Psychomagic, uppvask og kynþáttahygja í byggðu umhverfi - a podcast by RÚV

from 2021-02-15T17:03

:: ::

Við veltum fyrir okkur hvernig kynþáttahyggja, rasismi, birtist í hinu byggða umhverfi í gegnum söguna. Chanel Bjo?rk Sturludóttur ræðir við O?skar O?rn Arno?rsson arkitektúrsagnfræðing, meðal annars um miðste?ttarvæðingu - það sem er kallað gentrification a? ensku - hugtak sem hefur verið mikið rætt um meðal annars i? Bandari?kjunum og Bretlandi. Chanel spyr hvort miðste?ttarvæðing sé eitthvað sem við eigum að hafa a?hyggjur af á Íslandi, með aukinni fjo?lmenningu og auknum fjölda innflytjenda.? Tómas Ævar Ólafsson flytur okkur sitt fyrsta innslag af þremur um þá athöfn sem honum leiðist meira en allar aðrar, það er að vaska upp. Tómas ræðir um uppvask og andlega vinnu við Kristlínu Dís Ingilínarsdóttur, blaðamann. Frönsk kvikmyndahátíð hefur staðið yfir síðustu daga en henni lauk í gær. Örvæntið ekki, frankófílar, nokkrar af vinsælli myndum hátíðarinnar verða sýndar áfram í Bíó Paradís á næstunni, og ein þeirra er ný heimildarmynd eftir síleska költ-leikstjórann Alejandro Jodorowsky, Sálgaldrar eða Psychomagic, heimildarmynd um heilunaraðferð sem hann hefur þróað undanfarna áratugi byggt á sálgreiningu og ýmiskonar dulspekilegum töfralækningum.

Further episodes of Lestin

Further podcasts by RÚV

Website of RÚV