir og fyrirbæri 2021 from 2021-12-28T17:03

Í þættinum í dag ætlum við að skoða það sem einkenndi árið, ætlum að skoða nokkrar af stærstu menningarfréttunum eða menningarlega vinkilinn á stærstu fréttum ársins. Þetta eru ekki endilega bestu...

Listen
Lestin
Tónlistarár Lestarinnar from 2021-12-27T17:03

Nú þegar líður að áramótum lítur Lestin yfir farinn veg og sér að hann var góður, í það minnsta hvað tónlistina varðar. Tónlistarárið 2021 var gjöfult hvað sem heimsfaraldri líður og í þætti dagsin...

Listen
Lestin
Völvusspá, ársuppgjör sjónvarpsgagnrýnanda og Hvar er Völundur? from 2021-12-22T17:03

Fyrir aldarfjórðungi birtist jóladagatalið Hvar er Völundur í fyrsta á skjám landsmanna. Hvar er Völundur er einnig til sýninga í ár í ólínulegri dagskrá á spilara ríkisútvarpsins, en þar má sjá ...

Listen
Lestin
Karlmennska, jólasögur, baráttan um breska jólasmellinn og Verbúðin from 2021-12-21T17:03

Á annan í jólum verða frumsýndir á RÚV nýjir íslenskir sjónvarpsþættir, Verbúðin sem er framleidd af Vesturport. Verbúðin fjallar um lítið sjávarþorp vestur á fjörðum og hóp fólks sem fer í útgerða...

Listen
Lestin
74 ára Rafha-eldavél, Foucault og BDSM, innflytjendastefna from 2021-12-20T17:03

Gamla eldavélin mín er loks komin á eftirlaun en hún hefur verið í stöðugri notkun frá árinu 1948, þar til nú um helgina. Í Lestinni í dag ætla ég að minnast Rafha-eldavélarinnar minnar og kynna mé...

Listen
Lestin
Maðurinn sem sagði nei, Annette, Díana prinsessa, jólatími from 2021-12-16T17:03

Við höldum áfram örseríu okkar hér í Lestinni um innflytjendastefnu Íslands í aðdraganda seinna stríðs. Við höfum heyrt um flóttafólkið sem vildi koma, um fjölskyldu sem fékk að koma, um fólkið sem...

Listen
Lestin
Tískujólagjafir, Kraumsverðlaunin, Þau sem fengu að vera from 2021-12-15T17:03

Við höldum áfram örseríu okkar hér í Lestinni um innflytjendastefnu Íslands í aðdraganda seinna stríðs. Við höfum heyrt um flóttafólkið sem vildi koma en fékk ekki og um fólkið sem vildi hjálpa en ...

Listen
Lestin
Fólkið sem vildi hjálpa, method-leikur í Succession, jólakarlar, from 2021-12-14T17:03

Í gær hófum við nýja örseríu í Lestinni um innflytjendastefnu Íslands í aðdraganda seinna stríðs. Þá fjölluðum við um umsóknirnar að utan, um fólkið sem vildi koma, gyðingana sem íslensk stjórnvöld...

Listen
Lestin
Robbie Shakespeare, þau sem vildu koma og framtíðarhljóð from 2021-12-13T17:03

Í þessari viku ætlum við að fjalla um innflytjendastefnu Íslands, fyrir og í seinna stríði, þegar fjölda gyðinga var neitað um landvistarleyfi eða vísað frá landi. Við kynnumst fólkinu sem ekki fé...

Listen
Lestin
Lesáskorun, óútgefin íslensk tónlist, pabbabrandarar, jólasögur from 2021-12-09T17:03

Æ fleiri setja sér markmið í upphafi árs um hversu margar bækur þeir ætli að lesa það árið og skrá svo lesturinn jafn óðum inn á bókavefinn Goodreads. Nú styttist í áramót og þar með komið að stund...

Listen
Lestin
Leikhústónlist, heimsmeistaraeinvígi í Dubai, Deig from 2021-12-08T17:03

Júlía Margrét Einarsdóttir rýnir í sjónvarpsþættina Deig þar sem snemmmiðalda og framalaus sænsk kona Malú finnur tösku með 47 milljón sænskum krónum. Hún leigir sér bakarí til að þvo hina nýfundnu...

Listen
Lestin
Jólin hjá Simma Vil, heiðursborgarinn Rihanna og Treble Technologies from 2021-12-07T17:03

Við heimsækjum íslenska sprotafyrirtækið Treble Technologies. Hópur tónlistarmanna stendur að fyrirtækinu sem sérhæfir sig í hugbúnaði á sviði hljóðhermunar, nýtir meðal annars sýndarveruleika til ...

Listen
Lestin
Regnbogadeildin, Burial, áhrifamest í listheiminum, jólasögur from 2021-12-06T17:03

Síðustu vikur hefur Alexander Laufdal Lund leitt okkur í gegnum þau meðferðarúrræði við fíknivanda sem í boði eru hér á landi, frá sjónarhorni hinsegin fólks. Í dag kynnir hann okkur fyrir eina me...

Listen
Lestin
Lana Del Rey, Hver á internetið? Og Spotify wrapped from 2021-12-02T17:03

Ert þú hlustandi góður búinn að deila tölfræði Spotify um þá tónlist sem þú hlustaðir mest á á árinu? Telurðu þig nægilega vel á nótunum til að fá fullt hús stiga í heimsbyggðar-spotify prófi Lesta...

Listen
Lestin
Tsjernobyl-bæn, Ógæfureið eða klikkað klám, Hinsegin fíklar #2 from 2021-12-01T17:03

Í síðustu viku hittum við ungan mann, Alexander Laufdal Lund, sem er umhugað um úrræði fyrir hinsegin fíkla. Alexander, sem er tvítugur, er óvirkur fíkill en þegar hann leitaði sér hjálpar á sínum ...

Listen
Lestin
Sagan af Svölu og The Real Me from 2021-11-30T17:03

Lagið The Real Me með söngkonunni Svölu Björgvinsdóttur kom út fyrir 20 árum. Þá hékk Svala með stjörnunum í Los Angeles, hitaði upp fyrir vinsæla strákasveit og var alveg að fara að gefa út sína ...

Listen
Lestin
Síðasti söngur Sondheim, jólasögur Blekfjelagsins, Sölvaminni from 2021-11-29T17:03

Hann lést á föstudag, 91 árs að aldri og söngleikjaheimurinn syrgir. Fráfall Stephen Sondheim markar eftir allt einhvers konar tímamót, fáir ef einhverjir hafa haft viðlíka áhrif á vestræna leikrit...

Listen
Lestin
Tveggja gramma Óli Arnalds, Sly Stone, draumar vegfarenda from 2021-11-25T17:03

Ólafur Arnalds tónlistarmaður kemur í heimsókn undir lok þáttar, en hann er tilnefndur til tveggja Grammý-verðlauna í ár, Anna Gyða Sigurgísladóttir fer á stúfana og spyr vegfarendur um drauma þeir...

Listen
Lestin
Nýtt blóð fyrir Dexter, gengin í Köben, Grammy, skammdegið from 2021-11-24T17:03

Danmörk á við gengjavanda að stríða, á því er enginn vafi, en reynst hefur erfitt að ná til þessa hóps og rannsaka hann, af hverju velja ungir menn að lifa glæpalífi á götum Kaupmannahafnar? Félags...

Listen
Lestin
Adele, fyrstu internetskilaboðin, íslenskt sci-fi from 2021-11-23T17:03

Eggið nefnist stuttmynd eftir Hauk Björgvinsson kvikmyndagerðarmann sem hlaut verðlaun sem besta sci-fi stuttmyndin á kvikmyndahátíð í Bolton á dögunum. Myndin fjallar um samfélag sem vill útrýma á...

Listen
Lestin
Hinsegin fíklar, Bónusgrís og ekki-fólkið from 2021-11-22T17:03

Á Íslandi eru engin sértæk úrræði fyrir hinsegin fólk með fiknivanda. Er þeirra yfirhöfuð þörf? Næstu vikur deila hinsegin fíklar með okkur reynslu sinni af íslenskum meðferðarúrræðum. Nú á dögunum...

Listen
Lestin
Fyndnustu mínar og Kristján snertir internetið, fjórði og síðasti hlut from 2021-11-18T17:03

Ég held áfram í leiðangri mína að finna sjálft internetið, reyna að skilja hvernig það virkar og snerta það. Ég hef skoðað ljósleiðaranetið innanlands, snert sæstrenginn sem tengir ísland við umhei...

Listen
Lestin
Eternals, Óorð Jóns Gnarr Wes Anderson og að snerta internetið 3 from 2021-11-17T17:03

Við höldum áfram í leiðangri okkar að finna sjálft internetið, reynum að skilja hvernig það virkar og reynum að snerta það. Við höfum skoðað ljósleiðaranetið innanlands, snert sæstrenginn sem tengi...

Listen
Lestin
Að snerta internetið 2, íslensk listahátíð í Aþenu, Jónas Hallgrímsson from 2021-11-16T17:03

Í dag er dagur íslenskrar tungu, og þar með afmælisdagur Jónasar Hallgrímssonar.Á degi sem þessum er vert að ræða stöðu tungumálsins, en eins að minnast skáldsins og það gerði dagskrárgerðarmaðurin...

Listen
Lestin
Að snerta internetið, jöklarannsóknir, cow og kötturinn Maggi from 2021-11-15T17:03

Skýið, gervihnettir, 5g, þráðlaust. Í hugum okkar er internetið svo loftkennt og óefnislegt. En í raun og veru er það bara ein stór flækja af snúrum, þráðum, strengjum, köplum, sendum, tölvum. Í ný...

Listen
Lestin
Lessuklipping, pólsk kvikmyndahátíð, Mosh-pytturinn og Teitur from 2021-11-11T17:03

Nú á dögunum kom út þriðja breiðskífa Teits Magnússonar, plata sem nefnist 33. Okkar mótþróaþrjóskuraskaði tónlistargagnrýnandi Davíð Roach Gunnarsson rýnir í plötuna. Við hringjum þvert yfir land...

Listen
Lestin
Maid, hugtakið ofbeldi og dularfull taska from 2021-11-10T17:03

Sjónvarpsgagnrýnandi Lestarinnar Júlía Margrét Einarsdóttir hefur setið yfir Netflix, í þetta sinn eru það þættirnir Maid sem eru á skjánum. Við förum í okkar þriðju heimsókn á leikminjasafn ísland...

Listen
Lestin
Ástin á skrifstofunni, vínylplötusnark, Leyni-pc-lögga? from 2021-11-09T17:03

Áður en hasarmynd Hannesar Þórs Halldórssonar kom fyrir augu íslendinga hlaut hún mikið lof erlendra gagnrýnenda, ekki síst fyrir fjölbreytni. Raunar var gagnrýnendum svo tíðrætt um þessa fjölbreyt...

Listen
Lestin
Þáttur nr. 666 from 2021-11-08T17:03

Þáttur dagsins er númer 666, nafn dýrsins, og þannig andskoti gott tækifæri til að vera með þemaþátt, alfarið tileinkaðan djöflinum. Helvíti, nöfn kölska, Sæmundur Fróði, Devil wears Prada, svartig...

Listen
Lestin
Inspector Spacetime, Bushido-rýni, ábyrgð fjölmiðla from 2021-11-04T17:03

Tónlistarmaðurinn Birnir gaf út sína aðra breiðskífu Bushido fyrir þremur vikum. Platan vakti mikla athygli og lög af henni sitja enn ofarlega á listum yfir mest streymdu lög á Íslandi. ÍDavíð Roac...

Listen
Lestin
Elham fær að vera, Birta, Last night in Soho, ástarrannsóknir from 2021-11-03T17:03

Í september sögðum við frá ungri íranskri tónlistarkonu, Elham Fakouri sem var synjað um atvinnuleyfi á Íslandi, þrátt fyrir að hafa fundið sérhæft starf í sínu fagi hér á landi. Margt getur gerst ...

Listen
Lestin
Heimsendatónlist, húmorslausar prinsessur, Love on the spectrum from 2021-11-02T17:03

Á dögunum kom út önnur sería af óvenjulegustu stefnumótaþáttum síðasta árs, Love on the Spectrum eða ást á rófinu. Í þáttunum er fylgst með ungu áströlsku fólki á einhverfurófinu stíga sín fyrstu s...

Listen
Lestin
Meta-veröld, gjörbreyttar Sugababes, Senjórítur syngja Bubba from 2021-11-01T17:03

Á fimmtudag tilkynnti Mark Zuckerberg um nýtt nafn og stefnu hjá tæknirisanum sem áður hét Facebook. Nú mun fyrirtækið heita Meta og leggja sérstaka áherslu á að skapa nýjan hliðarheima, sýndarveru...

Listen
Lestin
Fjölmiðlar á krossgötum, ómyndarsögur, hrekkjavökusjónvarp from 2021-10-28T17:03

Nú um helgina fer fram bresk-ameríska hátíðin sem á íslenskri tungu nefnist hrekkjavaka. Katrín Guðmundsdóttir sjónvarpsgagnrýnandi er algjörlega forfallin aðdáandi þess myrkurs og annarleika sem e...

Listen
Lestin
Leynilögga, Titane, vígsluathafnir íþróttaliða, Björk (aftur) from 2021-10-27T17:03

Hjá mörgum íþróttafélögum tíðkast inntökuvígslur af einhverju tagi. Yfirleitt er nýliði þá látinn gera eitthvað sem honum er erfitt eða er niðurlægjandi. Í samfélagsumræðunni hefur áherslan einna h...

Listen
Lestin
DAO, ást og húmor, dansað um ekkert from 2021-10-26T17:03

Við förum niður í Tjarnarbíó og kynnum okkur Neind Thing - dansverk eftir Ingu Huld Hákonardóttur, framið af 3 sviðslistakonum og einum trommara og leitast við að umbreyta ástandi óreiðu og ömurlei...

Listen
Lestin
Ástin á Kaffi Vest, slysaskot í Hollywood, vínylsöfnun Hermigervils from 2021-10-25T17:03

Um lítið annað hefur verið rætt á kvikmyndamiðlum um helgina en slysaskotið í Hollywood. Á fimmtudag lést kvikmyndatökukonan Halyna Hutchins auk þess sem leikstjórinn Joel Souza slasaðist þegar sko...

Listen
Lestin
Blökkubeita, hálf-félagsleg sambönd og Björk from 2021-10-21T17:03

Björk Guðmundsdóttir sest um borð í Lestina í dag.Tónleikaröðin Björk Orkestral fer fram þessa dagana í Hörpu en þar flytur hún berstrípaðar útgáfur af lögum sínum. En markmiðið er ekki síst að dra...

Listen
Lestin
Sýningin okkar, Squid Game, Succession og auðæfalist from 2021-10-20T17:03

Í Lestinni í dag fjöllum við um umtöluðustu þætti dagsins dag, þætti sem eru orðnir þeir vin­sæl­ustu sem streym­isveit­an Net­flix hef­ur nokk­urn tím­ann fram­leitt. Suður-kóresku þættirnir Squid...

Listen
Lestin
Vellíðan og víma, leikminjar, Ekki einleikið from 2021-10-19T17:03

Steindór Grétar Jónsson sökkvir sér ofan í vellíðunariðnaðinn svokallaða og skoðar hvernig hugbreytandi efni hafa náð þar vinsældum og útbreiðslu. Sigríður Jónsdóttir, sérfræðingur við Leikminjasaf...

Listen
Lestin
Ófærð, beðmál í borginni og samtímamenning Frakka from 2021-10-18T17:03

Við höldum áfram að spjalla um samtímamenningu ólíkra þjóða. Að þessu sinni höldum við til Evrópu. Anna Gyða Sigurgísladóttir segir okkur hvað ungir hinsegin parísarbúar eru að hlusta á og horfa á ...

Listen
Lestin
Lífsreglur samúræjans Birnis from 2021-10-14T17:03

Á morgun kemur út önnur breiðskífa rapparans Birnis, plata sem íslenskt rappáhugafólk hefur beðið eftir um nokkurt skeið, en það eru þrjú ár frá því að síðasta plata hans, Matador kom út. Þetta er ...

Listen
Lestin
James Bond, Skrattar, Kef Lavík, furðusaga af stolnum bassa from 2021-10-13T17:03

Hann er svartur, með bleikum og bláum köntum og neðarlega á hann stendur stórum bleikum stöfum Smutty. Hann er kontrabassi, stolinn kontrabassi, sem bassaleikarinn og útvarpsmaðurinn Smutty Smiff s...

Listen
Lestin
Hjólabretti, #Metoo í fyrirbærafræðilegu ljósi og rúllukraginn from 2021-10-12T17:03

Þeir eru sígildur klæðnaður, þrunginn merkingu, rúllukragabolirnir.Svartur rúllukragabolur er allt í senn fáguð og afslöppuð flík og hefur verið einkennisbúningur ólíkustu hópa og einstaklinga. Vi...

Listen
Lestin
Wolka, bensínstöðvar, Hvunndagshetjur og Björk Orkestral from 2021-10-11T17:03

Í kvöld fara fram fyrstu tónleikarnir í tónleikaseríu Bjarkar Guðmundsdóttur, Björk Orkestral. Upprunalega áttu tónleikarnir að fara fram í Frakklandi, Englandi, Rússlandi, Finnlandi og Þýskalandi ...

Listen
Lestin
Extreme Chill, TikTok Meme, Wolka og Leikminjasafnið from 2021-10-07T17:03

Í kjallaranum á Þjóðarbókhlöðunni er Sigríður Jónsdóttir, sérfræðingur við Leikminjasafn Íslands, í óða önn að fara í gegnum upptökur úr safni Þjóðleikhússins. Allar þær upptökur, nánar tiltekið, s...

Listen
Lestin
Stella Blómkvist, sýndarveruleikabíó, erlendir listamenn á Íslandi from 2021-10-06T17:03

Í síðustu viku fjölluðum við um mál Elham Fakouri, íranskrar tónlistarkonu sem sem sótti um tímabundið atvinnuleyfi hér á landi en var hafnað, á grundvelli þess að starfið sem henni bauðst - við st...

Listen
Lestin
Montero, Satanistar, Afsakið Facebook-hlé from 2021-10-05T17:03

Tónlistarmaðurinn Lil Nas X gaf út sína fyrstu stúdíó plötu í september við mikinn fögnuð aðdáenda. Einn þeirra aðdáenda er plötusnúðurinn og myndlistakonan Sunna Ben sem hreinlega elskar plötuna, ...

Listen
Lestin
Marklaus stjörnugjöf, RIFF, deilihagkerfi ástarlífsins from 2021-10-04T17:03

Það fór ekki hátt en glöggir lesendur menningarsíðanna tóku kannski eftir því í byrjun september að hinar alræmdu stjörnur hættu að birtast með listgagnrýni í Fréttablaðinu. Stjörnukvarðinn á gæði ...

Listen
Lestin
Berghain opnar á ný, The Low End Theory, álfar Kópavogs from 2021-09-30T17:03

Í nágrenni við Ostbahnhof lestarstöðina í Berlín, í gömlu orkuveri er starfræktur þekktasti og líklega goðsagnakenndasti næturklúbbur dagsins í dag, Berghain. Staðurinn er mekka teknótónlistar í he...

Listen
Lestin
Nei við ney, Y: the last man, týnt menningarefni from 2021-09-29T17:03

Elham Fakouri er írönsk tónlistarkona sem spilar á persneska tréblásturshljóðfærið ney.Hún var í meistaranámi við Listaháskóla Íslands og að námi loknu sótti hún um tímabundið atvinnuleyfi í sínu f...

Listen
Lestin
Frosnir dumplings og Michelin-stjörnufræði from 2021-09-28T17:03

Fyrr í mánuðinum var tilkynnt að veitingastaðurinn Dill hlyti Michelin-stjörnu annað árið í röð. Staðurinn varð árið 2017 fyrsta íslenska veitingahúsið til að hljóta þessa miklu viðurkenningu, miss...

Listen
Lestin
RIFF byrjar, (næstum því) kvennaþing, tölvuleikjabann í Kína from 2021-09-27T17:03

Tölvuleikir eru andlegt ópíum sagði í ríkisreknum fjölmiðli í Kína ekki alls fyrir löngu. Og neyslu þessa stafræna ópíum fólksins vill kínverski kommúnistaflokkurinn lágmarka. Í lok ágúst bárust fr...

Listen
Lestin
Kosningameme, greinarmerki, gamlir karlar og blóm from 2021-09-23T17:03

Ljósmyndir Sigurðar Unnars Birgissonar hafa ratað víða, enda hefur hann tekið passamyndir í ökuskírteini og vegabréf ófárra Íslendinga. Uppáhaldsmyndefni Sigurðar eru eldri karlmenn, til að mynda þ...

Listen
Lestin
Linkynning, finnsk menning og Bachelor from 2021-09-22T17:03

Hjónavígslutilkynningar í blöðum og sambandandsskráningar á Facebook eru úr móð. Síðasta rúma árið hafa meðvituðustu Instagram notendurnir nýtt sér nýja, mun varfærnislegri aðferð til að ljóstra up...

Listen
Lestin
Nýr íslenskur tölvuleikur, Buena Vista, Kópavogsborg from 2021-09-21T17:03

Við höldum niður í Skeifu þar sem tölvuleikjafyrirtækið Parity er staðsett, en nú fyrir helgi sendi fyrirtækið frá sér fyrstu kitluna fyrir tölvuleikinn Island of Winds, eyja káranna, sem kemur út ...

Listen
Lestin
Dune, makleg málagjöld og Gametíví from 2021-09-20T17:03

Á föstudag var frumsýnd framtíðar-geimmyndin Dune í leikstjórn Denis Villeneuve. Það hefur verið beðið eftir myndinni með mikilli eftirvæntingu, ekki aðeins er þetta rándýr stórmynd frá einum heita...

Listen
Lestin
Hin tilgerðarlega drottning listanna from 2021-09-16T17:03

Í kvöld er höfundarverk Halldórs Laxness Haldórssonar, Þétting hryggðar, frumsýnt á litla sviði Borgarleikhúsins. Við ræðum við Dóra um leikhúsdrauminn, móðgunarmenningu, sviðshöfundabraut Listahás...

Listen
Lestin
Nöfnur, mannlífsþættir, Met Gala, og spjallað um böll from 2021-09-15T17:03

Fjöldatakmarkanir voru rýmkaðar á miðnætti, 500 manns mega koma saman, og 1500 ef allri framvísa hraðprófi, notast við grímur eða halda fjarlægð. Undantekning á þessu eru skólaskemmtanir, framhalds...

Listen
Lestin
Sóley, Róska og Chimamanda from 2021-09-14T17:03

Kvikmyndin Sóley frá 1982 eftir róttæku myndlistarkonuna Rósku og eiginmann hennar Manrico Pavalettoni verður sýnd í fyrsta skipti í áraraðir í Bíó Paradís á sunnudaginn. Það hefur hreinlega ekki s...

Listen
Lestin
Afrópean, rafíþróttir, ofríki Kínverja í Tíbet from 2021-09-13T17:03

Blaðakonan Barbara Demick hefur ferðast um heiminn undanfarinn aldarfjórðung og fjallað um nokkur af lokuðustu samfélögum heims. Í nýjustu bók sinni fjallar hún um bæinn Ngaba í Tíbet sem er einn a...

Listen
Lestin
Æði, Slay, Living from 2021-09-09T17:03

Tveir meðlima þríeykisins úr sjónvarpsþáttunum Æði, þeir Brynjar Steinn Gylfason, betur þekktur sem Binni Glee, og Patrekur Jamie taka sér far með Lestinni. Þeir spjalla um lífið sem raunveruleikas...

Listen
Lestin
Laxveiðiljósmyndir, bíó og R. Kelly from 2021-09-08T17:03

Nú standa yfir réttarhöld í New York yfir manni sem kallar sig ?the Pied Piper of RnB?. Nafngiftin er óþægileg, í ljósi þeirra ásakana sem R.Kelly situr undir, óþægilega viðeigandi. Ásgeir H. Ingól...

Listen
Lestin
08.09.2021 from 2021-09-08T17:03

Listen
Lestin
Gróa, vinabæir, bíræfni bókaþjófurinn snýr aftur from 2021-09-07T17:03

Í febrúar greindum við frá því að bíræfinn bókaþjófur herjaði á íslenska rithöfunda, og raunar rithöfunda um allan heim, og rændi frá þeim óútgefnum handritum. Nú hefur þrjóturinn látið aftur til s...

Listen
Lestin
Týndar minningar, Aaliyah og löggiltur elskhugi (CLB) from 2021-09-06T17:03

Certified Lover Boy nefnist sjötta breiðskífa rapparans Drake sem kom út nú á föstudag. Drake er kanadamaður af gyðingaættum og hóf ferilinn sem barnastjarna í sjónvarpi en hefur tekist að verða vi...

Listen
Lestin
Írönsk menning, eldað með Paris, Airwaves frestað from 2021-09-02T17:03

Við kynnum okkur hvað er að gerast í íranskri samtímamenningu. Kjartan Orri Þórsson segir okkur frá írönskum sjónvarpsþáttum, bókum og tónlist Við rýnum í nýja raunveruleikaþætti þar sem hótelerfin...

Listen
Lestin
Dýrið, Drífa Líftóra, Skítalækurinn og sótthreinsaðir Sex Pistols from 2021-09-01T17:03

Við förum í skoðanaferð um vinnustofu fata-og textílhönnuðarinns Drífu Líftóru. Hún sýnir okkur græjurnar sínar og fatalínuna sem hún sérsaumar eftir pöntunum í mynstri sem hún þrykkir sjálf, en þa...

Listen
Lestin
Kanye, klósettmenning og konan sem þrífur from 2021-08-31T17:03

Það er alltaf stórviðburður í poppheiminum þegar ný plata kemur frá rapparanum Kanye West, enda er hann einhver skærasta og útreiknanlegasta stjarnan í dægurtónlist samtímans. Tvö ár eru frá síðust...

Listen
Lestin
Má ég sparka? from 2021-08-30T17:03

Lestin snýr aftur úr sumarfríi og veður beint í boltann. Þáttur dagsins er tileinkaður fótbolta, þeirri fögru íþrótt, en þó alls ekki íþróttinni sjálfri heldur því sem gengur á hjá fólkinu allt í k...

Listen
Lestin
Fótbolti og fórnarkostnaður, kínverski kommúnistaflokkurinn, þreyta from 2021-07-01T17:03

Þetta er seinasti þáttur Lestarinnar fyrir sumarfrí og, við erum svolítið þreytt. Ekki á ykkur, elsku hlustendur, bara á því að sitja við skrifborðið og á öllu þessu erfiða sem er í fréttum og við ...

Listen
Lestin
Biskup yfir sjálfum sér, Lexi Picasso, og Frjálsir menn á Cannes from 2021-06-30T17:03

Við hringjum til Nairobi í Kenýa og ræðum við rapparann Lexa Picasso sem er þar búsettur um þessar mundir. Lexi bjó lengi í Atlanta höfuðborg rappsins í Bandaríkjunum og vakti mikla athygli þegar h...

Listen
Lestin
Britney, grafin tónlist, óumbeðnar kvittanir og Góðan daginn faggi from 2021-06-29T17:03

Góðan daginn faggi er einleikur þar sem fertugur söngleikjahommi, Bjarni Snæbjörnsson leikari, leitar skýringa á skyndilegu taugaáfalli sem hann fékk upp úr þurru einn blíðviðrisdag. Og já, verkið ...

Listen
Lestin
Safnasafnið, Chaplin tvíburarnir og hugarheimur Jóhanns Jóhannsson from 2021-06-28T17:03

Tónskáldið og kvikmyndagerðarmaðurinn Jóhann Jóhannsson lést langt fyrir aldur fram árið 2018. Indí, diskó, rafrænar hljóðtilraunir og kvikmyndatónlist, allt þetta og meira tók hann þessi fjölhæfi ...

Listen
Lestin
Skrattar. tónlist fyrir kindur og N-fjórir from 2021-06-24T17:03

Við lítum við hjá einu sjónvarpsstöð landsins með höfuðstöðvar utan höfuðborgarsvæðisins. N fjórir skilgreinir sig sem landsbyggðamiðil og dagskráin ber þess svo sannarlega merki en digurbarkaleg b...

Listen
Lestin
Daníel Laxness, Powerhouse/Spennistöð, Feminísk heimspeki from 2021-06-23T17:03

Nú á dögunum kom út mikið og þykkt safnrit, Handbók Oxford um Feminíska heimspeki, þar sem reynt er að ná utan um ýmsar stefnur og strauma, já og spurt hvað það eiginlega er, feminísk heimspeki. An...

Listen
Lestin
Katla gagnrýnd, Holy Hrafn, Icedocs og Kaktus from 2021-06-22T17:03

Við rýnum í Kötlu, nýja sjónvarpsþætti Baltasars Kormáks og Netflix. Júlía Margrét Einarsdóttir sjónvarpsgagnrýnandi Lestarinnar spændi í gegnum þættina átta um helgina eins og svo margir aðrir, og...

Listen
Lestin
Vofufræði, líkamsvirðing á youtube, síðasta kvöldið í Hannesarholti from 2021-06-21T17:03

Á laugardagskvöldið var afrísk menning allsráðandi við Grundarstíg í Reykjavík. Björk Guðmundsdótti þeytti skífum með taktföstum afrískum tónum og gambíski kokkurinn Alex Jallow galdraði fram dýrin...

Listen
Lestin
Konur/menn, Vináttuvél, Skuggahverfið, A Quiet Place II, Koddahjal from 2021-06-16T17:03

Eftir því sem tölvuleikjaiðnaðurinn hefur stækkað hafa áhrif hans orðið víðtækari, efnahagslega, menningarlega og ekki síst á persónuleg samskipti fólks. Einstaklingar spjalla, þeir kynnast, verða ...

Listen
Lestin
Súpersport!, afturfætur fíls, Að-liggja-út-af-ismi, hvíta Hollywood from 2021-06-15T17:03

Við fáum þriðja og síðasta pistilinn frá Xinyu Zhang bókmenntafræðing í pistlaröð sem hefur yfirskriftina Formsatriði. Að þessu sinni veltir hann fyrir sér andstæðunum að standa upp og leggjast út ...

Listen
Lestin
Baltasar Kormákur: Katla og Idris Elba ? Hollywood og heima from 2021-06-14T17:03

Við hringjum til Suður Afríku og ræðum við Baltasar Kormák, kvikmyndaleikstjóra. Hann er þar staddur við tökur á kvikmyndinni Beast með Idris Elba í aðalhlutverki. Á sama tíma er verið að frumsýna ...

Listen
Lestin
10.06.2021 from 2021-06-10T17:03

Listen
Lestin
Plötubúðir, fyrsta platan, nýja Gusgus platan (og skemmdarverk) from 2021-06-10T17:03

Við einbeitum okkur að plötum og plötubúðum í tilefni af alþjóðlega plötubúðadeginum sem verður haldinn hátíðlegur nú á laugardag. Þó að hægt sé að nálgast endalaust magn tónlistar á streymisveitum...

Listen
Lestin
Haki, Sweet Tooth og listsköpun með jaðarhópum from 2021-06-09T17:03

Síðastliðin tvö ár hefur listkennsludeild Listaháskólans unnið að uppbyggingu nýrrar námslínu við deildina, sniðna að listamönnum sem vilja vinna með jaðarhópum, og nýta listina til að stuðla að ve...

Listen
Lestin
Svefnhöfgaskynjun, aðvaranir, Emoji-hrun og stríðsáróður í bíó from 2021-06-08T17:03

Við höldum áfram að sökkva okkur ofan í sögu annarlegra hagsmuna við gerð Hollywood-kvikmynda. Að þessu sinni ræðir Steindór Grétar Jónsson um samkrull skemmtanaiðnaðarins og Bandaríkjahers, eða þa...

Listen
Lestin
List í frumskógi, skiptinám, Curious og höfundarréttur gervigreindar from 2021-06-07T17:03

Í síðustu viku ræddi Lára Herborg Ólafsdóttir lögfræðingur við okkur um reglugerðardrög evrópusambandsins um gervigreind og þau tækifæri og hindranir sem felast í að setja skorður á sköpun hennar. ...

Listen
Lestin
Lifi djammið! from 2021-06-03T17:03

Í þætti dagsins veltum við fyrir okkur samlífi og gagnvirkum áhrifum skemmtanalífs og nýsköpunar í tónlist. Við fræðumst um rannsóknir á næturhagkerfinu, við röltum milli sögufrægra hinsegin skemmt...

Listen
Lestin
Master of None, gervigreindarlögfræði, Hraunborgir from 2021-06-02T17:03

Í þætti dagsins veltum við fyrir okkur möguleikanum á því að nota hraunrennsli úr eldgosum á borð við það sem nú stendur yfir á Reykjanesi til þess að búa til undirstöður nýrra og umhverfisvænni bo...

Listen
Lestin
01.06.2021 from 2021-06-01T17:03

Listen
Lestin
Gjörningur til sölu, litir gamalla húsa, annarleg sjónarmið í bíó from 2021-06-01T17:03

Ef þú kíkir inn á vefsíðu Gallerí Foldar hlustandi góður þá getur þú ekki bara boðið í olímálverk, prent eða skúlptúra, þú getur freistað þess að eignast gjörning sem hófst í nóvember í fyrra og st...

Listen
Lestin
Réttarlæknisfræði fyrir rithöfunda, talað við vegg og Ólafur Kram from 2021-05-31T17:03

Í síðustu viku fór hin árlega hljómsveitakeppni Músíktilraunir fram eftir að hafa fallið niður í fyrra. Úrslitakvöldið fór fram í Hörpu á laugadag og þá kepptu 12 hljómsveitir og listamenn um sigur...

Listen
Lestin
Krufning á sjálfsmorði, Ash Walker, Yung Lean og Friends endurfundir from 2021-05-27T17:03

Það hafa margir beðið með eftirvæntingu eftir sérstökum Friends-endurfundaþætti sem kom út í dag. Vinir nutu áður óséðra vinsælda þegar þeir voru sýndir á árunum 1994 til 2004, og halda áfram að dr...

Listen
Lestin
BSÍ, hljóðgervlar, Apausalypse, Sprettfiskur á Stockfish from 2021-05-26T17:03

Á laugardag fögnuðu áhugamenn um hljóðgervilinn, synthesizerinn, alþjóðlegum degi hljóðfærisins. Dagurinn er haldinn hátíðlegur víða um heim á fæðingardegi Roberts Moog sem fann upp fyrsta hljóðge...

Listen
Lestin
Rappettur í fjölmiðlum, bandamenn gegn undirokun, Hjartasteinn from 2021-05-25T17:03

Óli Valur Pétursson meistaranemi í fjölmiðla- og boðskiptafræði við Háskólann á Akureyri skilaði lokaritgerð sinni á dögunum: viðtalsrannsókn um upplifun rappara ? og þá sérstaklega kvenkyns rappar...

Listen
Lestin
Kristín Þorkels drottning grafískrar hönnunar from 2021-05-20T17:03

Sumir myndu kalla fimmtudagsviðtölin í Lestinni drottningarviðtöl og það er svo sannarlega nafn með rentu í þetta skiptið. Fimmtudagsgestur Lestarinnar þessa vikuna er Kristín Þorkelsdóttir, myndli...

Listen
Lestin
Eikonomics, Kolkrabbakennari og þöggunarsamningar from 2021-05-19T17:03

Metoo bylgja síðustu vikna fleytti sumum sögum upp á yfirborðið. Aðrar mara enn í undiröldunni. Undanfarið hefur ein slík risið hærra og hærra, saga af þjóðþekktum einstakling sem sagður er krefja ...

Listen
Lestin
Stepbrothers með Will Ferrell, Sideproject ogg útlendingaandúð from 2021-05-18T17:03

Veiran kom fyrst yfir landamærin snemma árs 2020, kannski með skíðafólki úr efri lögum samfélagsins, kannski eitthvað fyrr. Á síðustu mánuðum hafa augu samfélagsins hinsvegar beinst að öðrum hópum:...

Listen
Lestin
Eygló x Hugleikur, Vonarstræti, að kunna ekkert annað og Hönnunarmars from 2021-05-17T17:03

Hin árlega hönnunarhátíð Hönnunarmars hefst á miðvikudag, tveimur mánuðum á eftir áætlun. Alfrun Palsdóttir kynningarstjóri heimsækir lestina í síðari hluta þáttarins og segir frá hátíðinni. Og mei...

Listen
Lestin
Nightclubbing, Gagnamagns-búningar, AR-tækni, íslenskufasismi from 2021-05-12T17:03

Tæknin er að breyta raunveruleika okkar. Hin svokallaða AR-tækni, augmented reality eða breyttur veruleiki felst í því að færa stafrænar upplýsingar úr snjalltækjum og inn á sjónsvið okkar. Í gegnu...

Listen
Lestin
Karlar og ábyrgð á MeToo-tímum from 2021-05-11T17:03

Nýjasta bylgjan í Metoo-hreyfingunni svokölluðu á Íslandi hefur skollið á okkur undanfarna viku, enn eitt uppgjör samfélagsins við rótgróið kynbundið ofbeldi og kynferðisofbeldi, Nú birtir fólk, að...

Listen
Lestin
Ásta, Alma, Last Black man in San Francisco og Land og Synir from 2021-05-10T17:03

Í síðustu viku kom út fyrsta lagið af væntanlegri breiðskífu tónlistarkonunnar Ástu Kristínar Pjetursdóttur. Hún hlaut íslensku tónlistarverðlaunin í fyrra, frumraun hennar Sykurbað var valin besta...

Listen
Lestin
Loji saumar út og skrifar ástarbréf til Sigvalda from 2021-05-06T17:03

Myndlistarmaðurinn, tónlistarmaðurinn og arkitektúrunnandinn Loji Höskuldsson er fimmtudagsgestur Lestarinnar í dag. Loji hefur á undanförnum árum vakið athygli fyrir útsaumsverk sín sem sýna ofta...

Listen
Lestin
Nýja Aron Can-myndbandið, fjallamennska á filmu, bréf úr bústað from 2021-05-04T17:03

Tónlistarmaðurinn Aron Can gaf út nýtt tónlistarmyndband á dögunum eða kannski öllu heldur tónlistarmynd: sögu sem leiðir áhorfandann í gegnum dystópíska útgáfu af Reykjavík þar sem undir hljóma lö...

Listen
Lestin
Mýrin, hárskerar og íslensk fatahönnun from 2021-05-03T19:03

Einhverjir kunna að gantast með að H&M hafi opnað rétt svo í tæka tíð á Íslandi til að verja tískurisann hruni, því Íslendingar hafa ekki komist til útlanda að versla í háa herrans tíð. Það er þó k...

Listen
Lestin
Mýrin, hárskerar, íslensk fatahönnun, nýtt frá Billie Eilish from 2021-05-03T17:03

Einhverjir kunna að gantast með að H&M hafi opnað rétt svo í tæka tíð á Íslandi til að verja tískurisann hruni, því Íslendingar hafa ekki komist til útlanda að versla í háa herrans tíð. Það er þó k...

Listen
Lestin
Forseti Smartlands í einkaviðtali from 2021-04-29T17:03

Í Lestinni þennan fimmtudaginn setjumst við niður með Mörtu Maríu Jónasdóttur, ritstjóra Smartlands á mbl.is. Smartlandið ættu flestir Íslendingar að þekkja. Það er í senn einn vinsælasti vefur lan...

Listen
Lestin
Ritstífla, La Femme, Them, bindingar from 2021-04-28T17:03

Að vefja kaðla og reipi er handverk sem hefur fylgt mannkyninu í gegnnum aldirnar. Í hafnarhúsinu á laugardag opna þrír hönnuðir sýningu sem byggir á rannsóknum þeirra á handverki kaðlagerðar og tá...

Listen
Lestin
Scott Rudin, Manndýr, pennavinir og fangi í raunveruleikaþætti from 2021-04-27T17:03

Það er stundum talað um að börn séu fæddir heimspekingar. Það er kannski ekki svo að þau geti skrifað ritrýndar fræðigreinar um sögu heimspekinnar en þau eru fordómalaus, óhrædd við að spyrja og bú...

Listen
Lestin
Gísli Darri á Óskarnum, Góði hirðirinn og formaður húsfélags from 2021-04-26T17:03

Síðar í vikunni verður frumsýnd heimildarmyndin Góði Hirðirinn eftir Helgu Rakel Rafnsdóttur, mynd sem er tekin á Garðstöðum við Ísafjarðardjúp, þar sem Þorbjörn Steingrímsson hefur sankað að sér h...

Listen
Lestin
Svartur Messías, The Father, Ofurdeild, Hver drap Friðrik Dór? from 2021-04-21T17:03

Við rýnum í tvær af þeim myndum sem tilnefndar eru til Óskarsverðlaunanna í ár sem besta kvikmyndin. Júdas og hinn svarti Messías og Faðirinn, þar sem Anthony Hopkins leikur aldraðan mann með heila...

Listen
Lestin
Leikhúsplágur, litáísk listakona, móðgaður Morrissey, bréf um vináttu from 2021-04-20T17:03

Hinar ýmsu lifandi sviðslistir hafa þurft að laga sig að fordæmulausum tímum covidflensunnar. Það hefur svo sannarlega reynt á þolmörk þeirra, hvort þær standi og falli með líkamlegri nálægð áhorfe...

Listen
Lestin
Hljóðhernaður, kaffisnobb, Djöflaeyjan og Íslensku tónlistarverðlaunin from 2021-04-19T17:03

Í síðustu viku heyrðum við fyrsta innslagið af svokölluðum blaðlauk frá Jón Torfa Arasyni og Þórdísi Claessen. Í þessum innslögum sínum flysja þau lögin af ýmsum hversdagslegum fyrirbærum, og í dag...

Listen
Lestin
Bjarmalandsför Vals from 2021-04-15T17:03

Síðustu tvær vikur hafa Sovétríkin borið óvenjulega oft á góma hér í Lestinni. Í þætti dagsins ætlum við að halda áfram að horfa til austurs en fimmtudagsgestur Lestarinnar er Valur Gunnarsson rith...

Listen
Lestin
Kirkjan og kynlíf, Andi, óviðeigandi bros from 2021-04-14T17:03

Hvernig á kirkjan að ná til ungu kynslóðarinnar? Þessi spurning er nánast samgróin starfi þjóðkirkjunnar sem hefur undanfarið leitað ýmissa leiða til að boða ungum eyrum fagnaðarerindið. Séra Dagur...

Listen
Lestin
Ólíkur húmor kynslóðanna, RomCom, nýfundin gömul hringadróttinssaga from 2021-04-13T17:03

Við kynnum okkur 30 ára gamla rússneska sjónvarpsmynd byggða á Hringadróttinssögu, mynd sem hefur slegið í gegn á Youtube, þrátt fyrir - eða kannski einmitt vegna þess - hversu hrá og heimagerð hún...

Listen
Lestin
Einkennisbúningur íslensku húsmóðurinnar, Sódóma og geimkapphlaup from 2021-04-12T17:03

Í dag eru nákvæmlega 60 ár liðin frá því að hinn sovéski Yuri Gagarín varð fyrsti maðurinn í geimnum, fór hringinn í kringum jörðina á klukkutíma og 48 mínútum. Við nýtum tilefnið og kíkjum með Atl...

Listen
Lestin
Einkennisbúningur íslensku húsmóðurinnar, Sódóma og geimkapphlaup from 2021-04-12T17:03

Í dag eru nákvæmlega 60 ár liðin frá því að hinn sovéski Yuri Gagarín varð fyrsti maðurinn í geimnum, fór hringinn í kringum jörðina á klukkutíma og 48 mínútum. Við nýtum tilefnið og kíkjum með Atl...

Listen
Lestin
Systrabönd Silju from 2021-04-08T17:03

Silja Hauksdóttir, leikstjóri, sest um borð í Lestina þennan fimmtudaginn. Silja hefur í hátt í tvo áratugi skrifað handrit, leikstýrt kvikmyndum og sjónvarpsseríum: Dís, Stelpurnar, Ríkið, Ástríðu...

Listen
Lestin
Töfrar svepparíkisins, Lil Nas X og ein villa á stafsetningarprófi from 2021-04-07T17:03

Ingólfur Eiríksson flytur okkur sitt annað bréf til Birnu hér í Lestinni á miðvikudegi, að þessu sinni koma nördar, augnlæknar og stafsetningapróf meðal annars við sögu. Anna Marsibil kynnur sér de...

Listen
Lestin
Systrabönd, Síð-sovéska nýbylgjan, fötluð Disney-illmenni from 2021-04-06T17:03

Yfir hátíðarnar hljómuðu þættir um heim Walt Disney teiknimynda hér á Rás 1, þættir sem nefnast Veröldin hans Walts. Þeir fóru um víðan völl, veltu fyrir sér hvort fataskápar gætu verið kynæsandi o...

Listen
Lestin
31.03.2021 from 2021-03-31T19:03

Listen
Lestin
Skipið í Eyðimörkinni, einkennisbúningar og hin eina sanna from 2021-03-31T17:03

Júlía Margrét Einarsdóttir rýnir í Netflix-sjónvarpsþættina The One, vísindatrylli sem fjallar um leitina að hinum fullkomna maka, hina einu sönnu ást, með hjálp erfðatækni. Í upphafi vikunnar tóks...

Listen
Lestin
Nektarsjálfur, hljóðbankatónlist og Eydís Evensen from 2021-03-30T17:03

Eydís Evensen, píanóleikari og tónskáld, er upprennandi stjarna í heimi samtímaklassíkur. Bylur nefnist hennar fyrsta plata sem kemur út á næstunni. Við heimsækjum Eydísi í dag, spjöllum um nýju pl...

Listen
Lestin
Hrafninn flýgur, leikhús í lokunum, Bassi gegn Bjarna Ben from 2021-03-29T17:03

Ungur maður að nafni Bassi Maraj skapaði mikla ólgu á netheimum um helgina, eftir að hafa svarað tísti frá fjármálaráðherra Íslands fullum hálsi. Stjórnmálafræði prófessorinn Hannes Hólmsteinn Giss...

Listen
Lestin
Lest við stofuhita from 2021-03-25T17:03

Bergur Ebbi Benediktsson sest um borð í Lestina í þætti dagsins. . Nýir sjónvarpsþættir hans, Stofuhiti, hefjast á Stöð 2+ í dag. Þar ætlar hann að fara með áhorfendur í hugmyndaferðalag um tækni o...

Listen
Lestin
Eldgosa-meme, eldfjallahljóð, Nomadland, Þorpið í bakgarðinum from 2021-03-24T17:03

Gunnar Theodór Eggertsson flytur gagnrýni um tvær myndir sem sýndar eru í íslenskum kvikmyndahúsum þessa dagana, hina óskarstilnefndu Nomadland eftir Chloé Zhao og nýja íslenska mynd Þorpið í bakga...

Listen
Lestin
Landfræðiljósmyndun, bréf til Birnu og hinn mexíkóski Tupac from 2021-03-23T17:03

Mexíkóski tónlistarmaðurinn og söngvarinn Chalino Sanchez er mikil alþýðuhetja í Mexíkó, Bandaríkjunum og víðar, eins konar mexíkóskur Tupac segir Þórður Ingi Jónsson. Tónlist þeirra er kannski ólí...

Listen
Lestin
Shatner níræður, 79 af stöðinni og guðlast í Póllandi from 2021-03-22T17:03

Við kynnum okkur deilur þungarokkarans Nergal úr hljómsveitinni Behemoth og stjórnvalda í heimalandi hans Póllandi. Hann hefur verið ákærður fyrir guðlast fyrir mynd sem hann deildi á instagram-síð...

Listen
Lestin
Hálfur Álfur, Altin Gun og tíbetskar búddanunnur from 2021-03-18T17:03

Heimildarmyndin Hálfur Álfur segir sögu manns sem undirbýr hundrað ára afmælið sitt en einnig eigin jarðarför. Í myndinni má merkja mikla nánd milli kvikmyndagerðarmannsins, Jóns Bjarka Magnússonar...

Listen
Lestin
Útrás 2, Chloé Zhao og sítt að aftan from 2021-03-17T17:03

Það er að riðja sér til rúms, enn eina ferðina, hárið sem fólk elskar að hata. Greiðslan sem gerir fólk geðveikt, klippingin sem sem er svo hallærisleg að hún er kúl. Hér er að sjálfsögðu mælt um m...

Listen
Lestin
Spóla(fsfjörður), Skrekkur og svartsýnar sviðsmyndir from 2021-03-16T17:03

Úrslitakvöld Skrekks fór fram í gær, en þar keppa grunnskólar Reykjavíkur í gamalgróinni hæfileikakeppni. Fjöldi unglinga tekur þátt í atriðunum sem innihalda frumsaminn hópdans og söng, oftar en e...

Listen
Lestin
Salka Valka, kassettur, Tjarnarbíó og Grammy/Óskar from 2021-03-15T17:03

Í gær hófst heimildaþáttaröðin Ísland: Bíóland eftir Ásgrím Sverrisson, 10 þátta röð þar sem saga íslenskrar kvikmyndagerðar er rakin í máli og myndum. Á eftir þættinum á sunnudagskvöldum sýnir sjó...

Listen
Lestin
Eurovisionleki, fitusmánun, Space odyssey, þýskir kvikmyndadagar from 2021-03-11T17:03

Mikil leynd hefur ríkt yfir framlagi Íslands í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, en tónlistarmaðurinn Daði Freyr, sigurvegari undankeppinnar í fyrra, var fenginn til að semja lag ...

Listen
Lestin
Æði, Frostbiter, haturssöngur, Raya og síðasti drekinn from 2021-03-10T17:03

Gunnar Theodór Eggertsson rýnir í tvær kvikmyndir sem eru í bíó þessa dagana, Disneymyndina Raya og síðasti drekinn og heimildarmyndina A Song Called Hate þar sem skyggnst er bakvið tjöldin í umdei...

Listen
Lestin
Er ást, rétturinn til að mótmæla og Adam Curtis from 2021-03-09T17:03

Halldór Armand hefur verið að horfa á nýjustu þáttaröð breska heimildarmyndagerðarmannsins Adam Curtis, sem nefnist Can?t Get you out of my head. Þessi 8 klukktutíma vídjóesseyja Curtis gerir tilra...

Listen
Lestin
Avókadó-kynslóðin, viðskipti með mím og twitterfærslur, Windrush from 2021-03-08T17:03

Kvikmyndabálkurinn Small Axe, eða lítil þúfa, eftir Steve McQueen hefur verið sýndur undafarin sunnudagskvöld hér á Rúv. Fimm kvikmyndir sem fjalla um líf, samfélag og reynslu Breta af karabískum u...

Listen
Lestin
Konsúlat, töfrastrákur, hljóðtenging og gamall geisladiskur from 2021-03-04T17:03

Við skilum inn 14 ára gömlum heimabrenndum geisladisk í hljóð- og myndsafn Landsbókasafns Ísland. Við hittum þar Bryndísi Vilbergsdóttur sem starfar við það að leita uppi alla tónlist sem kemur út...

Listen
Lestin
Skýjaborgir og jarðskjálftar from 2021-03-03T17:03

Sýningin Skýjaborgir opnar í Gerðasafni nú um helgina og inniheldurá verkum fjögurra samtímalistamanna sem spretta úr sameiginlegum grunni: Kópavogi. Listamennirnir eru þau Eirún Sigurðardóttir, Be...

Listen
Lestin
Hreinn hryllingur, rottufangari Erlings og öskudagsmenningarnám from 2021-03-02T17:03

Erlingur Óttar Thoroddsen, kvikmyndagerðarmaður og handritshöfundur hefur lengi gengið með mynd í maganum sem byggir að hluta til á sögunni af rottufangaranum í Hamel og nú er hún að verða að verul...

Listen
Lestin
MBS Skífur, Golden Globe, hjólaskautaat og uppþvottavélar from 2021-03-01T17:03

Hún er kölluð Roller Derby á frummálinu, íþróttin sem á íslensku hefur verið þýdd sem hjólaskauta-at. Hjólaskautabanarnir Forynjur hafa verið á vergangi síðastliðin tíu ár, en eru nú loks komnar me...

Listen
Lestin
The Stand, silki og tískustríð Z- og aldamótakynslóðanna from 2021-02-25T17:03

Rakel Leifsdóttir hefur verið búsett á Grandavegi síðustu mánuði hjá ömmu sinni, Guðrúnu Ásmundsdóttur leikkonu. Rakel er söngkona bresku indie-pop sveitarinnar Dream Wife, en sökum heimsfaraldursi...

Listen
Lestin
Golden Globe, hljóðkort af Íslandi og Daft Punk from 2021-02-24T17:03

Þær fréttur bárust í vikunni að grímuklæddi franski danstónlistardúettinn Daft Punk væri hættur eftir 28 ár samstarf. Gríðarlega vinsæl og áhrifamikil sveit, sem hefur sent frá sér nokkra af vinsæ...

Listen
Lestin
Afmælissöngvar, borgað fyrir bónorð og óheilbrigð skynsemi from 2021-02-23T17:03

Halldór Armand Ásgeirsson flytur okkur pistil í Lestinni í dag og að þessu sinni fjallar hann þá undarlegu trú mannsins að heilbrigð skynsemi sé gagnlegt leiðarljós í tilverunni. Hann segir þetta b...

Listen
Lestin
Aðferðir í uppvaski, stjörnuskilnaður og Magnús Jóhann from 2021-02-22T17:03

Magnús Jóhann Ragnarsson, píanóleikari og tónskáld, er á mikilli siglingu um þessar mundir. Önnur sólóplata hans, Without Listening, kom út undir lok síðasta árs. Ásamt því að vera virkur í djassse...

Listen
Lestin
Framing Britney Spears, Bicep og saknæmt rapp from 2021-02-18T17:03

Spænski rapparinn Pablo Havél var handtekinn og honum hent í steininn þar sem hann þarf að dúsa næstu mánuði ? ekki fyrir byssueign, ofbeldi eða eiturlyfjasölu - heldur fyrir að móðga konungsfjölsk...

Listen
Lestin
Danskt DNA, hin cherdeilis cherstaka Cher og tónheimur framtíðarinnar from 2021-02-17T17:03

Hvað finnst okkur hljómar framtíðarlega og af hverju? Hvernig mun framtíðin hljóma? Verður hún hávær og vélræn, eða þvert á móti lágvær og lífræn? Í seinni hluta Lestarinnar í dag ætlum við að vel...

Listen
Lestin
Konfekt 20 ára, rasískur piparsveinn, sjálfsrækt í Bónus from 2021-02-16T17:03

Sjónvarpsþátturinn Konfekt fór í loftið á sjónvarpsstöðinni Skjá Einum í febrúar 2001, fyrir nákvæmlega 20 árum síðan. Þátturinn sem var kynntur sem menningarlegur þáttur með listrænum leikþáttum f...

Listen
Lestin
Psychomagic, uppvask og kynþáttahygja í byggðu umhverfi from 2021-02-15T17:03

Við veltum fyrir okkur hvernig kynþáttahyggja, rasismi, birtist í hinu byggða umhverfi í gegnum söguna. Chanel Bjo?rk Sturludóttur ræðir við O?skar O?rn Arno?rsson arkitektúrsagnfræðing, meðal anna...

Listen
Lestin
14 ára Tik-tokari, bílaniður, amerískir draumar, #Actout from 2021-02-11T17:03

Síðustu daga höfum við rætt við þrjá framleiðendur á samfélagsmiðlinum TikTok. Einn er aktívisit, annar förðunarfræðingur og sá þriðji glensar en þar sem þau eru öll á aldrinum 18 til 23 ára eru þa...

Listen
Lestin
Já-fólkið, TikTok aktívisti, bensínstöðvar, Múttan og klassa drusla from 2021-02-10T17:03

Borgarlína, reiðhjólabylting, rafhlaupahjól og rafbílar. Samgöngur eru að taka stakkaskiptum um þessar mundir. Enn um sinn munum við nýta innviðina sem bensínbílarnir kröfðust: götur, hraðbrautir, ...

Listen
Lestin
Stóra bóluefnatilraunin, Tik-tok förðun, Reddit vs. Wall Street from 2021-02-09T17:03

Í þessari viku kynnum við okkur nokkra íslenska TikTok-ara. Í gær kynntumst við TikTok stirninu LilCurly en í dag komum við okkur fyrir í förðunarstól Emblu Wigum. Embla er með yfir 840 þúsund fyl...

Listen
Lestin
Algríms-trapp, LilCurly á Tiktok og Brett Easton Ellis-bókaklúbbur from 2021-02-08T17:03

Bandaríski rithöfundurinn Bret Easton Ellis er meðal áhrifamestu rithöfunda seinni tíma í Bandaríkjunum en hann er hvað þekktastur fyrir bókina Americvan Psycho sem var síðar gerð að kvikmyndinni. ...

Listen
Lestin
Disney mínus íslenska, Madvillain, listaskrifstofur from 2021-02-04T17:03

Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hefur skorað á streymisveituna Disney plús að gera teiknimyndir sínar aðgengilegar á íslensku en lmenn samstaða virðist meðal almennings, stjórnmálamana og fr...

Listen
Lestin
Bling Empire, Blown Away, skapandi gámahverfi, ályktanir google from 2021-02-03T17:03

Stóru netrisarnir vita allt um okkur. Hver við erum, hvað við gerum, hvað okkur líkar við og hvað ekki... eða hvað? Við fundum síðu á vefnum sem sýnir okkur hvað Google telur sig vita um okkur og n...

Listen
Lestin
Landvættirnar fjórar, birtingarmyndir raunveruleikans, nafn háns látna from 2021-02-02T17:03

Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir flytur sinn síðasta pistil í Lestinni í bili. Að þessu sinni veltur hún fyrir sér dauðunum og hvernig við minnumst transfólks eftir andlátið. Við ræðum við ...

Listen
Lestin
SOPHIE, Frönsk kvikmyndahátíð og bíræfnir bókaþjófar from 2021-02-01T17:03

Síðastliðin þrjú ár hafa höfundum, umboðsmönnum og bókaútgefendum um allan heim borist undarlegir tölvupóstar. Við fyrstu sýn virðast skeytin koma frá kollegum þeirra í bransanum sem vilja ólmir fá...

Listen
Lestin
Einn fermetri af þögn, Þykjó og kraftballöður from 2021-01-28T17:03

Tik Tok power ballaðan Driver?s Licence - Ökuskírteinið - svífur í hæstu hæðum streymisveitna og vinsældalista um þessar mundir. Sú var tíðin að slík tónlist átti fast sæti á slíkum listum en gullö...

Listen
Lestin
Bad Bunny, Lupin og tímaflakk í söngleik, from 2021-01-27T17:03

Við kynnum okkur slæma kanínu: einn allra vinsælasta tónlistarmann heims um þessar mundir, hinn 26 ára Benito Antonio Martínez Ocasio frá Puerto Rico, sem þekktari er undir listamannsnafninu Bad Bu...

Listen
Lestin
Pólsk-íslenskt leikfélag, píkusleikingar, glæpir borga sig from 2021-01-26T17:03

Leikfélagið Pólis frumsýnir nýtt verk í Tjarnarbíóí byrjun febrúar - Co Za Poroniony Pomysl eða Úff, hvað þetta er slæm hugmynd! Tveir af leikurum verksins, Ólafur Ásgeirsson og Jakub Ziemann, setj...

Listen
Lestin
Lopavettlingar, einhverf ást, líkamshreimur, Last and First men from 2021-01-25T17:03

Þú stendur á Strikinu, á Times Square, við Notre Dame, á pínu litlu kaffihúsi í Kuala Lumpur og þú sérð annan Íslending. Þú þarft ekki að þekkja hann, þarft ekki að heyra hann tala. Þú bara veist a...

Listen
Lestin
Nándarþjálfi, Inspector Spacetime, Ýrúrarí from 2021-01-21T17:03

Við fáum heimsókn frá Kristínu Leu Sigríðardóttur sem hefur gengið í ýmis störf innan kvikmyndageirans. Hún er leikkona og rekur fyrirtækið Doorway Casting með eiginmanni sínum en einnig hefur hún ...

Listen
Lestin
Enskuslettur, dulminni, Pieces of a woman og The Midnight Sky from 2021-01-20T17:03

Í Lestinni í dag heyrum við kvikmyndagagnrýni um tvær nýjar myndir. Pieces of a woman og Midnight Sky, heimsendadrama sem stórstjarnan George Clooney leikstýrir og leikur eitt aðalhlutverkið í. Vi...

Listen
Lestin
Elsta dýralífsmynd heims, Wellerman, „kynáttunarvandi", stafræn tíska from 2021-01-19T17:03

Vestrænum neytendum er loks að verða ljóst þau áhrif sem skammvinnar tískubylgjur og tilheyrandi kaup og farganir klæða hafa í för með sér, á fólkið sem saumar fötin og á umhverfið. Á sama tíma ger...

Listen
Lestin
Ljósmóðir, einhverfa á hvíta tjaldinu og Phil Spector from 2021-01-18T17:03

Mögulega þekktasti upptökustjóri allra tíma, Phil Spector, er látinn 81 árs að aldri. Hann er ekki mörgum harmdauði, var þekktur fyrir reiðistjórnun og andlegt ofbeldi, og lést I fangaklefa þar sem...

Listen
Lestin
Alice in Borderland, borgarhljóð, Beirút og feminísk kvikmyndahátíð from 2021-01-14T17:00

Í þætti dagsins heyrum við um nýja japanska sjónvarpsþætti sem byggja á þekktri manga-myndasögu og vísa í klassískt ævintýri Lewis Carroll. Katrín Guðmundsdóttir rýnir í Alice in Borderland. Við hr...

Listen
Lestin
Bleikt hár, Halldór Armand, Ástarsaga Twitter og Trump from 2021-01-12T17:00

Hamraborgin er orðin albleik að innan, eða í það minnsta eitt rými hennar, sýningarsalur Midpunkt. Þar hefur listakonan Gígja Jónsdóttir komið sér fyrir með myndbandsverk sem sýnir þrjár kynslóðir ...

Listen
Lestin
Hikorð, Caliphate-skandallinn og samfélag einhverfra from 2021-01-11T17:00

Caliphate var eitt stærsta og verðlaunaðasta rannsóknarblaðamennskuhlaðvarp undanfarinna ára. Þar sökkti stjörnublaðakona New York Times, Rukmini Callimachi, sér ofan í sögu og starf Íslamska ríkis...

Listen
Lestin
Q-anon töfralæknir, djassbíómyndir og MF DOOM from 2021-01-08T17:06

Við pælum í tveimur nýjum bíómyndum sem fjalla um djass og blústónlist og ólíkan hátt. Kristjana Stefánsdóttir, söngkona, kemur og spjallar um spunalist og bláar nótur, Pixar-myndina Soul og Ma Rai...

Listen
Lestin
Bridgerton, besta tónlistin 2020, Ryan Murphy from 2021-01-08T17:02

Júlía Margrét Einarsdóttir rýnir í sjónvarpsþættina Bridgerton, nýtt pólitískt kórrétt búningadrama frá Netflix, um ástir og örlög fína og fjölbreytta fólksins í London á 19. öldinni. Framleiðandin...

Listen
Lestin
Kvenkyns frumkvöðlar í raftónlist, Negrito og almanök from 2021-01-08T17:01

Þessa dagana eru eflaust margir sem eru að fjárfesta í almanaki eða dagbók fyrir árið sem er að hefjast, 2021. Í Lestinni í dag kynnum við okkur sögu dagbókarinnar hér á landi með Davíð Ólafssyni, ...

Listen
Lestin
Kynrænt sjálfræði, Danskt MeToo, Cli-fi frá Papúa Nýju-Gíneu, from 2021-01-08T17:00

Eggert Gunnarsson hefur verið búsettur á Papúa Nýju Gíneu undanfarin fimm ár, stýrt þarlendri sjónvarpsstöð og gert heimildarmyndir. En nú er hann kominn aftur til Íslands með sína fyrstu bók í far...

Listen
Lestin
Menningarárið: það eftirminnilegasta, markverðasta og mest einkennandi from 2021-01-01T16:00

Síðasti þáttur ársins og að því tilefni ætlum við að fara yfir menningarárið. Við buðum öllum pistlahöfundum haustsins Í lestinni að taka þátt í ársuppgjöri þáttarins og 10 þeirra brugðust við kall...

Listen
Lestin
Þverrandi menningarvald Bandaríkjanna from 2020-12-25T16:00

Bandarísk áhrif hafa verið alltumlykjandi í menningunni að minnsta kosti frá miðri síðustu öld, meðfram því sem Bandaríska heimsveldið varð það valdamesta á stórnmálasviðinu.Í hnattvæddum heimi haf...

Listen
Lestin
Klám, Wonderwoman, aftaka Unga Elgs, Mank og Taylor Swift from 2020-12-18T16:00

Fyrst kom Folklore og svo Evermore. Taylor Swift hefur, eins og við hin, eytt lunganu úr árinu í inniveru en á meðan að við hin horfðum á Heima með Helga og bökuðum súrdeigsbrauð vann hún hörðum hö...

Listen
Lestin
Húðflúr, Ljóð Úígúra, snjallhljóðfæri, Alli Rúts, hlaðvörp from 2020-12-11T16:00

Eðli sköpunar, frumleiki og höfundarverk í listum. Þessir þættir og áhrif þeirra á skapandi gervigreind verða til rannsóknar í verkefni Þórhalls Magnússonar prófessors, sem hlaut styrk frá Evrópska...

Listen
Lestin
The Crown, Dýralif, Jólalagatal og Sumarið sem aldrei kom from 2020-12-04T16:00

Kvikmyndagerðarmaðurinn Frosti Jón Runólfsson á heiðurinn að nýju tónlistarmyndbandi Jónsa (í Sigur Rós eins og hann er jafnan kallaður) við lagið Sumarið sem aldrei kom. Myndbandið er tekið upp á ...

Listen
Lestin
Chicago sjömenningarnir, Shirley Jackson, djúpfölsun og post-sovésk fa from 2020-11-27T16:00

Síðustu ár ráku þau Árni Guðjónsson og Natalia Sushchenko Kvartýru No49 á Laugavegi,fataverslun sem þekktust varð fyrir post-sovéska merkjavöru. Þrátt fyrir gríðarlegar vinsældir í ákveðnum kreðsum...

Listen
Lestin
Playstation, Ást og Anarkí, blindandi hlaðvarp og faraldur á dauðadeil from 2020-11-20T16:00

Enginn af hinum rúmlega 700 dauðadæmdum föngum Kaliforníuríkis hefur verið tekinn af lífi frá árinu 2006 en þó hefur heilmikið grynnkað í hópnum. Áður fyrr var fentanyl ein helsta dánarorsökin en s...

Listen
Lestin
Eurogarðurinn, söngleikir fyrir hálfvita, ófrjósemi og Þrívíddarhönnun from 2020-11-13T16:00

Í Lestinni í dag hringjum við til Berlínar og heyrum í Maríu Guðjohnsen, þrívíddarhönnuði, sem býr og starfar þar í borg. Meðal umræðuefna verða þrívíðir fantasíuheimar, viðaukinn veruleiki, og sta...

Listen
Lestin
Kynlífsvæðing, Afrozone, Ævi Herra Hnetusmjörs, Trump og rapparar from 2020-11-06T16:00

Eftir því sem íslenska þjóðin hefur orðið fjölbreyttari hefur matargerð frá nánast öllum heimshornum orðið hluti af íslenskum hversdegi. Við borðum ekki bara evrópskan og amerískan mat heldur einni...

Listen
Lestin
Umdeild bókatíðindi, Bly Manor, framhaldsskólaball, fangi kýs í fyrsta from 2020-10-30T16:00

Í Lestinni í dag verður hringt til Kaliforníu og rætt við verðlauna-útvarpsmanninn og fyrrum fangann Earlonne Woods, sem býr sig nú undir að kjósa í fyrsta skipti. Earlonne er einn fjölmargra svart...

Listen
Lestin
Sápuóperur, Vínlandsfáni, hvítt suð og sjálfsfróun í vinnunni from 2020-10-23T16:00

Tímaritið New Yorker hefur sent einn af sínum þekktustu blaðamönnum í leyfi í kjölfar atviks sem upp kom á Zoom fundi. Jeffrey Toobin beraði sig og snerti fyrir framan myndavélina í fundarpásu en l...

Listen
Lestin
Einskisval í ástinni, Halldór og frelsið, kappræður og I May Destroy Y from 2020-10-16T16:00

Bresku sjónvarpsþættirnir I May Destroy You hafa vakið mikla athygli að undanförnu. Þættina byggir handritshöfundurinn, leikstjórinn og aðalleikkonan Micheala Coel á eigin reynslu af kynferðisofbel...

Listen
Lestin
Sníkjudansar á Tiktok, listasagan, Holdgervlar og Van Halen from 2020-10-09T16:00

Glysrokkarinn Eddie Van Halen lést í vikunni 65 ára að aldri. Hann var einhver allra fingrafimasti gítarleikari rokksögunnar, þekktur fyrir miklar leikfimiæfingar á gítarhálsinum. Við kynnum okkur ...

Listen
Lestin
Tiltekt í sjónvarpi, Sufjan Stevens, hreyfimyndagerð og leikhús se from 2020-10-02T16:00

Leikhúsin segja fjölbreyttar sögur þetta leikárið þó kófið skyggi á en leikaravalið þykir mörgum til tölulega einsleitt. Við höldum áfram umræðu um litróf leikhúsanna út frá pistli Aldísar Ömuh Ham...

Listen
Lestin
Sveitanostalgía, Halla Birgis, síbylja og hafa líkamar hreim? from 2020-09-25T16:00

Þú stendur á Strikinu, á Times Square, við Notre Dame, á pínu litlu kaffihúsi í Kuala Lumpur og þú sérð annan Íslending. Þú þarft ekki að þekkja hann, þarft ekki að heyra hann tala. Þú bara veist a...

Listen
Lestin
Of hvítt leikhús, Caster Semenya, The Northman, Rokk í sovétríkjunum from 2020-09-18T16:00

The Northman nefnist nýjasta kvikmynd bandaríska leikstjórans Robert Eggers en hún gerist á tíma víkinganna á norðurhjara veraldar, Björk leikur norn og Sjón skrifar handritið. Við ræðum við Sjón u...

Listen
Lestin
Íslenskt rapp R.I.P., Ráðherrann, Kardashian kveðja, Plöntur, Spanó í from 2020-09-11T16:00

Rappið er dautt, megi það hvíla í friði. Í Lestinni í dag fjallar Davíð Roach Gunnarsson, tónlistargagnrýnandi, um íslensku rappsenuna. En hann segir sköpunarkraftinn og nýjungagirnina sem hefur ei...

Listen
Lestin
Emilíana Torrini, Tenet, fyrsti skóladagurinn og upphafsstef from 2020-09-04T16:00

Það hefur ekki heyrst mikið í Emilíönu Torrini að undanförnu. Emilíana hefur verið ein allra vinsælasta tónlistarkona landsins undanfarna áratugi en ekki síður gert það gott erlendis, meðal annars ...

Listen
Lestin
Hegel, siðareglur, Tenet og Bill & Ted Face the Music from 2020-09-02T17:03

Í Lestinni í dag verður rætt um gagn eða gagnleysi siðareglna, en í gær kærði sjávarútvegsfyrirtækið Samherji 11 starfsmenn ríkisútvarpsins til siðanefndar stofnunarinnar. Blaðamenn og fræðimenn á ...

Listen
Lestin
Upphafsstef, frumrannsókn og fyrsti skóladagurinn from 2020-09-01T17:03

Lestin leggur úr hlaði haustið 2020 og í dag eru lestarstjórarnir að hugsa um upphafið. Hvernig skal byrja. Við skoðum upphafsstef hinna ýmsu þátta Rásar 1, þýðingu þeirra og eðli og veltum fyrir o...

Listen
Lestin
Skólarapp, kreditlistar, tölvuleikjatónlist og reif from 2020-06-25T17:03

Í þætti dagsins verður rýnt í skemmtanahald á Íslandi undanfarna mánuði. Davíð Roach Gunnarsson segir frá því hvernig samkomubannið hefur blásið nýju lífi í reifin, ólögleg danspartý sem eru oftar ...

Listen
Lestin
Rjómi, Da 5 bloods, enn fleiri minnisvarðar og hvað er íslensk hönnun? from 2020-06-24T17:03

Hönnunarmars hefst í dag og Lestin heldur áfram að ræða við hönnuði sem taka þátt í hátíðinni í ár. Í þætti dagsins kynnumst við hönnunarmerkinu Fólk Reykjavík og heimsækjum sýninguna Norður Norður...

Listen
Lestin
Stytta af Hans Jónatani, Plöntugarðurinn, Borges og Stonehenge from 2020-06-23T17:03

Nú liggur frammi tillaga til þingsályktunar um minnisvarða á Djúpavogi til minningar um Hans Jónatan, svartan mann sem settist að á Íslandi eftir að hafa flúið þrældóm í Danmörku. Við rifjum upp sö...

Listen
Lestin
Mannveran og ástin, mistök á Hönnunarmars, Og hverra manna ert þú? from 2020-06-22T17:03

Spurningin kann að virðast hversdagsleg en undirniðri er hún eitt af tækjunum sem Íslendingar nota til að kortleggja samfélagið, okkur sjálf og náungann. Við köfum ofan í þessa spurningu með mannfr...

Listen
Lestin
Fjallkona handtekin, Shabazz Palaces, umdeildar styttur, Hljóðkirkjan. from 2020-06-18T17:03

Í meira en tvær aldir hefur ein helsta táknmynd íslensku þjóðarinnar verið ung og fríð kona, faldbúningsklædd Fjallkona. Og frá því um miðja síðustu öld hafa skrautklæddar fjallkonur flutt ávarp á ...

Listen
Lestin
Afsökunarbeiðnin, viskan og þjáningin og Beðið eftir barbörunum from 2020-06-16T17:03

Þegar orðrómur berst um barbara utan bæjarmúra á mærum heimsveldisins, grípa yfirvöld til stöðugt harðari aðgerða gegn meintum innrásarmönnum og bæjarbúum. Þetta er sögusvið skáldsögunnar Beðið eft...

Listen
Lestin
Rappferill George Floyd, Spurningar mannverunnar, Grímuverðlaunin, og from 2020-06-15T17:03

Um þessar mundir eru 40 ár frá skotárásinniá J.R. Ewing Junior í sjónvarpsþáttaröðinni Dallas. Áhorfendur um allan heim sátu eftir með stærstu ráðgátu sjónvarpssögunnar: Hver skaut J.R? Við köfum o...

Listen
Lestin
Hvað getur Ísland lært af mótmælunum? from 2020-06-11T17:03

Þátturinn verður með óvenjulegu sniði að þessu sinni. Lestin verður tekin undir pallborðsumræður þar sem spurt verður hvernig íslenskt samfélag geti best brugðist við þeirri mótmælaöldu sem nú gei...

Listen
Lestin
Svarthol, rasismi og kvikmyndir og enskumælandi fjölmiðlar from 2020-06-10T17:03

Í dag kemur tímaritið Iceland Review út á íslensku í fyrsta sinn í 57 ára sögu blaðsins. Útgáfan er viðbrögð við fordæmalausum tímum, þar sem engir túristar eru eftir á landinu til að lesa sér til ...

Listen
Lestin
Þöggun, yfirlestur og rettan sem hvarf from 2020-06-09T17:03

Þöggun hefur verið umtalsvert í umræðunni undanfarin ár. En hvað er þöggun? Þessu veltir heimspekingurinn Elmar Geir Unnsteinsson fyrir sér í nýjasta hefti Hugar, tímarits áhugafólks um heimspeki. ...

Listen
Lestin
Nýir rithöfundar, mannmiðjukenningin, áróðursgildi lögguþátta from 2020-06-08T17:03

Kröfur mótmælenda í Bandaríkjunum eru allt í senn einfaldar og flóknar. Barist er fyrir jafnrétti, því að svört líf séu metin til jafns við hvít, en uppi eru ýmsar róttækar hugmyndir um leiðina að ...

Listen
Lestin
Tölfræði í Harmageddon, Run The Jewels og plöntublinda from 2020-06-04T17:03

Við kynnum okkur hugtakið plöntublinda, en það er notað yfir hvernig við nútímafólkið tökum æ verr eftir plöntunum í umhverfi okkar og eigum erfiðara með að þekkja ólíkar tegundir gróðurs í sundur....

Listen
Lestin
Áhorfendalausir íþróttaleikir, Exos og K-pop mótmæli from 2020-06-03T17:03

Í byrjun vikunnar kom út platan Indigo með tónlistarmaðnninum og plötusnúðinum Exos. Þetta er fyrsta plata hans í 20 ár, en Exos er gamalreyndur í hinni alþjóðlegu teknósenu. Við heyrum í Adda Exos...

Listen
Lestin
8 mín og 46 sek, myrkvaður þriðjudagur og framtíð hlaðvarps from 2020-06-02T17:03

Við veltum fyrir okkur framtíð hlaðvarps í ljósi nýlegs risasamnings streymisveitunnar Spotify við viðtalsþáttastjórnandann Joe Rogan. Gestir verða Gunnlaugur Reynir Sverrisson, einn stjórnenda tæk...

Listen
Lestin
Fordæmalausir tímar #12 from 2020-05-28T17:03

Í þættinum í dag verður meðal annars rætt við íslenska nemendur í erlendum háskólum. Margir þeirra hafa flúið heim til Íslands á meðan á ástandið gengur yfir. Þeir lýsa breyttum aðstæðum í náminum,...

Listen
Lestin
Doja Cat, Næturgalinn, Joe Rogan og Spotify og Roisin Murphy from 2020-05-27T17:03

Hún hefur notið stöðugt aukinna vinsælda meðal ungra tónlistarunnenda og trónir á toppi Billboard listans ásamt Nicki Minaj en hún er einnig sökuð um kynþáttafordóma. Við kynnumst tónlistarkonunni ...

Listen
Lestin
CIA og íslensk list, tístað um línulega dagskrá og mannát í Kópavogi from 2020-05-26T17:03

Samfélagsmiðlar elska línulega dagskrá. Það vita meira að segja streymisveiturnar og á tímum hámhorfs hafa þær brugðist við með því að dagskrársetja ákveðnar þáttaraðir eins og um línulega dagskrá ...

Listen
Lestin
Covid-grín, Wind of Change og krullur from 2020-05-25T17:03

Í Lestinni í dag sökkvum við okkur ofan í hlaðvarpsþættina Wind of Change, en þar er rannsökuð sú samsæriskenning að samnefnd kraftballaða með þýsku hármetalsveitinni Scorpions hafi verið samin af ...

Listen
Lestin
Normal People, Special-K, Mikilvægar ítranir og orðavírus from 2020-05-20T17:03

Tónlistarkonan Katrín Helga Andrésdóttir hefur ekki slegið slöku við síðustu vikur. Hún gaf út stuttskífu í síðustu viku undir nafninu Special-K og í þessari viku kemur út fyrsta lag samnorrænu “sú...

Listen
Lestin
Olíuvinnsla RuPaul, Skoffín og poppsnillingur bakvið tjöldin from 2020-05-19T17:03

Dragdrottning alheimsins, Ru Paul, er ekki ein af þessum stjörnum sem liggur á skoðunum sínum. Hann er ötull talsmaður réttindabaráttu hinsegin fólks og innflytjenda og í hinum ýmsu útgáfum sjónvar...

Listen
Lestin
Síðustu vídeóleigurnar, örtröð í Sundhöllinni, Trotskí og svikin bylti from 2020-05-18T17:03

Í ár eru 80 ár frá því að einn af forsprökkum rússnesku byltingarinnar Leon Trotsky var myrtur í Mexíkó af launmorðingja á vegum erkióvinar hans, einræðisherrans Jósefs Stalín. Trotsky hafði verið ...

Listen
Lestin
Ljósmynd ársins, Florian Schneider, óvenjulegir miðasölulistar, rapp o from 2020-05-14T17:03

Í Lestinni í dag verður rætt við ljósmyndarann Golla, en í síðustu viku hlaut hann viðurkenningu Blaðaljósmyndarafélags Íslands fyrir mynd ársins 2019, mynd tekin á Vatnajökli í vorferð Jöklarannsó...

Listen
Lestin
The Expanse, tvöfaldur regnbogi, minningar úr paradís og Jean Seberg from 2020-05-13T17:03

Framtíð Bíó Paradísar er enn óljós. Kvikmyndahúsið er lokað en stjórnendur vonast enn til þess að ríki og borg bjargi bíóinu, en reksturinn getur ekki staðið undir hækkandi leigu. Fjölmargir hafa l...

Listen
Lestin
Upplýsingaóreiða, Skopmynda-Kalli, Bjarki á BBC, Ballet from 2020-05-12T17:03

Við kynnum okkur ævintýralegt lífshlaup vestur-íslenska skopmyndateiknarans Karls Gústafs Stefánsson, eða Cartoon Charlie. Hann er sagður hafa skapað nokkrar af þekktustu teiknimyndapersónum 20. al...

Listen
Lestin
Kynusli Little Richards, Umer Consumer, Covid-meme from 2020-05-11T17:03

Ein af áhugaverðari plötum sem hefur komið út á þessu ári í íslensku rokki er Late Night Noises, önnur plata tónlistarmannsins Ýmis Gyðusonar Gíslasonar, sem gefur út tónlist undir listamannsnafnin...

Listen
Lestin
Fordæmalausir tímar #11 from 2020-05-07T17:03

Í dag ætlum við að rýna í framtíðina. Við heyrum af atvinnulausum leiðsögumanni, förum í fámennt brúðkaup og ræðum við Björn Þorsteinsson heimspeking um heiminn eftir covid.

Listen
Lestin
Jarðarförin mín, like-takkinn og kolefnisfargari from 2020-05-06T17:03

Það hafa sennilega flestir staðið sjálfan sig að því að velta fyrir sér eigin jarðarför á einhverjum tímapunkti í lífinu. Sú hugmynd liggur að baki þáttaröðinni Jarðarförin mín sem sjónvarpsmálaráð...

Listen
Lestin
Fordæmalausir tímar #10 from 2020-05-05T17:03

Í þætti dagsins skoðum við upphaf lífsins og endalok. Við fylgjumst með ungu pari eignast sitt fyrsta barn í miðju kófi. Við heyrum sögu Bjarna Líndal sem missti konuna sína, Ágústu Ragnhildi Bened...

Listen
Lestin
Covid-meme, The Last Dance, bannaðar kvikmyndir og Tony Allen from 2020-05-04T17:03

Það eru fáir taktsmiðir sem hafa haft jafn mikil áhrif og nígeríski tónlistarmaðurinn og trommarinn Tony Allen. Hann lék lengi með hljómsveit Fela Kuti, en þar blandaði hann saman afrískum töktum o...

Listen
Lestin
Fordæmalausir tímar #9 from 2020-04-30T17:03

Í þætti dagsins skoðum við upphaf lífsins og endalok. Við fylgjumst með ungu pari eignast sitt fyrsta barn í miðju kófi. Við heyrum sögu Bjarna Líndal sem missti konuna sína, Ágústu Ragnhildi Bened...

Listen
Lestin
Erró, skattar og lýðræði, sótthreinsað rapp og flatneskja jarðar from 2020-04-29T17:03

Undanfarin ár hefur sú skoðun orðið furðulega útbreidd að jörðin sé ekki hnöttur, eins og vísindin hafa haldið fram í nokkrar aldir, heldur flöt. Nokkur hópur fólks heldur því fram að vísindamenn s...

Listen
Lestin
Fordæmalausir tímar #8 from 2020-04-28T17:03

Áttundi þátturinn af sérútgáfu Lestarinar, Fordæmalausir tímar. Í þessum þáttum reyna dagskrárgerðarmenn Lestarinnar að skrásetja hina undarlegu tíma sem við erum að upplifa, það hvernig fólk er að...

Listen
Lestin
Platform, Ghost Town Anthology, Roedelius, fjar-stæðan, loftslagsverkf from 2020-04-27T17:03

Gunnar Theodór Eggertsson fjallar um tvær ólíkar streymisveitur, risann sjálfan Netflix og listrænu streymisveituna Mubi. Báðar geta nýst til að halda bíokvöld með vinum þar sem fjarfundarbúnaður ...

Listen
Lestin
Unorthodox, Laugardalsvöllur, Hal Wilner og Patreon from 2020-04-22T17:03

Netflix þáttaröðin Unorthodox segir sögu ungrar konu sem flýr hjónaband sitt og samfélag rétttrúaðra gyðinga og kynnist nýjum lifnaðarháttum í Berlín. Marta Sigríður Pétursdóttir rýnir í þættina. T...

Listen
Lestin
Fordæmalausir tímar #7 from 2020-04-21T17:03

Sjöundi þáttur sérútgáfu Lestarinnar: Fordæmalausir tímar. Í þessum þáttum höfum við verið við skrásetja hina undarlegu tíma sem við erum að upplifa, það hvernig fólk er að takast á við lífið í mið...

Listen
Lestin
Heimþrá, Stop making sense, Banksy og aktívistinn Jane Fonda from 2020-04-20T17:03

Nú þegar stór hlut heimsbyggðarinnar neyðist til að halda sig heima er mikilvægt að velta fyrir sér hugtakinu heimili. Undanfarnar vikur hefur Tómas Ævar Ólafsson fjallað um heimili og heimþrá. Að ...

Listen
Lestin
Fordæmalausir tímar #6 from 2020-04-16T17:03

Sjötti þáttur sérútgáfu Lestarinnar: Fordæmalausir tímar. Í þetta sinn beinum við sjónum okkar stöðu listanna í heimsfaraldrinum. Við fylgjumst meðal annars með meðlimum Vesturports taka niður sett...

Listen
Lestin
Ísalög, furðugripasafn, Platón og íslenskur sjávarútvegur, klónaður hu from 2020-04-15T17:03

Sænsk-íslenska spennuþáttaröðin Ísalög er dýrasta sjónvarpsþáttaröð sem framleidd hefur verið á Íslandi. Þættirnir fjalla um átök tengd umfhverfispólitík, olíuvinnslu og hryðjuverk á Grænlandi. Ka...

Listen
Lestin
Fordæmalausir tímar #5 from 2020-04-14T17:03

Í þessum fimmta þætti sérútgáfu Lestarinnar: Fordæmalausir tímar, tökum við þátt í samfélagslega ábyrgu stórafmæli, 90 ára afmælisveislu sem breyttist úr fjölmennu partýi í bíltúr um borgina. Þrátt...

Listen
Lestin
Auður, heimur í handbremsu, Tiger King og spjallþjarkinn Tay from 2020-04-08T17:03

Fyrir síðustu helgi gaf tónlistarmaðurinn Auður út stuttskífuna Ljós, en útgáfan inniheldur eitt lag í fjórum köflum, hálfgerða svítu að sögn tónlistarmannsins. Davíð Roach Gunnarsson rýnir í Ljós ...

Listen
Lestin
Fordæmalausir tímar #4 from 2020-04-07T17:03

Fjórði þátturinn í sérútgáfu Lestarinnar: Fordæmalausir tímar. En um þessar mundir helgar Lestin tvo þætti í viku sögum úr faraldrinum. Í dag ræðum við um tækni, um það hvernig stjórnvöld og einsta...

Listen
Lestin
Bill Withers, Hvítrússneska tónlistarsenan, heimþrá og kynsjúkdómar from 2020-04-06T17:03

Við minnumst sálarsöngvarans Bill Withers sem lést í síðustu viku, 81 árs að aldri. Jónas Þór Guðmundsson flytur okkur tónlistarpistil um tónlistarsenuna í Hvítarússlandi, sem er einstaklega grósku...

Listen
Lestin
Fordæmalausir tímar #3 from 2020-04-02T17:03

Ást, stríð og einmanaleiki kemur við sögu í þættinum í dag þar sem samskipti eru rauði þráðurinn. Við heimsækjum hjálparsíma Rauða krossins, en aukið álag er á starfsfólk vinalínunnar á tímum fordæ...

Listen
Lestin
Britney, kaffi, American Factory, One Child Nation og göngutúr í kví from 2020-04-01T17:03

Halldór Armand flytur pistil úr sóttkví. Hann segir frá einum af sínum daglegu sóttkvíargöngutúrum eftir Sæbrautinni, en þar varð hann vitni að handahreyfingu sem reif gat í tjald tímans. Marta Sig...

Listen
Lestin
Fordæmalausir tímar #2 from 2020-03-31T17:03

Annar þátturinn í sérútgáfu Lestarinnar: Fordæmalausir tímar. En um þessar mundir helgar Lestin tvo þætti í viku sögum úr faraldrinum. Að þessu sinni verða tómir ferðamannastaðir heimsóttir, erlent...

Listen
Lestin
Heimþrá, Four Tet, 200 landa ferðalangur og Persona non grata from 2020-03-30T17:03

Nú þegar stór hlut heimsbyggðarinnar neyðist til að halda sig heima er mikilvægt að velta fyrir sér hugtakinu heimili. Í nýrri pistlaröð fjallar Tómas Ævar Ólafsson um heimili og heimþrá og mikilvæ...

Listen
Lestin
Fordæmalausir tímar #1 from 2020-03-26T17:03

Í dag hefur göngu sína sérútgáfa Lestarinnar: Fordæmalausir tímar, sem verður á dagskrá tvisvar í viku á meðan samkomubanni stendur. Við heyrum persónulegar sögur, förum í vettvangsferðir og veltum...

Listen
Lestin
Kófið í Hollywood, AJ og drottningin, JFDR from 2020-03-25T17:03

Fræga fólkið. Það er alveg eins og við! Sjáið myndir af þeim hundleiðast í sóttkví og samkomubanni alveg eins og okkur hinum - Nema, þeim leiðist í lítilli höll í Kaliforníu með sundlaug og tennisv...

Listen
Lestin
Kófið, satíra Tom Lehrer og sjónvarpsmálarinn Bob Ross from 2020-03-24T17:03

Halldór Armand flytur okkur pistil að venju á þriðjudegi. Eins og stærstur hluti heimsbyggðarinnar er hann með hugann við Covid-19. Smitsjúkdómar eru ekkert gamanmál. Það var atómsprengjan ekki hel...

Listen
Lestin
Framtíð tölvuleikja, Heppni og hetjudáðir, heimspekin og kófið from 2020-03-23T17:03

Ítalía hefur orðið verst úti allra landa vegna Covid-19-veirunnar. Að undanförnu hafa heimspekingar þar í landi rökrætt faraldurinn og tekist á um merkingu hans og áhrif. Miklar umræður hafa meðal ...

Listen
Lestin
Stóri bróðir, þjóðarkórinn og KR stólar from 2020-03-19T17:03

Fátt annað kemst að á frétta- og samfélagsmiðlum þessa dagana en veiran sem nú herjar á heimsbyggðina. Hvort sem fólk er í sóttkví eða ekki er almenningi ráðlagt að loka sig af frá umheiminum og ma...

Listen
Lestin
Söngvakeppni aflýst, síðdegisleikfimi, hnattvæðing í krísu from 2020-03-18T17:03

Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva hefur verið blásin af í fyrsta skipti í sögunni. Eðlilega ríkir mikil sorg meðal unnenda keppninnar og við fengum tvo dygga áhangendur til að ræða stöðuna. Vi...

Listen
Lestin
Dream Wife, dómsdagsprepp í Berlín, hnattvæðing og covid-19 from 2020-03-17T17:03

Allt flug hefur verið stöðvað milli heimsálfa, landamærum hefur verið lokað, flæði fólks og vara þvert yfir hnöttinn hefur verið heft verulega vegna Covid-19 heimsfaraldursins. Nú spá því sumir að ...

Listen
Lestin
Klósettkúltúr, áhrif tölvuleikja, og Genesis P.Orridge from 2020-03-16T17:03

Um helgina lést einn helsti frumkvöðull iðnaðar-tónlistarinnar Genesis Breyer P-Orridge, 70 ára að aldri. Genesis stofnaði hljómsveitirnar Throbbing Gristle og Psychic-TV sem báðar léku háværa og t...

Listen
Lestin
Íslensku tónlistarverðlaunin, Gettu betur, haldið ró ykkar og haldið á from 2020-03-12T17:03

Við kynnum okkur uppruna breska mottósins Keep calm and carry on sem er prentað á nánast allar gerðir söluvarnings í dag í hvítum stöfum á rauðum bakrunni. Skiltið vinsæla var fyrst hannað í seinni...

Listen
Lestin
Persónulegur aktívisimi, spunadjass, Síðasta veiðiferðin, Onward from 2020-03-11T17:03

Á UAK deginum um helgina ræddi Hrefna Björg Gylfadóttir, loftslagsbaráttukona, um þá viðleitni sína að lifa án sóunar, án þess að skapa rusl. Fjölmargt baráttufólk hefur tileinkað sér slíkan lífstí...

Listen
Lestin
Studio Ghibli, handþvottur og gervigreind klárar sinfóníu from 2020-03-10T17:03

Árið 1822 hóf austurríska tónskáldið Franz Schubert að semja sína áttundu sinfóníu. Hann veiktist hins vegar af sárasótt og lagði verkið til hliðar og kláraði það aldrei. 40 árum síðar var það graf...

Listen
Lestin
Hugvekjuleikir, Herdís á HBO, Stockfish í skugga Covid from 2020-03-09T17:03

Stöðugt fleiri stórviðburðum og samkomum er aflýst um þessar mundir eða skotið á frest vegna kórónuveirunnar og Covid-19. En þó það hafi kannski hægst eitthvað á hjólum menningarlífsins rúlla þau e...

Listen
Lestin
Tame Impala, Dixie Chicks og gæludýratískusýning from 2020-03-05T17:03

Í byrjun febrúar ár hvert fer fram á efstu hæð Pennsylvania Hótelsins í New York einhver yfirgengilegasta, litríkasta og hárugasta tískusýning heims, New York Pet Fashion Show. Margir þátttakendur...

Listen
Lestin
Kvikmyndahátíðin í Berlín, Sjónleikar og Love is Blind from 2020-03-04T17:03

Love is Blind nefnast raunveruleikaþættir sem njóta mikla vinsælda á Netflix um þessar mundir. Þættirnir bjóða upp á nýjan snúning á hefðbudna stefnumótaþætti, tilhugalíf þátttakenda fer fram án þe...

Listen
Lestin
Kvíðaröskun, eldur á Klambratúni, gallafata-Barbie og ritskoðaðar reyk from 2020-03-03T18:03

Í gegnum tíðina hafa sígarettur verið tákn um töffaraskap, frelsisþrá og óttaleysi andspænis dauðanum. En nú eiga þær undir högg að sækja. Unga fólkið reykir færri sígarettur en áður, kvikmyndaver ...

Listen
Lestin
Minningartattú, tölvuleikir, Söngvakeppnin og Korter í flog from 2020-03-02T18:03

Í síðustu viku var tilkynnt að hljómsveitin Korter í flog væri ein þeirra sveita sem kæmi fram á Hróarskelduhátíðinni í sumar. Sveitin hefur verið iðin við kolann í íslensku neðanjarðarrokksenunni ...

Listen
Lestin
„Frumlegasta sci-fi mynd síðustu ára,“ slúðursögur frá Hollywood og In from 2020-02-27T18:03

Er Chromo Sapiens Instagramvænsta sýning listasögunnar? Þessari spurningu varpaði mbl.is upp í fyrirsögn eftir opnun sýningar Hrafnhildar Arnardóttur/ Shoplifter í Hafnarhúsinu í janúar. Síðan þá h...

Listen
Lestin
Fertugasta þáttaröð Survivor, Raggi Bjarna, Duffy snýr aftur og Plat from 2020-02-26T18:03

Við ræðum við Eyjólf Kjalar Emilsson, prófessor í heimspeki við háskólann í Osló, um nýja þýðingu hans á samræðunni Fædros eftir gríska heimspekinginn Platón. Þessi 2400 ára samræða er stórskemmtil...

Listen
Lestin
Weinstein, Erlingur í LA og ítalska óhamingjan from 2020-02-25T18:03

Í gær var kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein sakfelldur fyrir kynferðisbrot og -áreitni gegn tveimur konum og á líklega yfir höfði sér fangelsisvist. Mál Weinstein varð kveikjan að Metoo-hrey...

Listen
Lestin
Heimsfaraldur, grínhlaðvarp og K-pop hneyksli. from 2020-02-24T18:03

K-pop-sérfræðingur Lestarinnar Hulda Hólmkelsdóttir lýkur fjögurra pistla ferð sinni um heim kóreiskrar popptónlist. Í þetta sinn kafar hún í hneykslismál tengdum kóreisku poppstjörnunum, ædolunum...

Listen
Lestin
Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV? from 2020-02-20T18:03

Fyrr í vikunni sendi hópur kvenna opið bréf til útvarps- og dagskrárstjóra Ríkisútvarpsins undir yfirskriftinni Vegsömun nauðgunarmenningar á RÚV. Þar var gagnrýnt að kvikmyndin Elle eftir hollensk...

Listen
Lestin
Persónuleikapróf, norskir útrásarvíkingar og sjálfsvíg á Ástareyju from 2020-02-19T18:03

Sjónvarpsþættirnir Love Island eru einstaklega léttvægt sjónvarpsefni - raunveruleikasjónvarp af ódýrari gerðinni þar sem hópar karla og kvenna leysa þrautir og finna ástina. Dramatíkin er aldrei l...

Listen
Lestin
Chelsea Manning, kvenljósmyndarar, hækkuð leiga og Stikilsberjafinnur from 2020-02-18T18:03

Alþjóðlegar tölur sýna að konur eru mun færri en karlmenn í stétt atvinnuljósmyndara. Ýmislegt bendir hins vegar til þess að þær fangi viðfangsefnið með öðrum hætti en karlmenn. Þær dragist fremur ...

Listen
Lestin
Drullumall, genabankar og skuggahliðar K-Poppsins from 2020-02-17T18:03

Tónlistarbandalagið og útgáfuhópurinn Post-dreifing hefur komið eins og stormsveipur inn í Reykvískt rokktónlistarlíf á undanförnum tveimur árum, með ungæðislegri tilraunamennsku og pönkuðu viðhorf...

Listen
Lestin
Íslensk falsfréttasíða, list í ljósi, netljóð, og styttan af Óskari fr from 2020-02-13T18:03

Meira en 2500 íslendingar fylgjast með falsfréttasíðunni Fréttirnar á Facebook. Nokkrum sinnum í viku birtast þar skjáskot af fréttamiðlum landsins, Vísi, Rúv og Bændablaðinu, með upprunalegum frét...

Listen
Lestin
Stéttastríð í kvikmyndum, ástarljóð og Notebook, Uncut Gems, ofurhetju from 2020-02-12T18:03

"Eru kvikmyndirnar í stríði við hina ríku?" spyr kvikmyndagagnrýnandi BBC í nýlegri grein. Hann nefnir til að mynda óskarsverðlaunakvikmyndirnar Parasite og Jóker, sem bjóða báðar upp á harða gagnr...

Listen
Lestin
Hildur Guðna í viðtali, lífssögur útigangsfólk, fortíðarþrá nútímans from 2020-02-11T18:03

Hildur Guðnadóttir varð á sunnudag fyrst íslendinga til að hljóta Óskarsverðlaunin, fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Jóker. Anna Marsibil gerði sér sérstaka ferð til Los Angeles til að fylgjast me...

Listen
Lestin
Óskarinn, Hildur Guðna, K-pop, mökunarkall útdauðra fugla from 2020-02-10T18:03

Óskarsverðlaunin fóru fram í Los Angeles í gærkvöldi. Suðurkóreiska kvikmyndin Parasite kom sá og sigraði - fyrsta myndin á öðru tungumáli en ensku sem hlýtur verðlaun sem besta myndin. Hildur Guðn...

Listen
Lestin
Vetrarhátíð, reif, Joe Meek, pólskt bíó á íslandi from 2020-02-06T18:03

Um helgina verður haldið upp á Vetrarhátíð á höfuðborgarsvæðinu í 19. sinn. Lestin kemur við í ráðhúsinu og veltir fyrir sér dagskránni með Aðalheiði Santos Sveinsdóttur, viðburðarfulltrúa. Einnig ...

Listen
Lestin
The Sims, Frostbiter, orgelverk um loftslagið, Björk+Microsoft from 2020-02-05T18:03

Gunnar Theodór Eggertsson segir frá íslensku hryllingsmyndahátíðinni Frostbiter sem fór fram um helgina. Myndirnar voru auðvitað misgóðar, sumar léku sér að klisjunum en aðrar hættulega snjallar. U...

Listen
Lestin
Gugusar, dýrtíðin, feminísk sjálfsvörn og ímynduð umferðarteppa from 2020-02-04T18:03

Á föstudögum hittist hópur fólks í Háskóla Íslands og æfir sjálfsvörn. Stundum snúast æfingarnar um að brynja líkamann, öðrum stundum um að brynja andann. Hugmyndin er að þær séu í eðli sínu feminí...

Listen
Lestin
Myndbönd mánaðarins, Gang of Four og K-Pop from 2020-02-03T18:03

K-Pop er það allra heitasta í tónlistarbransanum í dag. Hulda Hólmkelsdóttir er með hana á heilanum og tekur sér far með Lestinni næstu vikur til að útskýra fyrir okkur hinum af hverju kóreysk stúl...

Listen
Lestin
Umdeildur slúðurfréttamiðill, Chromatics og Bíó Paradís lokar from 2020-01-30T18:03

Í morgun bárust fréttir af því að Bíó Paradís hefði sagt upp öllu starfsfólki og framtíð kvikmyndahússins væri óljós. Óvissan virðist að einhverju leyti snúast um framtíð húsnæðisins. Fréttirnar h...

Listen
Lestin
Saga titrarans, Little Women, frönsk kvikmyndahátíð og Dreyfus-málið from 2020-01-29T18:03

Marta Sigríður Pétursdóttir rýnir í kvikmyndirnar Little Women og Portrait of a Lady on Fire. Í tilefni að sýningu nýjustu kvikmyndar Romans Polanski, J'accuse, eða Ég ákæri, sem sýnd er á franskri...

Listen
Lestin
Dýrasta land í heimi, Benni Hemm Hemm, Hlaðvörp og Grandi 101 from 2020-01-28T18:03

Síðar í vikunni sendir tónlistarmaðurinn Benni Hemm Hemm frá sér sína áttundu breiðskífu, Kast spark fast. Undanfarin ár hefur Benni gefið út lágstemmt svefnherbergispoppið sem hefur ekki alltaf ra...

Listen
Lestin
Kobe Bryant, Grammy verðlaun, ár rottunnar og veggjakrotarinn from 2020-01-27T18:03

Fyrst birtist fréttin á slúðurvefnum TMZ. Svo barst staðfesting frá fleiri miðlum, ESPN, CNN, LA Times: Ein skærasta stjarna körfuknattleiksheimsins er öll. Kobe Bryant, 13 ára dóttir hans og sjö a...

Listen
Lestin
Myrkraverk, Grammy, afleiðingar stórmóts og tvær virðulegar konur from 2020-01-23T18:03

Í vikunni höfum við litið um öxl á Heimsmeistaramótið í handknattleik 1995. Við höfum skoðað aðdraganda þess, hvernig tíðarandinn tók það föstum tökum og slakt gengi íslenska landsliðsins. Í síðast...

Listen
Lestin
Eltihrellir, kynlífsdúkka og handboltadraumurinn sem dó from 2020-01-22T18:03

Gengi íslenska karlalandsliðsins í handknattleik gegn Noregi í gær rímar ágætlega við innslag dagsins í örseríunni Þegar Ísland hélt stórmót. Í dag rifjum við upp sjálfan handboltann og skoðum hver...

Listen
Lestin
Ástralskt pöbbapönk, næntís handboltamót og mikilvægi vanþekkingar from 2020-01-21T18:03

Lestin heldur áfram för sinni, aldarfjórðung aftur í tímann í örseríunni þegar Ísland hélt stórmót en að þessu sinni skoðum við menninguna í kringum HM í handknattleik 1995 - þann svip sem staður o...

Listen
Lestin
Veggjakrot, Silfur epli, Einfaldur maður og þegar Ísland hélt stórmót from 2020-01-20T18:03

Nú þegar heimsmeistaramótið í handknattleik stendur yfir er viðeigandi að líta um öxl og minnast þess þegar sama mót var haldið á Íslandi fyrir aldarfjórðung. Næstu daga flytjur Lestin örseríuna Þe...

Listen
Lestin
Geimskot frá Íslandi, tónleikarými í Breiðholti, Tyler the creator, from 2020-01-16T18:03

Geimvísinda- og tækniskrifstofa Íslands hefur ekki farið hátt með störf sín síðastliðin misseri. Nú verður hinsvegar breyting þar á, þar sem stofnunin hefur hafið samstarf við Skyrora, ungt frumkvö...

Listen
Lestin
Gullregn, Tindersticks, ljósmyndanemar og 150 ára asni from 2020-01-15T18:03

Í rúman aldarfjórðung hefur breska hljómsveitin Tindersticks verið að móta sinn sérstaka hljóðheim, dramtískt kammerpopp með melankólískum textum og einkennandi baritónsöng Stuarts Staple. Þessi vi...

Listen
Lestin
Haltu áfram, ástir og kynlíf unglinga og örsögur from 2020-01-14T18:03

Textar í kennslubókum fyrir tungumálanema eru misskemmtilegir. Þessu kynntist Karítas Hrundar Pálsdóttir þegar hún lærði japönsku þar í landi fyri rnokkrum árum. Nú hefur hún sent frá sér örsagnasa...

Listen
Lestin
Veggjakrot, MC Hammer, Óskarsverðlaunin og samþykki from 2020-01-13T18:03

MeToo-bylgjan sem hefur skekið heiminn undanfarin ár hefur loksins náð inn í franskan bókmenntaheim með nýrri bók "Le Consentement" eða Samþykkið. Þar lýsir Vanessu Springora misnotkun sem hún varð...

Listen
Lestin
Prjónað fyrir pokadýr, Mikael Lind, besta plata ársins 2019 from 2020-01-09T18:03

Á tímum hamfarahlýnunnar og loftslagskvíða fallast mörgum hendur gagnvart ástandinu í Ástralíu þar sem skógareldar geysa af miklum ofsa. Sumir kjósa að breiða sængina yfir höfuðið, signa sig og von...

Listen
Lestin
Stjörnustríð, Classic, minjagripir og Elizabeth Wurtzel from 2020-01-08T18:03

Eitt af yfirlýstum markmiðum Útvarp 101 er að vera stökkpallur fyrir næstu kynslóð tónlistarmanna. Eldri kynslóðir fá þó að þvælast með og í einu tilfelli löngu dauðar kynslóðir. Sú tónlist er í hö...

Listen
Lestin
Endalok tímans, morðið á Qasem Soulemani og The Bachelor from 2020-01-07T18:03

Sú var tíðin að áhorfendur þurftu að bíða eftir því að fylgjast með uppáhalds sjónvarpsþáttunum sínum viku eftir viku. Streymisveitur og hámhorf hafa útrýmt þessari bið að miklu leyti en örfáir þæt...

Listen
Lestin
Golden Globe, Watchmen, tíminn og dagatöl from 2020-01-06T18:03

Í nótt braut Hildur Guðnadóttir blað í sögu Golden Globe verðlaunanna þegar hún hlaut verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker. Við fjöllum um verðlaunin og þýðingu þeirra, fyrir Hildi og a...

Listen
Lestin
Hugmyndafræði ójöfnuðar, Sunna Margrét og Brennifer snýr aftur from 2020-01-02T18:03

Fyrsta sólóplata tónlistarkonunnar Sunna Margrétar, sem áður söng með hljómsveitinni Bloodgroup, kom út á dögunum. Stuttskífan Art of History inniheldur tilraunakennt rafpopp sem hefur strax vakið ...

Listen
Lestin
Pistlahöfundar gera upp menningarárið 2019 from 2019-12-30T18:03

Í síðustu Lest ársins líta lestarstjórarnir um öxl á menningarárið sem er að líða. Pistlahöfundar síðustu mánaða leggja orð í belg, velja sín uppáhalds listaverk og skoða það sem einkennt hefur men...

Listen