Bleikt hár, Halldór Armand, Ástarsaga Twitter og Trump - a podcast by RÚV

from 2021-01-12T17:00

:: ::

Hamraborgin er orðin albleik að innan, eða í það minnsta eitt rými hennar, sýningarsalur Midpunkt. Þar hefur listakonan Gígja Jónsdóttir komið sér fyrir með myndbandsverk sem sýnir þrjár kynslóðir kvenna innan fjölskyldu hennar koma saman til að lita hárið á henni bleikt. Við heyrum söguna af eitruðu ástar-hatur-sambandi sem hefur verið mikið á milli varanna á fólki undanfarnar vikur, sambandi Donalds Trump og samfélagsmiðilsins Twitter. Undir lok þáttar flytur Halldór Armand Ásgeirsson okkur svo pistil þar sem hann veltir fyrir sér ástandinu í Bandaríkjunum um þessar mundir, aþenski stjórnspekingurinn Sólon og búsáhaldabyltingin koma meðal annars við sögu.

Further episodes of Lestin

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV