Klósettkúltúr, áhrif tölvuleikja, og Genesis P.Orridge - a podcast by RÚV

from 2020-03-16T17:03

:: ::

Um helgina lést einn helsti frumkvöðull iðnaðar-tónlistarinnar Genesis Breyer P-Orridge, 70 ára að aldri. Genesis stofnaði hljómsveitirnar Throbbing Gristle og Psychic-TV sem báðar léku háværa og tilraunakennda tónlist, og vakti athygli fyrir ágenga framkomu, óvenjulegan persónuleika og óvenjulegar lýtaaðgerðir. Við ræðum þennan sérstæða tónlistarmann í Lestinni í dag. Gestir eru Curver Thoroddsen og Hilmar Örn Hilmarsson, fyrrum meðlimur Psychic TV Bjarki Þór Jónsson heldur áfram að flytja okkur pistla úr heimi tölvuleikjanna. Í sínum þriðja pistli veltir hann fyrir sér hvort skilgreina megi tölvuleiki sem menningarverðmæti og skoðar áhrif þeirra á menningu okkar og samfélag. Nokkuð hefur borið á því síðustu daga að landsmenn hamstri klósettpappír í verslunum. Eins og margir hafa bent á kemur klósettpappír ekki í veg fyrir veirusmit en að einhverju leyti kann að vera um sálfræðileg viðbrögð að ræða þar sem mannskepnan bregst við hættu með því að huga að sínum helstu grunnþörfum. Ef Íslendingar væru lengra komnir í klósettmenningu þyrfti hinsvegar enginn að hamstra. Klósettáhugakonurnar Marta Sigríður Pétursdóttir og Dröfn Ösp Snorradóttir taka sér far með Lestinni.

Further episodes of Lestin

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV