CIA og íslensk list, tístað um línulega dagskrá og mannát í Kópavogi - a podcast by RÚV

from 2020-05-26T17:03

:: ::

Samfélagsmiðlar elska línulega dagskrá. Það vita meira að segja streymisveiturnar og á tímum hámhorfs hafa þær brugðist við með því að dagskrársetja ákveðnar þáttaraðir eins og um línulega dagskrá væri að ræða. Við rýnum í þetta ástarsamband í Lestinni í dag. Halldór Armand flytur sinn reglubundna þriðjudagspistil og að þessu sinni veltir hann fyrir sér ólíkum siðum mismunandi mannlegra samfélaga, meðal annars ólíkum greftrunarsiðum. Í framhaldi af umræðum okkar í gær um hlaðvarpið Wind of Change, menningarlega kaldastríðið og meintar lagasmíðar bandarísku leyniþjónustunnar verður rætt við Hauk Ingvarsson, rithöfund og bókmenntafræðing, um áhrif CIA á íslenskt menningarlíf.

Further episodes of Lestin

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV