Klám, Wonderwoman, aftaka Unga Elgs, Mank og Taylor Swift - a podcast by RÚV

from 2020-12-18T16:00

:: ::

Fyrst kom Folklore og svo Evermore. Taylor Swift hefur, eins og við hin, eytt lunganu úr árinu í inniveru en á meðan að við hin horfðum á Heima með Helga og bökuðum súrdeigsbrauð vann hún hörðum höndum að tvöfaldri plötuútgáfu. Við rýnum í seinni plötuna, Evermore, sem leit dagsins ljós nú fyrir helgi en á henni reynir Swift á nýja vöðva og kroppar í gömul sár. Á undanförnum árum hefur klámsíðan Pornhub unnið markvisst í því að troða sér inn í meginstrauminn. Hún er orðin langþekktasta klámsíða internetsins og mögulega ein mest sótta vefsíða heims. En nú er þessi risi í netklámi í vanda eftir að New York Times dró fram hvernig barnaklám og myndefni af raunverulegu kynferðisofbeldi mætti finna á síðunni. Við kynnum okkur málið. Gunnar Theodór Eggertsson rýnir í tvær nýar kvikmyndir, ofurhetjumyndina Wonder Woman 84 og svarthvítu Netflix-myndina Mank, sem fjallar um handritshöfundinn Herman Mankiewicz og samstarf hans við Orson Welles. Donald Trump forseti Bandaríkjanna hefur fyrirskipað aftökur á fimm föngum og vill að þær fari fram áður en Joe Biden tekur við stjórnartaumum í landinu. Við ræðum við íslenska konu sem var viðstödd slíkan viðburð.

Further episodes of Lestin

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV