Ný mannkynssaga, ?eðlilegt? kynlíf, lúkkið á ólympíuleikum - a podcast by RÚV

from 2022-02-03T17:03

:: ::

Við kynnum okkur nýja róttæka og ögrandi mannkynssögu sem er umtöluð og umdeild þessa dagana. Þetta er bókin The Dawn of everything, Dögun heila klabbsins, Ný saga mannkyns eftir mannfræðinginn David Graeber og fornleifafræðinginn David Wengrow. Meira um það á eftir. Ástalíf, rómantískt ástarlíf, hófstillt kynferðislíf og afbrigðilegt kynferðislíf.Þetta eru nokkur af þeim hugtökum sem notuð voru til að lýsa kynvitund og kynhegðun mannsins í sjálfshjálparbókum á fyrri hluta síðustu aldar - hugtök sem notuð voru áður en orðið kynlíf varð til - löngu áður en við tókum að má út hugmyndir um að til væri eitthvað sem héti afbrigðilegt kynferðislíf. Hvað breyttist? Hvernig fórum við frá því að roðna af minnsta tilefni í að kippa okkur ekki upp við þriggja stafa tölu fyrri rekkjunauta nýs maka - nú eða kynferðislegar kyrkingar? Katrín Ásmundsdóttir leitar svara hjá Sólveigu Önnu Bóasdóttur, prófessor í guðfræðilegri siðfræði í Háskóla Íslands. Á morgun hefjast vetrarólympíuleikarnir í Peking formlega. Á dagskránni eru hinar ýmsu vetraríþróttir: skíði, krulla og skautar - íþróttagreinar sem krefjast kannski mismikils af keppendum hvað útlitið varðar. Við endurflytjum brot úr innslagi frá sumarólympíuleikunum 2021 þar sem hár og naglatíska ólympíufara var til umfjöllunar.

Further episodes of Lestin

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV